Fasteignaleitin
Opið hús:27. feb. kl 17:00-17:30
Skráð 24. feb. 2025
Deila eign
Deila

Eskihlíð 22

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
64 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
59.900.000 kr.
Fermetraverð
935.938 kr./m2
Fasteignamat
52.700.000 kr.
Brunabótamat
32.050.000 kr.
Mynd af Hafdís Rafnsdóttir
Hafdís Rafnsdóttir
Fasteignasali
Byggt 1957
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2030461
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
0
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
ástand ekki vitað
Raflagnir
dregið í nýtt í íbúð ca 2014
Frárennslislagnir
skolp fóðrað 2014
Gluggar / Gler
tvöfalt gler
Þak
þak yfirfarið og málað 2017
Upphitun
hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignasalan TORG kynnir til sölu fallega 64 fermetra 3ja herbergja íbúð í kjallara í Eskihlíð í Reykjavík. Íbúðin skiptist í forstofu, stofu og eldhús í alrými, tvö svefnherbergi, baðherbergi og sérgeymslu í sameign. Árið 2021 var gólfefni endurnýjað á aðalrýmum og 2022 flísar á gólfi á baðherbergi og þá var einnig stigagangur málaður og skipt um teppi. Eftirsótt staðsetning þar sem stutt er í heilsugæslu, leikskóla ásamt grunn og menntaskóla. Einnig eru miðbær, kringlan og nauthólsvík öll í göngufæri. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.is

Nánari lýsing. Forstofa: Komið er inn á forstofu, hol með með harðparketi á gólfi og tveimur fataskápum/geymslum.
Eldhús og stofa mynda alrými með harðparketi á gólfum og hvíttlakkaðri innréttingu með nýlegum vaski og blöndunartækjum og tengi fyrir uppþvottavél. Bakaraofn og helluborð með háf yfir.
Svefnherbergin eru tvö, bæði með harðparketi á gólfi og í hjónaherbergi er þrefaldur fataskápur sem fylgir með.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og á veggjum að hluta ásamt innréttingu og baðkari með sturtuaðstöðu og opnanlegum glugga.
Sérgeymsla er í sameign sem fylgir eigninni.
Sameign Er snyrtileg, skipt var um teppi og hún máluð 2021. Í kjallara er hjóla- og vagnageymsla, auk sameiginlegs þvottahúss. Hitakompa er nýtt sem dekkjageymsla. Falleg eign og hentug fyrstu kaup. 

Yfirlit yfir helstu framkvæmdir á íbúð og húsi:
Fyrir ca 10 árum voru innréttingar í eldhúsi, eldhús og hluti af baði endurnýjuð, á sama tíma var dregið nýtt rafmagn í íbúð. Árið 2014 var aðalskolplögn endurnýjuð/fóðruð. Eldhús var fært í alrými og annað svefnherbergið var áður eldhús. 
2017 Þak yfirfarið og málað 
2018 Sameign og kjallari yfirfarin og máluð 
2019 Skipt út gleri í íbúð, fyrir utan baðherbergi og máluð að innan. 
2020 Að utan: Húsið er steinað og yfirfarið 2020, múrviðgert, málað og skipt var um þá glugga sem þurfti. 
2021 skipt um gólfefni á íbúð
2022 flísar settar á gólfi á baðherbergi og stigagangur málaður og skipt um teppi.

Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan TORG bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á. 
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
04/01/202134.900.000 kr.36.900.000 kr.64 m2576.562 kr.
26/07/201724.300.000 kr.31.500.000 kr.64 m2492.187 kr.
22/01/200815.470.000 kr.17.400.000 kr.64 m2271.875 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Borgartún 24 íb.305
Borgartún 24 íb.305
105 Reykjavík
57.1 m2
Fjölbýlishús
211
1084 þ.kr./m2
61.900.000 kr.
Skoða eignina Hátún 6
Opið hús:26. feb. kl 17:00-17:30
Skoða eignina Hátún 6
Hátún 6
105 Reykjavík
63.6 m2
Fjölbýlishús
21
942 þ.kr./m2
59.900.000 kr.
Skoða eignina Mávahlíð 20
Opið hús:27. feb. kl 17:30-18:00
Skoða eignina Mávahlíð 20
Mávahlíð 20
105 Reykjavík
50.1 m2
Fjölbýlishús
211
1196 þ.kr./m2
59.900.000 kr.
Skoða eignina Borgartún 24 - íbúð 302
Borgartún 24 - íbúð 302
105 Reykjavík
61.9 m2
Fjölbýlishús
211
1000 þ.kr./m2
61.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin