Fyrirhugaðar framkvæmdir
Kjallari
Á eftir að drena
Enginn raki, en saltútfellingar
Austur nýlegir gluggar
Vestur einfalt gler
Býslag op fyrir hurð, nelgt fyrir
Flestir bitar í lagi, þyrfti að kíkja á með timanum
Rafmagn, nýleg tafla og kassi á hæð, annað utanáliggjandi og þarf að yfirfara, sumt nýlegt annað ekki
Pípulagnir-gamlir ofnar nema í tveimur herberglum í risi, koparrör allstaðar líklegsst lögð af Tristan Cardew,
Hæð suður nýjir gluggar með tvöfoldu gleri
Ný útidyrahurð
Vestur nýtt tvöfalt gler í öllum gluggum
Austur gamlir gluggar, einfalt gler
Veggur í suðaustur einangraður, líklega hinn veggurinn í suður líka (í eldhúsi)
Annað er með lofteinangrun
Einþjala gólf
Eldhús- skipt um veggpanel
Strompur notaður sem stoð, þyrfti að losa og styrkja upp á nýtt, einnig mætti bæta við einni stoð í borðstofu og annari niðri
Risi breytt af Tristan Cardew og endurgert og settur stigi
Einn ofn er bilaður
Tvöfalt gler í allar áttir nema austur
Úti
Austurhlið alveg eftir
Eftir að drena og steypa utan á hlaðning í norður
Þvottahús þar er gluggin innihurð sem snýr ut - þyrfti að setja útihurð ef maður vill hafa opið
Einhverstaðar á netinu er skjal um 60m2 bílskúr, er til á teikningu.
Þórný Jakobs skipti um þak og nýjan topp á strompinn
Vantar þakrennu á inngöngubýslag og í norður á viðbyggingu
Gallar
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
* Um er að ræða mjög gamalt hús sem er friðað.