Fasteignaleitin
Skráð 8. okt. 2025
Deila eign
Deila

Grjótasel 19

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Breiðholt-109
251.6 m2
8 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
122.000.000 kr.
Fermetraverð
484.897 kr./m2
Fasteignamat
126.000.000 kr.
Brunabótamat
113.400.000 kr.
GM
Gabríel Máni Hallson
Eignir í sölu
Byggt 1978
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2054477
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer íbúðar
10101
Vatnslagnir
Upphaflegar
Raflagnir
Upphaflegar
Svalir
1
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging

Miklaborg kynnir: Einstakt einbýlishús á þremur hæðum eftir Jes Einar Þorsteinsson, arkitekt, á friðsælum stað í Seljahverfinu. Húsið er samtals 251,6 fermetrar og var byggt árið 1978. Umhverfi hússins er gróðursælt og stór tré umkringja húsið á öllum hliðum. Húsið sjálft er í sama anda og helstu verk Jes Einars en sem dæmi mætti nefna Skeiðalaug í Brautarholti.


Bókið einkaskoðun hjá Þresti Þórhallssyni löggiltum fasteignasala í síma 897-0634 eða throstur@miklaborg.is eða Gabriel Mána Hallssyni löggiltum fasteignasala í síma 772-2661 eða gabriel@miklaborg.is

Nánari lýsing:

Húsið er á þremur hæðum og gengið er inn á miðhæðina sem kölluð er götuhæð. Neðsta hæðin er garðhæð og efsta þakhæð. Hér er hverri hæð lýst nánar og gott er að skoða myndirnar til að átta sig á skemmtiegu og listrænu skipulagi hússins.

Gengið er inn á götuhæð en hún skiptist í tvö svefnherbergi, vinnurými, baðherbergi og bílskúr. Úr anddyri er hægt að ganga út á litlar svalir sem snúa út í garðsvæði við suðurhlið hússins.

Á þakhæð hússins er vinnustofa ásamt stórum þakgarði. Á þakinu er torf en á þakgarðinum er möl og hellulagt.

Íverurýmin, eldhús og stofa eru á garðhæðinni en þaðan er hægt að ganga út á verönd. Aflíðandigarðveggur liggur út frá húsinu í spíral og endar í litlu hringlaga keri, sem atti upphaflega að vera lítil laug. Garðveggurinn myndar skjólgott útiverurými. Stofan er í norðvestur hluta hússins og er gólfi hennar lyft lítillega. Á jarðhæð eru einnig búr og þvotthús inn af eldhúsi, salerni og vinnuhol sem er teiknað sem herbergi. Tvöfaldur arinn er í húsinu sem hægt er að kveikja upp í bæði innan– og utandyra, annars vegar í stofunni og hins vegar úr garðsvæðinu. Yfir arinstofunni er stórt op á milli jarðhæðar og garðhæðar og götuhæðar sem er í laginu eins og hálfhringur en opinu er lokað með stálneti sem hægt er að sitja á.

Innandyra eru veggir ýmist úr grófslípaðri steypu sem er lökkuð eða pússaðir og málaðir. Loftin eru steypt og sum staðar máluð. Í gluggum og hurðum er degli (oregon pine) sem er í dag svartmálaður utandyra en lakkaður innandyra. Sumir gluggar eru felldir beint í steinkarma og áfellur settar innandyra. Birki parket er á gólfum. Stiginn er úr timbri og stigahúsið er málað dökkrautt. Á syðsta horni hússins er áhugaverður horngluggi sem setur svip á götuhliðina.


Um er að ræða dánarbú og óska seljendur eftir tilboði í eignina.

 

Nánari upplýsingar veita:

Þröstur Þórhallsson löggiltur fasteignasali í síma 897-0634 eða throstur@miklaborg.is

Gabriel Máni Hallsson löggiltur fasteignasali í síma 772-2661 eða gabriel@miklaborg.is

Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Grjótasel 19
IMG_1068.JPG
Skoða eignina Grjótasel 19
Grjótasel 19
109 Reykjavík
251.6 m2
Einbýlishús
824
485 þ.kr./m2
122.000.000 kr.
Skoða eignina Brekkusel 1
Skoða eignina Brekkusel 1
Brekkusel 1
109 Reykjavík
228.7 m2
Raðhús
837
511 þ.kr./m2
116.900.000 kr.
Skoða eignina Kambasel 55
Skoða eignina Kambasel 55
Kambasel 55
109 Reykjavík
223.9 m2
Raðhús
524
549 þ.kr./m2
122.900.000 kr.
Skoða eignina Kambasel 47
Bílskúr
Skoða eignina Kambasel 47
Kambasel 47
109 Reykjavík
218.7 m2
Fjölbýlishús
624
546 þ.kr./m2
119.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin