CROISETTE - KNIGHT FRANK kynna í einkasölu 98,4 fm vel skipulagða þriggja herbergja íbúð á 1.hæð í lyftuhúsi við Norðurbakka 9B í Hafnarfirði. Bílastæði með tengi fyrir rafhleðslustöð í lokuðu bílahúsi. Þvottahús innan íbúðar og 12,5 fm sérgeymsla í kjallara. Eignin er vel staðsett í göngufæri við miðbæinn og stutt er í alla helstu þjónustu. Allar nánari upplýsingar veita Karl Lúðvíksson, löggiltur fasteignasali í s. 663-6700 eða kalli@croisette.is og Þorbirna Mýrdal, löggiltur fasteignasali í s. 888-1644 eða thorbirna@croisette.isSMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SÖLUYFIRLIT Þrívíddarteikning af eigninni:SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA EIGNINA Í 3-D**EIGNIN ER LAUS TIL AFHENDINGAR VIÐ KAUPSAMNING**NÁNARI LÝSINGForstofa: Gengið er inn í góða forstofu með innbyggðum skápum. Hvítar flísar á gólfi.
Baðherbergi: Snyrtilegt baðherbergi með fallegri ljósbrúnni innréttingu. Stór sturta með glerskilrúmi. Handklæðaofn á vegg. Upphengt salerni. Flísar á gólfi og á veggjum.
Þvottahús: Er inn af baðherbergi og lokað af með rennihurð. Pláss fyrir þvottavél og þurrkara. Vinnuborð með vask og upphengdir skápar. Flísar á gólfi.
Stofa: Sérlega rúmgóð og björt stofa með gólfsíðum gluggum. Stofan nær í gegnum húsið með eldhúsið í miðjunni. Gengið út á stórar vestursvalir úr stofunni. Einnig er útgengi úr austurenda stofunnar út í garð.
Eldhús: Innrétting og elshúseyja með vönduðum hvítum háglans hurðurm og grárri boðrplötu. Innbyggður gufuofn og örbylgjuofn. Uppþvottavél fylgir með.
Svefnherbergi I: Rúmgott og bjart herbergi með tvöföldum fataskáp. Harðparket á gólfi.
Svefnherbergi II: Fataskápur og harðparket á gólfi.
Sérmerkt bílastæði með tengi fyrir rafhleðslustöð í bílakjallara.
Hjóla og vagnageymsla í sameign.Nánari upplýsingar veita: Karl Lúðvíksson, löggiltur fasteignasali í s. 663-6700 eða
kalli@croisette.is Þorbirna Mýrdal, löggiltur fasteignasali í s. 888-1644 eða
thorbirna@croisette.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette home fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: - Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.