Ólafur H. Guðgeirsson og Eignamiðlun kynna: Mjög sjarmerandi mikið endurnýjað parhús á þremur hæðum ásamt garðskála. Mjög vönduð lóð með skjólveggjum, svölum með geymslu undir, sólpöllum, hellulögn og garðskála með kamínu. Samtals birt stærð 146,5 fermetrar. Mjög stutt í skóla, öll þjónusta í göngufæri. Fjögur til fimm svefnherbergi eru í húsinu.
Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur H. Guðgeirsson, MBA rekstrarhagfræðingur, lgfs. í síma 663-2508 eða olafur@eignamidlun.is. Til að undirbúa kauptilboð þá er skynsamlegt að fá söluverðmat á þinni eign, þér að kostnaðarlausu. Hringið og ræðið málið í síma 663-2508.
Smelltu hér til að sækja söluyfirlit.Húsið er bárujárnsklætt timburhús á steyptum kjallara. Gengið er inn í húsið frá Hringbraut, um fallegt hellulagt bílastæði með skjólveggjum til beggja handa. Lóðin var öll endurgerð á árinu 2021, Svava Þorleifsdóttir landslagsarkitekt teiknaði garðinn en allar framkvæmdir voru í höndum Garðaþjónustu Íslands. Lóðin er afgirt frá Hringbraut með háum timburvegg sem ætlað er að veita skjól bæði fyrir vindi og umferðarnið. Sólpallar, hellulagt bílaplan, hellur í garði og fallegt gróðurhús í bakgarði setja mikinn svip á lóðina. Gróðurhúsið er frá BK Hönnun. Snjóbræðslukerfi er undir hellulögnun en eftir er að ganga frá tengingu við heitavatnsfrárennsli hússins. Sömuleiðis eru raflagnir og tenglar í garðinum þannig að hægt er að ganga frá lýsingu. Skipt var um allan jarðveg í garðinum og settir steyptir sökklar undir gróðurhúsið. Árið 2022 var gengið frá kamínu og eftirtektarverðum skorsteini í gróðurhúsið. Samhliða endurgerð lóðarinnar á árinu 2021 voru byggðar timbursvalir við húsið, með aðgengi úr eldhúsi út í garðinn. Svalirnar teiknaði Svava Jónsdóttir arkitekt og auka þær mjög á notagildi hússins. Geymsla er undir svölunum annars vegar en hins vegar rými fyrir þrjár ruslatunnur; rafmagn er í geymslunni.
Gegnið er upp stuttar tröppur að fallegri útidyrahurð hússins, en tröppurnar voru endurmúraðar 2018. Komið er inn í flísalagða forstofu þar sem er opið áfram inn til stofu og að stiga upp á efri hæð, en öll neðri hæði hefur verið opnuð og er núna eitt opið og bjart rými, að frátöldum vegg sem skilur forstofu frá stofu. Fallegt vel búið eldhús er í innri enda stofu, með stórri hvítri innréttingu frá ALNO þar sem er svart granít á borðum, glerhurðir með ljósi í efri skápum, flísar á vegg milli skápa og ofan við efri skápa, flísar á gólfi að hluta og vönduð stór gaseldavél með háfi yfir. Úr eldhúsi/borðstofu eru stórar tvöfaldar glerdyr út á svalirnar, sem setja mikinn svip á rýmið og gerbreyta nýtingu hússins.
Stigi til efri hæðar er beint á móti forstofu, en stiginn er vandaður gamall timburstigi með flottu viðarhandriði. Undir stiganum eru dyr að kjallarastiganum.
Á efri hæð eru tvö rúmgóð herbergi og eitt minna inn af hjónaherbergi, sem nýta má sem fataherbergi. Gott skápapláss er í herbergum. Á herbergjum og gangi efri hæðar eru upprunalegar gólffjalir á gólfum. Rúmgott baðherbergi er á hæðinni, flísalagt gólf og veggir, baðkar með sturtu, vegghengt klósett, fallegur vaskur ofan á innréttingu, Vola blöndunartæki, gluggi að baklóð.
Gengið er í kjallara um brattann stiga sem er undir stiga að efri hæð. Ekki er full lofthæð í kjallara en hæðin nýtist mjög vel. Settir hafa verið nýir og stærri gluggar á sum rýmanna. Þegar komið er niður stigann er tekur við notalegt fjölskyldurými, innaf því er geymsla, en undir stiganum hafa eigendur gert snyrtingu sem nýtist mjög vel. Á sama tíma og snyrtingin var gerð, árið 2018, var þvottahúsið endurnýjað með nýjum vaski og lögnum. Útgengi er úr þvottahúsinu að baklóð eignarinnar. Útfrá fjölskyldurýminu eru tvö ágæt herbergi sem nýtt eru sem unglingaherbergi.
Eignin hefur að sögn eigenda fengið gott viðhald og umhirðu á undanförnum árum. Til viðbótar við endurnýjun lóðar sem þegar hefur verið fjallað um, var skipt um járn utan á húsinu árið 2005 eða 2006 og sett galvaniserað járn; baðherbergi efri hæðar var endurnýjað 2005; eldhús endurnýjað 2005; allir ofnar eru upprunalegir pottofnar sem hafa verið sandblásnir og hreinsaðir; hurðir hafa verið gerðar upp og lakkaðar; nýtt þak var sett á húsið 2015; skipt var um frárennsli, allar lagnir undir húsinu og sett dren í kringum húsið árið 2018.
Fasteignamat hússins er 95,3 milljónir, fasteignagjöld eru kr.293.240,- og fráveitugjöld kr.126.920,-
Falleg eign á vinsælum stað, stutt í alla þjónustu; verslanir, veitingastaði, skóla, heilsugæslu og afþreyingu af ýmsu tagi. Göngufæri við miðborgina og Háskólann, stutt í margar helstu perlur miðborgarinnar svo sem Grandann, Reykjavíkurhöfn, Tjörnina, Hljómskálagarðinn.Kostnaður kaupanda af kaupum:1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Eignamiðlun fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Kaupanda er bent á að nýta sér þjónustu fagmanna við skoðun fasteigna, en mælt er með því að kaupendur fasteigna fái óháðan fagaðila til að framkvæma formlega ástandsskoðun á eignum sem gert er tilboð í.Eignamiðlun fasteignasala | Grensásvegur 11 | 108 Reykjavík | Sími 588 9090 | www.eignamidlun.is