Fasteignaleitin
Skráð 18. sept. 2024
Deila eign
Deila

Heiðvangur 11

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Hafnarfjörður-220
271 m2
8 Herb.
5 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
159.900.000 kr.
Fermetraverð
590.037 kr./m2
Fasteignamat
153.850.000 kr.
Brunabótamat
122.250.000 kr.
Mynd af Björgvin Þór Rúnarsson
Björgvin Þór Rúnarsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1974
Þvottahús
Garður
Gæludýr leyfð
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2075231
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegar/skipt um að hluta
Raflagnir
Skipt um að hluta.
Frárennslislagnir
Upprunalegar/ skipt um að hluta.
Gluggar / Gler
Upprunalegt
Þak
Nýtt þak og þakkantur uppgerður
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Upphitun
Gólfhiti og danfoss
Inngangur
Tveir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
***Möguleiki á rúmgóðri aukaíbúð á neðri hæð hússins með sér inngangi***
Björgvin Þór Rúnarsson lgf, Hrönn Ingólfsdóttir lgfs s: 692-3344 og Fasteignaland fasteignasala kynna afar glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum, með möguleika á aukaíbúð á neðri hæð hússins, innst í botnlanga við Heiðvang 11 í Hafnarfirði. 


Húsið er staðsett innst í botnlanga í grónu og fallegu hverfi, örstutt frá leikskóla, grunnskóla, verslunum og annarri þjónustu. Húsið hefur fengið reglubundið viðhald og endurbætur á síðustu árum.  Í eigninni eru fimm rúmgóð svefnherbergi, þrjú á efri hæð og tvö á neðri, stór og glæsileg stofa með Drápuhlíðargrjóti sem prýðir arininn. Tvö rúmgóð baðherbergi auk gestasalernis, fallegt eldhús með hvítri innréttingu.
Bílskúrinn er stór og rúmgóður með gryfju og undir hluta hans er geymsla sem ekki er inni í fermetratölu. Garðurinn er stór og fallegur með nýlegum heitum potti. 
Lítið mál að útbúa ibúð á neðri hæðinni með sérinngangi og tveimur svefnherbergjum.

Nánari lýsing:
Forstofa: Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og innfelldu fatahengi.
Gestasalerni: Inn af forstofunni er gestasalerni með upphengdu salerni og vaski.
Hol: Þegar komið er inn úr forstofunni er komið inn í stórt og bjart hol sem er eins konar miðja hússins. Úr holinu er gengið inn í svefnálmuna,  í stofuna og eldhúsið. Parket á gólfum.
Eldhús: Eldhúsið er stórt með mikilli og góðri innréttingu. Innrétting er á tvo veggi með efri og neðri skápum,eyjan er á færanleg (á hjólum). Granít á borðum.
Þvottaherbergi: Þvottaherbergi er inn af eldhúsinu. Hægt er að ganga út úr þvottaherberginu út á lóðina fyrir aftan húsið.
Baðherbergi: Aðalbaðherbergið er fallega endurnýjað með glæsilegum marmar á borðplötu, stór og góð sturta ásamt baðkari. Falleg eikar innrétting. Salernið er upphengt og opnanlegur gluggi er í rýminu.
Á efri hæð eru þrjú stór svefnherbergi öll með parketi á gólfi. Góðir fataskápar eru í tveimur af þremur herbergjunum en auka fataskápar eru til sem hægt er að bæta við ef aðilar vilja.
Svalir til austurs eru út úr hjónaherbergi. Hiti í gólfum í anddyri og á öllum baðherbergjum.
Á neðri hæð eru tvö stór svefnherbergi, tölvuherbergi, gott alrými og útgangur í heitan pott á baklóð. Fallegt uppgert baðherbergi með stórri sturtu og gufu.
Allar lagnir fyrir eldhús eru í tölvuherberginu þar sem hægt væri að koma fyrir snotru eldhúsi ef fólk vill nýta sér það til að loka neðri hæðina af sem séríbúð (sérinngangur á baklóð)
Gluggar á áveðurshlið / austur, þarfnast viðhalds.
Nánari upplýsingar og bókun skoðunar veitir Hrönn Ingólfsdóttir í síma 692 3344 eða hronn@fasteignaland.is.

Endurbætur á síðustu árum að sögn eiganda:
Nýtt þak og þakkantur uppgerður / Ný 3ja fasa rafmagnstafla í bílskúr.
Eldhúsinnrétting að hluta / Öll baðherbergi endurnýjuð.
Gler endurnýjað að hluta / Bílskúrshurðir og aðrar útihurðar að hluta.
Hleðslustöð / Ný hitaveitugrind / heitur pottur og stýringar.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignaland fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  • Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  • Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  • Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  • Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  • Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
15/10/200741.960.000 kr.75.000.000 kr.271 m2276.752 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Fjóluhvammur 9
Skoða eignina Fjóluhvammur 9
Fjóluhvammur 9
220 Hafnarfjörður
270.9 m2
Einbýlishús
615
626 þ.kr./m2
169.500.000 kr.
Skoða eignina Lindarberg 12
Bílskúr
Skoða eignina Lindarberg 12
Lindarberg 12
221 Hafnarfjörður
270.8 m2
Raðhús
635
572 þ.kr./m2
155.000.000 kr.
Skoða eignina Hlíðarás 5
Bílskúr
Skoða eignina Hlíðarás 5
Hlíðarás 5
221 Hafnarfjörður
237.5 m2
Raðhús
725
631 þ.kr./m2
149.900.000 kr.
Skoða eignina Fjóluás 16
Bílskúr
Skoða eignina Fjóluás 16
Fjóluás 16
221 Hafnarfjörður
286.2 m2
Raðhús
624
594 þ.kr./m2
169.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin