Lögeign kynnir eignina Stekkjarhvammur 3, 641 Húsavík.
Um er að ræða heilsárshúsið Stekkjarhvammur lóð 3 í frístundabyggð við Þverá í Reykjahreppi í um 15 mínútna aksturfjarlægð frá Húsavík. Húsið er skráð 126 m2 að stærð og var fyrri hluti þess byggður árið 1996 en árið 2008 var húsið stækkað þegar byggt var við það. Húsið stendur á eignalóð sem er skráð 7200 m2 en samkvæmt hnitum af lóðarmörkum er lóðin í reynd 10.022 m2. Skipt var um þakefni á öllu húsinu þegar byggt var við það árið 2008. Húsið er byggt úr timbri og er með klæðningu. Húsið stendur á skjólgóðum stað í fallegu umhverfi. Stór timburverönd er í kringum húsið með heitum potti. Nánari lýsing:Forstofa, þvottahús, eldhús, búr/geymsla, stofa, fjögur svefnherbergi, baðherbergi og kjallari( kjallarinn er óskráður og er því ekki skráður inn í fermetratölu eignarinnar en hann er um 45 fm). Forstofa: aðal forstofan er með flísum á gólfi, fataskáp og fatahengi, inn af henni er eldhús og þvottahús. Einnig er innangengt að vestan verðu þar sem komið er inn í flísalagða forstofu með fatahengi, inn af henni er herbergisgangur.
Þvottahús: Hvít innrétting sem er bæði fyrir þvottavél og þurrkara og svo er handklæðaofn. niðurgengt er úr rýminu niður í kjallarann sem er um 45 fm.
Eldhús: Hefur verið endurnýjað á smekklegan hátt, hvít innrétting með bæði efri og neðri skápum, innréttingin er með góðu bekkplássi og innbyggðum tækjum. gott geymslupláss er í eldhúsinu þar sem inn af því er geymsla/búr. Opið er úr eldhúsinu yfir í stofuna sem gefur eldhúsinu góða birtu.
Stofa: björt og rúmgóð stofa með stórum gluggum og útgengi út á timburverönd, upptekið loft og stigi upp á efri hæð eignarinnar er við endan á stofunni. Þegar komið er upp stigann á efri hæðina er sjónvarpsstofa sem er undir súð.
Fjögur svefnherbergi: þrjú svefnherbergi eru á herbergisgang og svo eitt rúmgott svefnherbergi með snyrtingu á efri hæðinni þar sem einnig er útgengt út á svalir.
Baðherbergi: er flísalagt í hólf og gólf, hvít innrétting, "walk in" sturta, wc og handklæðaofn. baðherbergið er staðsett innst á herbergisgangnum.
Að utan: veröndin í kringum húsið er stór og glæsileg. Bæði er á veröndinni gott grassvæði sem hentar vel sem leiksvæði en einnig er mikill gróður sem veitir húsinu gott skjól. Búið er að setja skjólveggi í kringum heitapott. Nokkur útihús eru á veröndinni sem eru notuð sem geymslurými.
Almennt talað virðist húsið í góðu ástandi og hefur fengið reglulegt viðhald í gegnum árin. Aðgengi að húsinu er gott, húsið er skráð sem einbýlishús og fær því mokstur yfir vetrartímann. Rúmgott malarstæði er við húsið sem rúmar marga bíla. Húsið er með varmaskipti og ljósleiðari kominn. jarðhæðin er öll með gólfhitakerfi. Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lfs. í síma 865-7430 eða netfanginu hermann@logeign.is eða Hinrik Lund lfs. í síma 835-0070 eða netfanginu Hinrik@logeign.isForsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á