Falleg 90,6 fm. eign á góðum stað í fjölskylduvænu hverfi.
Lögheimili Eignamiðlun kynnir í einkasölu: Vættaborgir 96. 112 Reykjavík, bjarta og fallega 90.6 fm., þriggja herbergja neðri hæð í tvíbýlí í enda í lokaðri götu. Suður garður með afgirtum skjólsömum palli. Eignin samanstendur af forstofu, baðherbergi, 2 svefnherbergjum, stofu, geymslu og þvottahúsi. Falleg eign á góðum stað í fjölskylduvænu hverfi þaðan sem stutt er í fallegar gönguleiðir, skóla, leikskóla og matvöruverslanir. Spöngina.
Nánari lýsing
Forstofa með náttúruflísum á gólfi, fataskápur. Hiti í gólfi. (Sameiginleg með efri hæð)
Eldhúsið er rúmgott með hvítri háglans innréttingu, uppþvottavél í vinnuhæð.
Stofa með parket á gólfi, útgengt á afgirtan pall í suður.
Hjónaherbergið er rúmgott með fataherbergi, parket á gólfi.
Barnaherbergi með parket á gólfi,opinn fataskápur.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, upphengt salerni. Walk in sturtu. Falleg innrétting með vask. Innbyggður speglaskápur. Endurnýjað fyrir nokkrum árum.
Þvottahús með flísum á gólfi með tæki í vinnuhæð. Hillur
Garður er sameiginlegur og í góðri rækt.
Geymsla innan íbúðar undir stiga
Allar nánari upplýsingar veita
Sjöfn Hilmarsdóttir, lögfr. og löggiltur fasteignasali í síma 691-4591 eða sjofn@logheimili.is
Heimir Bergmann, löggiltur fasteigna- og skipasali í síma 630- 9000 eða heimir@logheimili.is
Ertu í fasteignahugleiðingum, Þarftu að selja ? Veitum afburða þjónustu og eftirfylgni, byggða á 17 ára starfi við fasteignasölu á Íslandi. Vegna mikillar sölu undanfarið getum við bætt við okkur eignum í sölu- eða leigumeðferð. Hringdu núna í síma 630-9000 og pantaðu tíma fyrir þína eign.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Lögheimili eignamiðlun skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Ábyrg þjónusta í áratug. Lögheimili Eignamiðlun var stofnuð 2007. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum