Guðmundur Þór Júlíusson og Ástþór Reynir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu:
Björt og rúmgóð tveggja herbergja íbúð á frábærum stað í góðu fjölbýlishúsi í Eskihlíð 12A, 105 Reykjavík. Eignin telur 56,1 fm auk sér geymslu í kjallara hússins. Skipulag telur, Forstofu, svefnherbergi, baðherbergi, ásamt eldhúsi, borðstofu, stofu og útgengi á góðar svalir.
Bókið skoðun hjá Gumma Júl í síma 858-7410 eða með tölvupósti á netfangið gj@remax.is eða á Ástþór Reyni í síma 899-6753 eða með tölvupósti á netfangið arg@remax.is
Nánari lýsing eignar:
Anddyri parketlagt með fatahengi.
Eldhús er parketlagt með fallegri hvítri innréttingu, neðriskápar, ísskápur, eldavél, möguleiki er að setja upp tengi fyrir uppþvottavél / þvottavél.
Stofa og Borðstofa Úr stofu er útgengi á rúmgóðar svalir sem snúa í suð-vestur, frá stofu er mjög fallegt útsýni.
Hjónaherbergi er parketlagt og með rúmgóðum fataskápum.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, walk-in sturta. Innrétting með hvítum vask, spegli og góðu skápaplássi.
Sameign er snyrtileg og vel um gengin. Í sameign er bjart þvottahús á jarðhæð fyrir fyrstu 2. hæðirnar (efstu tvær hæðirnar eru með sér þvottahús í risi). Í sameign er einnig hjóla- og vagnageymsla og útgengt út í stóran sameiginlegan garð. Ljósleiðari er í húsinu. Aðkoman að húsinu er snyrtileg og gott aðgengi er að bílastæðum fyrir framan blokkina.
Um er að ræða flotta eign í barnvænu hverfi. Snyrtilegt umhverfi og stutt göngufæri er í leikskóla, skóla, heilsugæslu og ýmsa þjónustu. Eignin er mjög miðsvæðis og í göngufæri við miðborgina, Klambratún, Kringluna, Öskjuhlið og Valsheimilið.
Eigninni hefur verið vel viðhaldið síðustu ár:
2017-2018: Múrviðgerðir á blokk, blokk máluð ásamt gluggum, dren endurnýjað við blokkina, stétt fyrir framan blokk endurnýjuð ásamt snjóbræðslu.
2025: Samkvæmt yfirlýsingu húsfélags: í vinnslu, áætluð verklok eru í október 2025. Í framkvæmdum verður þakjárn, ásamt fylgihlutum þess, timbur undir þakjárni, þakrennur og allir þakgluggar endurnýjaðir. Gluggar og svalarhurðir hjá um 50% af íbúum blokkar verður einnig endurnýjað. Flísar á svölum fjarlægðar þar sem á við, öll svalargólf blokkar verða alhreinsuð, filtuð, sílanborin og máluð. Að lokum framkvæmdum verður gert við skemmdir á blokk og hún máluð ásamt öllum gluggum.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir:
Guðmundur Þór Júlíusson löggiltur fasteignasali í síma 858-7410 eða gj@remax.is
Ástþór Reynir löggiltur fasteignasali í síma 899-6753 eða arg@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.