BYR fasteignasala kynnir til sölu ODDABRAUT 9, 815 Þorlákshöfn.
Einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr í grónu hverfi í Þorlákshöfn, stutt er í alla almenna þjónustu og útivistarsvæði.Eignin skiptist í íbúð, byggð 1956 163.1 m² og bílskúr byggður 25.0 m², samtals 188.1 m² samkvæmt skráningu HMS.
EIGNIN SELST Í ÞVÍ ÁSTANDI SEM HÚN ER Í OG MUN SELJANDI EKKI GERA NEINAR ENDURBÆTUR Á HENNI FYRIR SÖLU.
ÞVÍ ER SKORAÐ Á VÆNTANLEGA KAUPENDUR AÐ KYNNA SÉR VEL ÁSTAND EIGNARINNAR FYRIR KAUPTILBOÐSGERÐ
OG LEITA SÉR SÉRFRÆÐIAÐSTOÐAR UM NÁNARI SKOÐUN UM ÁSTAND EIGNAR.Skipulag; Neðri hæð: Anddyri þaðan liggur stigi uppá efri hæð og gangur. Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, útgegnt út í bakgarð. Herbergi, útgengt út í bakgarð.
Baðherbergi, þvottahús/inntök eru inn af baðherbergi. Bílskúr og geymsla, innangengt frá alrými, bílskúrshurð.
Efri hæð: Opið rými ofan við stiga, gangur liggur að öðrum rýmum,
rafmagnstafla er á gangi. Þrjú herbergi, svalir eru út frá einu herbergi. Baðherbergi.
Oddabraut 9 er holsteinshús á tveimur hæðum byggt árið 1976. Húsið er klætt að utan með bárujárni, bárujárn á þaki. Timburhurðar og gluggar.
Bílskúr er á einni hæð byggður árið 1982. Hellulagt bílaplan fyrir tvær bifreiðar er framan við húsið, hellulagt er að inngangi. Lóð er í órækt, kofi er á lóð.
Lóð er 965.9 m² leigulóð í eigu Sveitarfélagsins Ölfus.
Skipulagi hússins hefur verið breytt frá upprunalegum teikningum. Framkvæmdum við breytingar á húsinu að innan og utanverðu er ekki lokið.
Staða á framkvæmdum ásamt gæðum framkvæmda og frágangi í eigninni er óljós.
Kaupanda er kunnugt um að seljandi eignaðist hina seldu eign í skuldaskilum og að seljandi getur því ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína.
Seljandi bendir því kaupanda á að gæta sérstakrar árvekni við skoðun á eigninni og leiti sér aðstoðar sérfræðinga til að meta ástand eignarinnar.
Kaupverð tekur mið af ástandi eignarinnar sem selst í því ástandi sem hún var í við nákvæma skoðun kaupanda og hann sættir sig við að öllu leyti.
Frekari þrif og/eða tiltekt fer ekki fram af hálfu seljanda. Ekki er tekin ábyrgð á virkni heimilistækja.Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:
Fasteignanúmer 221-2572. Oddabraut 9.Stærð: Íbúð 163.1 m². Bílskúr 25 m². Samtals 188.1 m².
Brunabótamat: 75.150.000 kr.
Fasteignamat: 57.150.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat 2026: 64.550.000 kr.
Byggingarár: Íbúð 1976. Bílskúr 1982.
Byggingarefni: Holsteinn.