Fasteignaleitin
Skráð 13. mars 2025
Deila eign
Deila

Ásholt 3

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Mosfellsbær-270
367.6 m2
7 Herb.
4 Svefnh.
3 Baðherb.
Verð
189.000.000 kr.
Fermetraverð
514.146 kr./m2
Fasteignamat
154.350.000 kr.
Brunabótamat
140.650.000 kr.
Mynd af Svanþór Einarsson
Svanþór Einarsson
Byggt 1973
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2082774
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Síðan húsið var byggt
Raflagnir
Síðan húsið var byggt
Frárennslislagnir
Búið er að skipta um dren á vesturhlið hússins
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Þak
Búið að endurnýja járn á þaki
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Verönd
Lóð
100
Upphitun
Sérhiti
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Móða í víða glerjum. Opnalegu fögin eru léleg. Þakrennur eru lélegar
Kvöð / kvaðir
Eignarheimild, sjá skal nr. 411-R-008469/19A. Staðf. á lóðarúthlutun.
Ath. Birt stærð eignarinnar skv. Þjóðskrá Íslands eru 321,8 m2, þar af íbúð á hæð 134,8 m2, íbúðarherbergi í kjallara 134,8 m2 og bílskúr 52,2 m2.  Búið er að byggja 17,8 m2 forstofu við húsið og ca. 28 m2 sólskála sem ekki er skráð. 
Ekki eru til samþykktar teikningar af neðri hæðinni.
 
** Hafðu samband og bókaðu tíma fyrir skoðun -  Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - svanthor@fastmos.is eða 698-8555 - Theodór Emil Karlsson, löggiltur fasteignasali - teddi@fastmos.is eða 690-8040 - Steingrímur Benediktsson, löggiltur fasteignasali - steingrimur@fastmos.is eða 862-9416 **

Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: 2ja hæða einbýlishús ásamt aukaíbúð á neðri hæð með sérinngangi.  Yfirbyggð sundlaug m/heitum potti, nýtt sem sólskáli í dag ásamt fallegum garði við Ásholt 3 í Mosfellsbæ. Aukaíbúð í kjallara með sérinngangi sem gefur möguleika á góðum leigutekjum. Auka íbúðin er öll nýstandsett, nýtt eldhús, baðherbergi og þvottahús.
 
Birt stærð eignarinnar skv. Þjóðskrá Íslands eru 321,8 m2, þar af íbúð á hæð 134,8 m2, íbúðarherbergi í kjallara 134,8 m2 og bílskúr 52,2 m2. Búið er að byggja 18 m2 forstofu við húsið og 28 m2 sólskála sem ekki er skráð. Heildarstærð eignarinnar eru 367 m2.
 
Aðkoma er að húsinu á efri hæð, sem skiptist í hol, stóra borðstofu og stofu með arni, eldhús, forstofu, þvottahús, þrjú til fjögur svefnherbergi, baðherbergi með sturtu og baðkari og gestasalerni. Á neðri hæð er rúmgott gluggalaust rými sem áður var notað sem hobbý herbergi en í dag nýtt sem stór geymsla.
Sérinngangur er í aukaíbúðina á vesturhlið hússins. Um er að ræða tveggja herberja íbúð sem skiptist í herbergi, forstofu, baðherbergi, eldhús og stofu.
Frábær staðsetning og glæsilegt útsýni. Lóðin, sem snýr að mestu í suður er glæsileg og skjólgóð með miklum trjágróðri, timburverönd. 28 m2 yfirbyggð sundlaug sem er nýtt sem sólskáli í dag með heitum potti.


Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax

Nánari lýsing:
Komið er inn í forstofu með náttúruflísum á gólfi. Inn af forstofu er þvottahús og úr því er innangengt inn í eldhús. Úr forstofu er komið inn í hol. Þar á vinstri hönd er stórt svefnherbergi (var áður tvö svefnherbergi). Á hægri hönd er flísalagt gestasalerni. Í holi er stigi niður á neðri hæðina. Á vinstri hönd úr holi er svefnherbergisgangur. Þar er barnaherbergi, hjónaherbergi með fataskápum og flísalagt baðherbergi með baðkari og sturtu. Á hægri hönd úr holi er komið inn í stóra
stofu með fallegum arni og borðstofu. Úr borðstofu er komið inn í eldhús með stórri innréttingu með eyju. Í innréttingu er gashelluborð, ofn og háfur. Gert er ráð fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingu. Parket er í svefnherbergi og stofum en eldhús, þvottahús, baðherbergi og forstofa eru flísalögð. Úr stofu er gengið út á stóra timburverönd og fallegan suðurgarð. Í garði er 28 m2 yfirbyggð sundlaug sem er nýtt sem sólskáli með heitum potti.

Við hlið íbúðarhúss er rúmgóður 52,2 m2 bílskúr með útgengi út í garð og garðskála. Yfir bílskúrnum er geymsla. Bílaplan fyrir framan húsið er steypt og svo hellulagt yfir sem og gönguleið að húsi eru hellulögð með snjóbræðslu. Húsið er staðsteypt hús á tveimur hæðum, loftplata yfir efri hæð er steypt, aðkoma er úr bílskúr upp á loft yfir efri hæð. Neysluvatns- og ofnalagnir eru í stokkum á neðri hæð. Fallegt útsýni er frá húsinu að Esjunni.
 
Á neðri hæðinni er íbúð með sérinngangi. Íbúðin er öll endurnýjuð. Gengið er inn í forstofu. Á vinstri hönd í forstofu er baðherbergi með rúmgóðri sturtu, inn af baðherbergi er lítið þvottahús. Á hægri hönd úr forstofu er gengið inn í opið rými með eldhúsi og stofu. Inn af eldhúsinu er rúmgott herbergi.

Skv. eiganda er búið að skipta um dren á vesturhlið hússins, setja nýja útidyrahurð og glugga í íbúð á neðri hæð og búið er að endurnýja járn á þaki. Nýtt þak er á sólskálanum. 

Verð kr. 189.000.000,- 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
23/01/201880.250.000 kr.81.900.000 kr.321.8 m2254.505 kr.
29/04/201461.250.000 kr.57.500.000 kr.321.8 m2178.682 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 1973
52.2 m2
Fasteignanúmer
2082774
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
18.550.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
17.8 m2
Fasteignanúmer
2082774
28 m2
Fasteignanúmer
2082774
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin