Paradís Eyjarjarðar
Skemmtileg 5 herb. parhúsaíbúð á Hjalteyri með fallegu útsýni, einstaklega friðsamt umhverfi.
Efri hæð: Stofa og borðstofa (sem hefur verið notuð sem svefnherbergi), baðherbergi og eldhús.
Forstofa: Ljós dúkur á gólfi, fatahengi.
Stofa: Ljóst teppi á gólfi.
Borðstofa: Dúkur á gólfi.
Baðherbergi: Hvít hreinlætistæki, stórt baðkar, handlaug og salerni.
Eldhús: Upphafleg hvítmáluð innrétting með spónlögðum bekkjum, korkflísar á gólfi, hvít eldavél með keramik helluborði.
Neðri hæð:
Tvö svefnherbergi: Bæði rúmgóð, innfelldir fataskápar, annað er með rými sem t.d. gæti nýst sem sérherbergi (þriðja herbergið) eða sem fataherbergi inn af, í einu herbergjanna hefur orðið vart við raka í útvegg að austan.
Snyrting: Hvít hreinlætistæki, handlaug og salerni.
Þvottahús: Málað gólf, lítils háttar ummerki um raka á útveggum.
Geymsla: Mjög rúmgóð, grámálað gólf.
- Ofnar hafa að hluta verið endurnýjaðir
- Eirlagnir í ofnum
- Gluggar hafa að mestu verið endurnýjaðir
- Þak var yfirfarið og endurnýjað fyrir nokkrum árum
- Mögulega getur hluti innbús fylgt eigninni við sölu
Snyrtileg og vel hirt eign á frábærum stað.