** Hafðu samband og bókaðu tíma fyrir skoðun - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - svanthor@fastmos.is eða 698-8555 - Theodór Emil Karlsson, löggiltur fasteignasali - teddi@fastmos.is eða 690-8040 - Steingrímur Benediktsson, löggiltur fasteignasali - steingrimur@fastmos.is eða 862-9416 ** Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Tvö einbýlishús við Helgadalsveg 10 í Mosfellsdal. Um er að ræða glæsilegt bjálkahús á tveimur hæðum með stórum bílskúr og auka einbýlishúsi á tveimur hæðum. Eignirnar eru skráðar samtals 424,8 m2, þar af er einbýli 239,5 m2, einbýli 124,6 m2 og bílskúr 60,7.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.
Stærra einbýlið skiptist í forstofu, 3 baðherbergi, eldhús, stofu, borðstofu, gang, skrifstofu, 3 svefnherbergi, sjónvarpshol, tvöfaldan bílskúr og gufubað. Auka einbýlið skiptist í forstofu, 2 svefnherbergi, eldhús, stofu, hol og 2 baðherbergi.
Húsin eru á einstökum stað í Mosfellsdal á 9.277 m2 eignarlóð sem er aðeins 5 mínútum frá Mosfellsbæ. Heimilt er að byggja annað húsnæði, t.d. hesthús, gróðurhús eða iðnaðarhús allt að 500 m2. Stór timburverönd með heitum potti. Timburverönd er ca 500 m2, úr rásuðu lerki. Glæsilegt útsýni í allar áttir. Húsin eru byggð árið 2020 og 2021. Stærra einbýlið:Neðri hæð:
Forstofa er með flísum á gólfi og gólfhita.
Baðherbergi er rúmgott og með flísum á gólfi, vegghengdu salerni, handklæðaofn, sturtu og innréttingu með frístandandi vask.
Eldhús er með fallegri innréttingu og eyju með stein á borði. Í innréttingu er gas helluborð, háfur og ofn.
Stofa/borðstofa er í stóru opnu rými með flísum á gólfi. Úr stofu er gengið út á
timburverönd í suðurátt og með heitum potti.
Gangur er með fataskáp, hillum og flísum á gólfi. Við enda gangsins er útgengt út á timburverönd.
Skrifstofa er í opnu rými með rennihurð og flísum á gólfi.
Bílskúr er tvöfaldur og mjög rúmgóður (skráður 60,7 m2). Í bílskúr er innrétting fyrir þvottavél og þurrkara.
Svefnherbergi er með flísum á gólfi.
Baðherbergi er með vegghengdu salerni og sturtu. Úr baðherbergi er aðgengi í
gufubað og út á timburverönd.
Efri hæð: Á efri hæðinni eru
tvö svefnherbergi, sjónvarpshol og baðherbergi.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og frístandandi baði, vegghengdu salerni, innréttingu, handklæða ofn og 'walk in' sturtu.
Sjónvarpshol er í opnu rými. Úr rýminu er gengið út á
svalir í suðurátt.
Auka einbýlið:Neðri hæð:
Forstofa er með flísum á gólfi.
Svefnherbergi er með fataskáp.
Baðherbergi er með sturtu, vegghengdu salerni, handklæða ofn og innréttingu. Flísar á gólfi.
Eldhús er með fallegri innréttingu. Í innréttingu er ofn, helluborð, vifta, innbyggður ísskápur og uppþvottavél.
Stofa er í opnu rými með eldhúsi. Úr stofu er gengið út á
timburverönd í suðurátt.
Efri hæð: Á efri hæð er rúmgott
rými með aðgengi að
svölum í suðurátt.
Svefnherbergi er mjög rúmgott og innaf því er
baðherbergi með vegghengdu salerni og handklæða ofn.
Verð kr. 249.900.000,-