Fasteignamiðstöðin kynnir einbýlishús með aukaíbúð ef það hentar við Hraunbrún 36, 220 Hafnarfjörður, fasteignanúmer 207-5900 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðarréttindi. Eignin Hraunbrún 36 er skráð hjá HMS 212,6m2.
Falleg eign með góð staðsetning. Stutt í útivistarsvæði á Víðistaðatúni og Hellisgerði, miðbæinn, skóla og strætó.
Lausleg lýsing:
Forstofa með opnu fatahengi og lokuðum efriskápum, flísar á gólfi. Miðrými opið inn í rúmgott eldhús með dyrum út í garðinn sem er lokaður. Stórt herbergi sem voru tvö en hefur verið breytt í eitt í því er góður fataskápur. Svefnherbergið er rúmgott með stórum skáp og dyrum út í garðinn. Baðherbergi er flísalagt með hita í gólfi, sturtu, innréttingu og blöndunartæki fyrir sem er heitur pottur. Á efri hæð er gegnheilt eikarparket á öllum gólfum nema anddyri og baðherbergi. Úr stofu er gengið inn í bjarta viðbyggingu sem byggð var yfir bílskúrsþakið, með útgöngu þar suðursvalir. Á gólfum er perlumöl úr fjörunni við Stokksnes í Hornafirði.
Í eldhúsi og svefnherbergi eru sérsmíðaðar innréttingar úr ljósri eik, innihurðir eru úr sama viði.
Efri hæðin skiptist í tvö herbergi, tvær stofur baðherbergi með sturtu og eldhús. Gengið er út í garðinn bæði úr eldhúsi og svefnherbergi. Garðurinn er lokaður með grindverki . Í garðinum eru hraunklettar, falleg tré, pallar, smá grasflöt, hlynur og gullregn. Hiti er í tröppum og stétt framan við húsið. Bílskúr er með rafmagns hleðstustöð , heitu og köldu vatni. Tvö bílastæði eru framan við bílskúrinn.
Á jarðhæð er lítil íbúð með sérinngangi. Íbúðin er eitt svefnherbergi, stofa og eldhús í sama rými og baðherbergi með sturtu. Mögulegt er að opna milli hæða með einföldum hætti.
Eignin getur verið til afhendingar fljótlega.
Tilvísunarnúmer: 07-1318
Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar, Hlíðarsmára 17 201 Kópavogi - sími: 550 3000
tölvupóstfang: fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is / leiga@fasteignamidstodin.is
Sjá einnig: fasteignamidstodin.is / jardir.is / fasteignir.is / mbl.is/fasteignir
Eftir lokun skiptiborðs:
Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali sími: 550 3000 og 892 6000 - tölvupóstfang magnus@fasteignamidstodin.is
Guðrún Olsen síma 550 3000 - tölvupóstfang gudrun@fasteignamidstodin.is
María Magnúsdóttir lögfræðingur gsm: 899 5600 - tölvupóstfang maria@fasteignamidstodin.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,0 - 1,8% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár,
til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta
fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.