Betri Stofan fasteignasala og Hlynur Bjarnason lgf. kynna til sölu þriggja herbergja íbúð ásamt auka herbergi í kjallara við Dvergabakka 26. Íbúðin er skráð 93,3 fermetrar á stærð samkvæmt þjóðskrá. Herbergið í kjallara hefur verið í útleigu. Sameiginlegt baðherbergi með sturtu í kjallara. Viðhald hússins: Búið er að skipta um gler og glugga sem voru komnir á tíma. múrviðgerðir og málað, búið að endurnýja raflagnir. Húsið er því í góðu standi. íbúðin hefur verið endurnýjuð á síðustu 10 árum. Innihurðar, eldhúsinnrétting, gólfefni, fataskápar.
Nánari lýsing:Forstofa: gengið inn á gang með fataskáp. flísalagt gólf.
Eldhús: Gott skápapláss, bakarofn, eldavél, flísalagt gólf.
Stofa/borðstofa: Björt og rúmgóð stofa, útgengt á svalir. Parketlagt gólf.
Hjónaherbergi: svefnherbergi með stórum fataskáp. parketlagt gólf.
Herbergi: parketlagt gólf.
Baðherbergi: innrétting með handlaug, salerni, tengi fyrir þvottavél, sturta. Flísalagt.
Geymsla: Geymsla í kjallara. 6 fm
Herbergi í kjallara: 14,5 fm herbergi. sameiginlegt baðherbergi með sturtu. Góðar útleigutekjur.
Þvotta og þurrkherbergi í kjallara ásamt hjóla og vagnageymsluNánari upplýsingar veitir Hlynur Bjarnason löggiltur fasteignasali í síma 697 9215 / hlynur@betristofan.is-----------------------------------------------------------------------