Fasteignaleitin
Skráð 24. ágúst 2024
Deila eign
Deila

Álftamýri 53

RaðhúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Háaleitis- og Bústaðahverfi-108
221.4 m2
7 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
171.900.000 kr.
Fermetraverð
776.423 kr./m2
Fasteignamat
115.400.000 kr.
Brunabótamat
88.950.000 kr.
Byggt 1965
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2013944
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
endurnýjaðar
Raflagnir
endurnýjað
Frárennslislagnir
upprunalegar
Gluggar / Gler
upprunalegir, gler endurnýjað að hluta
Þak
endurnýjað
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
rúmgóðar um 25 m2
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
LIND fasteignasala og Helga Pálsdóttir löggiltur fasteignasali kynnir rúmgott og mikið endurnýjað 221 m2 raðhús á tveimur hæðum auk kjallara á frábærum stað í Álftamýri 53 í Reykjavík. Vinsæl staðsetning miðsvæðis í Reykjavík í nálægð við fjölbreytta þjónustu. Í næsta nágrenni er leikskóli, grunnskóli, framhaldsskóli, verslanir, Miðbær verslunarkjarni, Kringlan, ýmis þjónusta, íþróttafélag o.fl.

Nánari lýsing á miðhæð:

Forstofa er á miðhæð með skraut flotuðu gólfi og innbyggðum fataskáp ásamt skóskáp. Forstofa, gestasalerni, herbergi og eldhús eru með flæðandi skraut flotuðu gólfi. 
Gestasalerni er út frá forstofu og með flísum á veggjum, innbyggðum skáp og opnanlegum glugga.
Herbergi er í dag nýtt sem svefnherbergi og er með nýlegum hvítum fataskáp.
Eldhús er með fallegri innréttingu með ljúflokunum á skúffum,  innbyggðum ísskáp og uppþvottavél, AEG bakaraofn í vinnuhæð, ásamt AEG combi ofni, AEG span helluborð, guartz steini á borðum frá S.Helgasyni. Eldhús er opið inn í borðstofu og stofu sem eru með stórum gluggum og gefa fallega birtu. Gegnheilt parket er á gólfi og útgengt á verönd í garði sem snýr í suður. Kaldur geymsluskúr er garðinum.

Nánari lýsing efri hæðar: 
Fallegur stigi með kókosteppi liggur upp á efri hæð þar sem eru tvö svefnherbergi, sjónvarpshol og baðherbergi. 
Baðherbergi er með flísalögðu gólfi og veggjum að hluta til og baðkari með sturtuaðstöðu. Hvít innrétting með ljúflokunum á skúffum og tveimur vöskum, upphengdu salerni og handklæðaofni.
Svefnherbergin eru með parketi á gólfi og í hjónaherbergi er innbyggður fataskápur.
Sjónvarpshol er með kókosteppi á gólfi og útgengt á stórar þaksvalir með timburpalli.  Byggt hefur verið yfir þaksvalir í nærliggjandi húsum og er því fordæmi fyrir 25 m2 stækkun ofan á þaksvalirnar.

Nánari lýsing á kjallara: 
Frá forstofu
á miðhæð er innangengt í kjallara með kókosteppi á gólfi.  Einnig er sér inngangur að utanverðu og því auðvelt að útbúa góða 2ja herbergja íbúð í kjallara með sér inngangi. 
Þvottahús er rúmgott með flísalögðu gólfi, tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Í þvottahúsi er einnig sturtuklefi.
Gestasalerni er með skraut flotuðu gólfi, vaski og innbyggðum skáp.
Stórt rými, sem er í dag nýtt sem sjónvarpsstofa, er með skraut flotuðu gólfi og tveimur gluggum.
Herbergi, sem er í dag nýtt sem svefnherbergi, er með skraut flotuðu gólfi og fataskáp.
Bílskúr er með heitu og köldu vatni, skolvaski, rafdrifnum opnara og geymslulofti að hluta. Gengið er inn í bílskúrinn frá stigapalli að utan.

Helstu endurbætur:
* 2011 Rafmagn og tafla endurnýjuð. Ný gólfefni á stiga.
* 2012 Vatnslagnir og ofnalagnir endurnýjaðar. Klósett sett í kjallara.
* 2013 Baðherbergi efri hæð endurnýjað.
* 2015 Jarðvegsskipti í garði og nýjar þökur lagðar.
* 2017 Parket pússað og önnur gólfefni á miðhæð flotuð og skraut flotuð. Kjallari flotaður og skraut flotaður. Þak endurnýjað - nýr pappi og járn.
* 2018 Eldhús endurnýjað. Innrétting sérsmíðuð frá Eldhúsval, quartz steinn á borði frá S. Helgasyni. Nýtt gler sett í stofu og borðstofu. Hurðar endurnýjaðar á miðhæð.
* 2019 Skipt um dúk ofan á bílskúr.Timburverönd útbúin á svalir. Skipt um gler í glugga í gangi og á baðherbergi á efri hæð
* 2020 Ný útidyrahurð í kjallara.
* 2023 Ný sturta sett í þvottahús og ný hurð sett í þvottahús.

 * Allar upplýsingar um eignina veitir Helga Pálsdóttir fasteignasali í síma 822 2123 eða helga@fastlind.is 


 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
27/09/201137.200.000 kr.40.000.000 kr.221.4 m2180.668 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Lind fasteignasala ehf
https://www.fastlind.is

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Rauðagerði 64
Skoða eignina Rauðagerði 64
Rauðagerði 64
108 Reykjavík
280.8 m2
Einbýlishús
624
673 þ.kr./m2
188.900.000 kr.
Skoða eignina Heiðargerði 1b
3D Sýn
Bílskúr
Skoða eignina Heiðargerði 1b
Heiðargerði 1b
108 Reykjavík
239.4 m2
Parhús
826
751 þ.kr./m2
179.900.000 kr.
Skoða eignina Skógarsel 31
Bílskúr
Skoða eignina Skógarsel 31
Skógarsel 31
109 Reykjavík
207.3 m2
Raðhús
423
771 þ.kr./m2
159.900.000 kr.
Skoða eignina Sjafnarbrunnur 7
Bílskúr
Skoða eignina Sjafnarbrunnur 7
Sjafnarbrunnur 7
113 Reykjavík
219.9 m2
Raðhús
624
704 þ.kr./m2
154.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin