Fasteignaleitin
Skráð 20. mars 2025
Deila eign
Deila

Háseyla 7

EinbýlishúsSuðurnes/Reykjanesbær/Njarðvík-260
169.8 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
96.900.000 kr.
Fermetraverð
570.671 kr./m2
Fasteignamat
77.400.000 kr.
Brunabótamat
79.550.000 kr.
Mynd af Dagbjartur Willardsson
Dagbjartur Willardsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1980
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2093358
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Ekki vitað.
Raflagnir
Ekki vitað
Frárennslislagnir
Ekki vitað.
Gluggar / Gler
Ekki vitað.
Þak
Ekki vitað - Járn þarfnast útskipta á næstu árum.
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Nei - Pallur í suður
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
RE/MAX og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna Háseylu 7, Innri-Njarðvík í Reykjanesbæ. Fnr. 209-3358

Húsið var byggt árið 1980 og er birt stærð þess hjá Þjóðskrá 169,8 fm og þar af er bílskúr 44,4 fm. Byggður var sólskáli við húsið sem er ekki skráður inn í fermetrafjölda hússins og er stærð hans um 30 fm þannig að í raun er húsið um 200 fm í heildina. Einnig er um 9 fm geymsluskúr á milli bílskúrs og pallsins með stórum vængjahurðum sem ekki er skráður. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi, eldhús, 2 baðherbergi, stofa/borðstofa, sólstofa, forstofa og þvottahús. Stór bílskúr og góður pallur með skjólveggum og heitum potti. Sjá nánara fyrirkomulag á gólfteikningu eignarinnar sem er vistuð þar sem ljósmyndir af eigninni eru. 

FÁÐU SENT SÖLUYFIRLIT YFIR EIGNINA HÉR.

Nánari lýsing:

Aðkoma: Malbikað að bílskúr. Steypt stétt að inngangi í húsið. 

Forstofa: Flísar á gólfi. Rúmgóður fataskápur. 

Gestabaðherbergi: Flísar á gólfi. Sturtuklefi. Innrétting með handlaug og salerni. 

Stofa/Borðstofa: Rúmgott svæði í miðju hússins. Parket á gólfi. 

Sólstofa: Stórt rými með parketi á gólfi. Útgengt á sólpall með skjólveggjum og heitum potti sem snýr í suður. 

Eldhús: Flísar á gólfi. Rúmgóð innrétting sem nær til lofts. Helluborð með viftu. Bakstursofn í vinnuhæð. 

Svefnherbergi: Eru fjögur talsins og er parket á gólfum þeirra allra. Fastakápar eru í þremur herbergjanna. 

Aðalbaðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Baðkar með sturtutæki. Góð innrétting með handlaug. Upphengt salerni. Gluggi er í rýminu. 

Þvottahús: Flísar á gólfi. Rúmgóð innrétting og eru þvottavél og þurrkari í vinnuhæð í rýminu. Geymsluloft með lúgu er yfir rýminu. 

Bílskúr: Rúmgóður bílskúr sem er skráður 44,4fm. Góð lofthæð 2,60 og er innkeyrsluhurðin 2,50m. Heitt og kalt vatn og rafmagn. Útgengt er úr bakhluta skúrsins á baklóð hússins. Geymsluloft er í skúrnum. 

Lóðin: Lóðin er skráð 920 fm og er vel haldin og snyrtileg. Gras og trjágróður. Góður pallur með skjólveggjum og heitum potti. Vinstra megin við húsið er gott plan með möl þar sem hægt er t.d. að geyma hjólhúsi og slíkt. 

Háseyla 7 er fallegt einbýlishús með stórri lóð í rólegum botnlanga. Hús sem hentar stórum fjölskyldum sem er vel staðsett rétt við Akurskóla. Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum árin og hafa núverandi eigendur búið þar síðastliðin 23 ár. 

Allar nánari upplýsingar veitir:
Dagbjartur Willardsson lgf. í síma 861-7507 eða daddi@remax.is.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1980
44.4 m2
Fasteignanúmer
2093358
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
13.800.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Njarðvíkurbraut 5
Bílskúr
Njarðvíkurbraut 5
260 Reykjanesbær
167.2 m2
Einbýlishús
423
592 þ.kr./m2
98.900.000 kr.
Skoða eignina Þrastartjörn 7
Bílskúr
Skoða eignina Þrastartjörn 7
Þrastartjörn 7
260 Reykjanesbær
159.9 m2
Parhús
413
606 þ.kr./m2
96.900.000 kr.
Skoða eignina Guðnýjarbraut 5
Bílskúr
Guðnýjarbraut 5
260 Reykjanesbær
163.7 m2
Raðhús
413
580 þ.kr./m2
94.900.000 kr.
Skoða eignina Kjarrmói 5
Skoða eignina Kjarrmói 5
Kjarrmói 5
260 Reykjanesbær
187.7 m2
Parhús
614
527 þ.kr./m2
98.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin