Hraunhamar fasteignasala og Helgi Jón Harðarson sölustj. s. 893-2233, helgi@hraunhamar.is kynna: Afar rúmgóða, bjarta og fallega 5 herbergja efri hæð í 2-býli á þessum vinsæla stað í Úlfarsárdalnum. Tvennar svalir, í suður og norður. Útsýni. Eignin er laus strax til afhendingar.
Staðsetning er góð í hverfinu, m.a. stutt í skóla, íþróttahús, útivist ofl. Eignin er skráð samtals 154 fm skv. FMR Þrú rúmgóð svefnherbergi og fjórða herbergi er til staðar (á kostnað geymslu). Þetta er áhugaverð eign sem vert er að skoða.Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.Eignin skiptist m.a. þannig:Neðri hæð: Gengið er inn á neðri hæð/jarðhæð, sérinngangur, forstofa, hol, rómgóð geymsla með gluggga,
(getur verið unglingaherbergi)Efri hæð: Teppalagður steyptur stigi upp á efri hæðina, hol, björt rúmgóð
stofa/borðstofa og opið inn í eldhús, (allt í opnu rými) dökk innrétting og góð tæki.
Rúmgóðar svalir í suður frá stofu en stórir gólfsíðir gluggar prýða m.a. stofurýmið. Stórt
svefnherbergi með fataherbergi inn af og innangengt þaðan í rúmgott
glæsilegt baðherbergi með fínni sturtuaðstöðu og baðkari, fallegri ljósri innréttingu, flísar í hólf og gólf. Gluggi.
Frá holi er líka innangengt í baðherbergið.
Svefnálma: Tvö rúmgóð barnaherbergi með skáp.
Stórt þvottaherbergi með innréttingu og vaski. (getur nýst sem geymsla að hluta líka) Útgengt er út á
n-svalir frá svefnganginum.
Harðparket á gólfum.Tvennar svalir.
Hiti í gólfum.Sameiginlegur garður í suðurátt.
Nánari upplýsingar veita Helgi Jón Harðarson sölustj. s. 893-2233, helgi@hraunhamar.is
og Ársæll Steinmóðsson, löggiltur fasteignasali, s. 896-6076, arsaell@hraunhamar.isSkoðunarskylda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. Þjónustusamningi
Hraunhamar er ein af elstu fasteignasölum landsins, stofnuð 1983 og fagnar því 41 ára afmæli á árinu 2024.
Hraunhamar í farabroddi í 41 ár! – Hraunhamar.is