BYR fasteignasala kynnir í einkasölu BLÓMVANGUR 2 ÍBÚÐ 204, Egilsstöðum. Íbúð á annarri hæð í þriggja hæða fjölbýlishúsi í miðsvæðis á Egilsstöðum.
Stutt í alla almenna þjónustu, útsýni. Smellið hér fyrir staðsetningu.Húsið er steypt fjölbýlishús byggt árið 2005, eignin skiptist í íbúð, 63.2 m² og geymslu 8.3 m² samtals 71.5 m² samkvæmt fasteignayfirliti HMS.
Skipulag Íbúðar: Forstofa, alrými með eldhúsi, borðstofu og stofu, svefnherbergi, baðherbergi.
Í sameign: Sér geymsla, þvottahús, hjóla- og vagnageymsla og sorpgeymsla.
Nánari lýsing: Forstofa með fatahengi og skóhirslu, flísar á gólfi.
Gangur liggur innan við forstofu að öðrum rýmum íbúðar.
Alrými með eldhúsi, borðstofu og stofu. Útgengt er úr stofu út á svalir.
Eldhús með upprunalegri innréttingu, helluborð, ofn, vifta og stálvaskur, uppþvottavél og ísskápur fylgir.
Tengi er fyrir þvottavél þar sem uppþvottavél er í eldhúsinnréttingu.
Svefnherbergi með fataskáp.
Baðherbergi, nýleg sturta með sturtubotni og tveimur glerhurðum, vegghengt salerni, vaskinnrétting og lítill veggskápur, flísar á gólfi.
Gólfefni: Alrými, svefnherbergi og gangur, harðparketi frá Þ.Þorgrímssyni. Flísar á forstofu og baðherbergi.
Á jarðhæð í kjallara er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla, ásamt sameiginlegri þvottaaðstöðu.
Sér geymsla 8,3 m² í kjallara. Málað gólf í sameign í kjallara.
Íbúðin var endurnýjuð að hluta til árið 2020:Skipt var um svalarhurð og opnanlegt fag í stofu. Nýtt harðparket lagt á íbúðina frá Þ.Þorgrímssyni.
Innveggir voru heilspartlaðir og málaðir af málarameistara.
Helluborð endurnýjað og blöndunartæki í eldhúsi, ásamt því að sett var upp tengi fyrir þvottavél í eldhúsi.
Sturtuhorn endurnýjað, nýjar fíboplötur í sturtuhorni á vegg, ný blöndunartæki og sturtubotn.
Húsið Blómvangur 2 er steypt þrjár hæðir og kjallari með tveimur utanáliggjandi stigahúsum. Tuttugu og þrjár íbúðir eru í húsinu.
Þak er flatt hefðbundið viðsnúið með pappa og fargi. Hellulögð stétt liggur að stigahúsum, malbikuð bílastæði, lóð er frágengin.
Lóð er sameiginleg 2.740,2 m² leigulóð í Múlaþings.
Skráning eignarinnar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:
Fastanúmer 227-8155. Blómvangur 2 Múlaþing.Stærð: Íbúð 63.2 m², geymsla 8.3 m². Samtals 71.5 m².
Brunabótamat: 38.950.000 kr.
Fasteignamat: 33.050.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat 2026: 39.350.000.
Byggingarár: 2005.
Byggingarefni: Steypa
Eignarhald. 01 0204 - Séreign
01 0018 Geymsla 8.3 Brúttó m². 01 0204 Íbúð 63.2 Brúttó m². 01 0211 Svalir 10.2 Brúttó m².