Guðmundur Þór Júlíusson og Ástþór Reynir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu:Virkilega glæsilegt og vandað 216,1 fm. einbýlishús á 1. hæð á Kvistavöllum 47, 221 Hafnarfjörður, þar af er innbyggður 37,5 fm. bílskúr.
Aukin lofthæð er í húsinu ásamt gólfsíðum gluggum. Gólfhiti er í öllu húsinu. Húsið er einstaklega vel skipulagt með gott flæði. Í húsinu er afskaplega mikið og gott skápapláss. Skápar eru í hverju svefnherbergi, forstofu, þvottahúsi. Svefnherbergin eru 3. Fataherbergi eru inn af hverju svefnherbergi, tvö baðherbergi annað með sauna, stofa (þar sem væri möguleiki að bæta við 4 herberginu), borðstofa og eldhús. Sjónvarpshol og svefnherbergisgangur. Sér þvottahús þar sem innangengt er í bílskúr með geymslulofti.
Útgengt er á hellulagða verönd með tvöfaldri vængjahurð úr eldhúsi/borðstofu. Lóðin er glæsileg, vel útfærð með verönd úr hellum og skjólveggi í kring. Ennfremur er útgengt á lóðina frá tveimur mismunandi stöðum í húsinu, hjónaherbergi og þvottahúsi.
Bókið skoðun hjá Gumma Júl í síma 858-7410 eða með tölvupósti á netfangið gj@remax.is eða á Ástþór Reyni í síma 899-6753 eða með tölvupósti á netfangið arg@remax.is
Nánari lýsing:Anddyri: Flísar á gólfi og gott skápapláss
Svefnherbergi I: Bjart og rúmgott með flísum á gólfi, sér inngangur að baðherbergi og fatarými.
Svefnherbergi II: Bjart og rúmgott með flísum á gólfi, sér inngangur að baðherbergi og fatarými.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, upphengt salerni og sturta. Innrétting með hvítum vask, spegil og góðu skápaplássi.
Hjónaherbergi: Bjart og rúmgott með flísum á gólfi, sér inngangur að fataherbergi með góðum glugga.
Baðherbergi: Flísar í hólf og gólf, upphengt salerni, ljós innrétting, sturta, baðkar og innbyggð sauna.
Sjónvarpshol: Rúmgott með flísum á gólfi.
Eldhús: Stórt og glæsilegt eldhús með flísum á gólfi og innréttingu með mjög góðu skápaplássi. Eldhúseyja með morgunverðarborði, ofn og örbylgju-/grillofn í vinnuhæð og span helluborð. Innbyggð tæki og öflugur háfur.
Stofa og borðstofa: Bjart og rúmgott rými með stórum gólfsíðum gluggum, flísum á gólfi og útgengi á hellulagða verönd með skjólveggjum sem snúa í suður, Auðvelt að bæta við stóru viðbótar svefnherbergi innaf stofu.
Þvottahús: Flísar á gólfi, innrétting og útgengt á lóð.
Bílskúr: Bílskúrinn er skráður 37,5 fm, er með millilofti yfir hluta og mjög góðri lofthæð.
Glæsilegt hús í alla staði, viðhaldslítið að utan, Ál tré gluggar og hurðir sem vel hefur verið hugað að, mjög vandað og vel skipulagt fjölskylduhús á eftirsóttum stað innst í botnlanga við grænt svæði, þar sem stutt er í skóla, leikskóla, íþróttaðstöðu og alla almenna þjónustu.Allar nánari upplýsingar um eignina veitir: Guðmundur Þór Júlíusson löggiltur fasteignasali í síma
858-7410 eða gj@remax.is
Ástþór Reynir löggiltur fasteignasali í síma
899-6753 eða arg@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.