Miklaborg kynnir: Parhús á góðum og rólegum stað í Efra Breiðholti. Húsið er í dag skipt í tvær íbúðir sem eru í útleigu með háar leigutekjur. Einfalt að breyta til baka og gera húsið að einnar íbúðar parhúsi ef vill, þá þarf að segja upp leigusamningum sem í gildi eru. Húsið er skráð skv. HMS 140,5 fm en þar til viðbótar hefur verið byggt yfir ca. 16 fm port sem er við aðalinngang og gert þar fremri forstofa og herbergi.
Bókið skoðun hjá Gabriel Mána Hallssyni löggiltum fasteignasala í síma 772-2661 eða gabriel@miklaborg.is
Nánari lýsing:
Inngangur í stærri íbúðina er að vestanverðu í gegnum pallinn bakatil um stofuhurð (aðkoma frá göngustíg þar). Á pallinum, sem er aflokaður, er heitur pottur. Stofa (parket). Eldhús með hvítri eldri innréttingu (flísalagt gólf). Herbergi er afstúkað í stofu, en hægt að fjarlægja auðveldlega þar sem veggir festast ekki við gólf. Annað herbergi innaf stofu (parket). Baðherbergi flísalagt gólf með baðkari+sérlögn fyrir þvottavél og þurkara. Stigi uppá 2.hæð. Hol (parket). Súðargeymsla. 3 svefnherbergi öll parketlögð og skápar í öllum.
Minni íbúð: Sérinngangur að austanverðu (aðalinngangur í húsið) og er nú í viðbyggingu (óskráð) sem byggð var í porti við húsið. Forstofa (flísalögð) Eldhúskrókur og svo baðherbergi með sturtu. Þar er sérlögn fyrir þvottavél og þurkara. Eldhúsið og baðið eru í rými á teikningu sem merkt er sem geymsla. Herbergi í viðbyggingunni. Upprunalega forstofan og þaðan gengið í 2 herbergi sem eru parketlögð og með skápum. Köld útigeymsla við norðurhlið hússins.
Allar nánari upplýsingar veitir Gabriel Máni Hallsson löggiltur fasteignasali í síma 772-2661 eða gabriel@miklaborg.is
| Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
|---|---|---|---|---|---|
| 13/01/2020 | 52.600.000 kr. | 47.000.000 kr. | 140.5 m2 | 334.519 kr. | Já |
| 24/08/2016 | 32.450.000 kr. | 39.000.000 kr. | 140.5 m2 | 277.580 kr. | Já |
| 13/07/2007 | 27.940.000 kr. | 26.500.000 kr. | 140.5 m2 | 188.612 kr. | Nei |
| Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
|---|---|---|---|---|
111 | 151.9 | 94,9 | ||
111 | 140.5 | 97,9 | ||
111 | 146.5 | 94,9 | ||
105 | 103.1 | 94,9 | ||
105 | 103.1 | 94,9 |