RE/MAX og Guðrún Lilja löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Einstaklega falleg og töluvert endurnýjuð tveggja herbergja 66,2 fm. eign á jarðhæð með verönd út í garð í góðu þríbýlishúsi við Drápuhlíð 30, Reykjavík. Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, borðstofu og stofu, mjög rúmgott svefnherbergi með fataherbergi, baðherbergi, sérgeymslu og sameiginlegt þvottahús í sameign.
Falleg og vel skipulögð eign á eftirsóttum og barnvænum stað í Hlíðunum. Stutt er í alla helstu þjónustu og verslanir, leik- og grunnskóla. Eign sem vert er að skoða. KÍKTU Í HEIMSÓKN OG SJÁÐU EIGN Í 3D MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR
FÁÐU SÖLUYFIRLIT MILLILIÐALAUST MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉRNánari upplýsingar veitir Guðrún Lilja Tryggvadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 867-1231, gudrunlilja@remax.isNánari lýsing:Forstofa er parketlögð þar sem gengið er inní helstu rými íbúðar.
Eldhús er með fallegum hvítum innréttingum með flísum á milli skápa. Helluborði, viftu og bökunarofni. Einstaklega gott skápapláss og stórir bjartir gluggar.
Borðstofa og stofa er parketlögð í björtu og opnu rými með
útgengt út á verönd og sameiginlegan
garð til suðurs.
Svefnherbergi er parketlagt, mjög rúmgott og með
fataherbergi.Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, með fallegri hvítri nýlegri innréttingu með góðum speglaskáp, salerni, handklæðaofni og góðum sturtuklefa.
Sérgeymsla er staðsett í sameign um 2,0 fm. að stærð ásamt
sameiginlegu þvottahúsi á sömu hæð, mjög gott aðgengi frá íbúð.
Garður er sameiginlegur, stór og gróinn.
Framkvæmdir síðustu ára að sögn seljanda:2023-2024 var húsið steinað, svalir og tröppur steyptar upp og jafnframt settar nýjar útidyrahurðir. Einnig var skipt um alla glugga og gler í sameign ásamt því að sameign var máluð og skipt um viftu í þvottahúsi.
Garður hefur jafnframt verið yfirfarinn, settar nýjar grasþökur og nýtt grindverk. 2019 var húsið drenað og skólplagnir fóðraðar sem og skipt um glugga og gler sunnanmegin. Þakjárn endurnýjað fyrir um 10 árum.
2022 voru sett ný gólefni á íbúð, vandað harðparket ásamt því að rafmagn var yfirfarið og sett ný rafmagnstafla, einnig var skipt um tengla og rofa. Ofnalagnir yfirfarnar. Baðherbergi endurnýjað að hluta 2019-2020.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.