Gylfi Jens og Guðbjörg Helga löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX kynna Skúlagötu 40B, 101 Reykjavík.
Björt og vel skipulögð 4ja herbergja íbúð á 4. og efstu hæð í góðu fjölbýlishúsi með lyftu fyrir 60 ára og eldri við Skúlagötu í Reykjavík með sérstæði í upphitaðri bílageymslu Eignin er skráð 154,9 fm hjá Fasteignaskrá, þar af íbúðarhluti 139,9 fm og sérstæði í bílageymslu er skráð 15,0 fm. Í sameign er aðstaða með heitum potti, sauna og þrektækjum.
Aðeins tvær íbúðir eru á hæðinni og sameiginlegar svalir eru til vesturs. **SÆKTU SÖLUYFIRLIT HÉR MILLILIÐALAUST** ** 3-D: SKOÐAÐU EIGNINA BETUR Í ÞRÍVÍDD OG MÁTAÐU ÞIG OG HÚSGÖGNIN ÞÍN MEÐ MÆLISTIKUNNI - SMELLTU HÉR** NÚVERANDI SKIPULAG: Forstofa, stofa, eldhús, baðherbergi, 2 svefnherbergi, sjónvarpsstofa, þvottahús og 2 geymslur innan íbúðar. Sérstæði í lokaðri upphitaðri bílageymslu.
NÁNARI UPPLÝSINGAR:Gólfefni íbúðar er parket fyrir utan baðherbergi og þvottahús þar sem eru flísar.
Forstofa: Rúmgóð með fataskápum.
Svefnherbergi: Rúmgott með góðum skáp.
Hjónaherbergi: Mjög rúmgott með fataherbergi.
Geymsla 1: Er innaf fataherbergi í hjónaherbergi (sjá teikningu).
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Hvít innrétting með granítborðplötu, upphengt salerni, baðkar og flísalögð sturta. Handklæðaofn.
Sjónvarpsstofa: Mjög rúmgóð með glerþaki yfir að hluta. Útgengt á hellulagðar svalir til austurs.
Geymsla 2: Er innaf sjónvarpsstofu (sjá teikningu).
Stofa: Afar stór og björt með mikilli lofthæð.
Eldhús: Er með svartlakkaðri innréttingu með graníti á borðum. Bakaraofn, helluborð og vifta. Stæði fyrir uppþvottavél. Góð borðaðstaða er í eldhúsi við útbyggðan glugga.
Þvottahús: Er innaf eldhúsi. Stæði fyrir þvottavél og þurkara. Hillur og innrétting með vaski.
Sérbílastæði í lokaðri upphitaðri bílageymslu fylgir íbúðinni. Stæðið er nr. B24.
Núverandi eigandi er með leigusamning við húsfélag um geymslu nr. 13 sameiginlegu rými í kjallara. Leigugjald er kr. 2.500,- á mánuði.
SAMEIGN HÚSA NR. 40, 40A OG 40B Þvottaaðstaða fyrir bílastæðaeigendur í bílastæðahúsi hússins.
Sameiginleg hjólageymsla.
Sameiginleg bílastæði í porti milli húsanna með innkeyrslu frá Barónsstíg og einnig eru stæði neðan húss nr. 40 þar sem ekið er inn í bílastæðahús sem er á jarðhæð.
Sameiginlegt þurrkherbergi, stórt og með lökkuðu gólfi (hjá húsi 40B)
SPA -aðstaða: Líkamsræktaraðstaða með heitum potti og sauna (nr 40)
Samkomusalur (nr 40)
Húsvarðaríbúð sem er í útleigu (nr 40)
Innangegnt er á milli húsanna þriggja gegnum bílastæðahús. Lyklakóða eða rafmagnsdropa þarf til að opna dyr.
FRAMKVÆMDASAGA
Nýlega var húsið múrviðgert og málað að utan og þak, þakrennur og niðurföll endurnýjuð (húsfélag)
Búið er að endurnýja alla hitaveituofna í íbúðinni (séreign)
Lóðin er falleg með tyrfðum flötum og hellulögðum stéttum með hitalögnum undir og næg bílastæði eru á lóð hússins Barónsstígs megin og einnig neðan húss.
Félagsheimili Reykjavíkurborgar er í fimm mínútna göngufjartlæð að Lindargötu 59, en þar er hægt að fá heitan mat í hádeginu og ýmsa aðra þjónustu sjá nánar hér: https://reykjavik.is/lindargata-59
Íbúðirnar má aðeins selja félagsmönnum í Félagi eldri borgara (FEB), sem eru 60 ára eða eldri.
Samantekið er þetta afar björt og skemmtileg 4ja herbergja íbúð með aukinni lofthæð á vinsælum stað í miðborginni með einkabílastæði í lokaðri bílageymslu.
ALLAR UPPLÝSINGAR VEITA:
Gylfi Jens löggiltur fasteignasali og lögmaður í netfanginu gylfi@remax.is og síma 822 5124
Guðbjörg Helga löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur í netfanginu gudbjorg@remax.is og síma 897 7712