Fasteignaleitin
Skráð 11. nóv. 2024
Deila eign
Deila

Blönduhlíð 27

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
86 m2
4 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
64.900.000 kr.
Fermetraverð
754.651 kr./m2
Fasteignamat
61.550.000 kr.
Brunabótamat
43.250.000 kr.
Byggt 1950
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2031203
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
0
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjaðar að hluta 2022
Raflagnir
Frá því húsið var byggt
Frárennslislagnir
Endurnýjað 2022
Gluggar / Gler
Endurnýjað gler að hluta
Þak
Yfirfarið og skipt um járn
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Íbúðin hefur verið í útleigu undanfarin ár og þarfnast vægs viðhalds, .s.s. málningar, festingar lista og þrifa.
Fasteignasalan TORG KYNNIR: Töluvert endurnýjuð og björt fjögurra herbergja íbúð með sérinngangi sem skiptist í tvö svefnherbergi og tvær stofur í afar fallegu og mikið endurnýjuðu fjórbýlishúsi í Hlíðunum sívinsælu. Íbúðin er á neðstu hæð, lítið niðurgrafinn með stórum gluggum og snýr í austur og suður og er því mjög björt. Skv. upplýsingum frá seljanda voru frárennslislagnir undir húsinu endurnýjaðar fyrir tveimur árum, sem og brunnur úti í lóð. Áður var járn á þaki endurnýjað og þeir gluggar í sameign sem þurfti. Þá var farið yfir tréverkið í þakinu og skipt um það sem þurfti. Á sama tíma voru þakrennur einnig skoðaðar og lagaðar eftir þörfum. Húsið hefur verið endursteinað að utan árið 2002 og lítur mjög vel út að utan. Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Kristín Tómasdóttir, löggiltur fasteignasali, s. 837-8889 og johanna@fstorg.is
Sækja söluyfirlit hér


NÁNARI LÝSING: 
Forstofa/forstofugangur: Komið er inn um sérinngang í flísalagða forstofu. Við tekur  flísalagður forstofugangur sem tengir öll rými.
Stofa: Tvær samliggjandi stofur í enda íbúðarinnar, bjartar og rúmgóðar. Plastparket á gólfum. Innbyggðir upprunalegir skápar í fremri stofunni og inn af henni er annað svefnherbergjanna. 
Eldhús: Endurnýjað um 15 árum síðan. Dökk L-laga innrétting með ljósri borðplötu og flísum á  milli skápa. Harðparket á gólfi. 
Baðherbergi: Endurnýjað þegar frárennslilagnir voru endurnýjaðar fyrir 2 árum. Þá voru allar lagnir endurnýjaðar, settur nýr sturtuklefi og innrétting við vask. Þá var gólfið flísalagt að nýju.  
Svefnherbergi 1: Rúmgott herbergi með lausum skáp sem fylgir. Harðparket á gólfi.
Svefnherbergi 2: Innaf fremri stofu með harðparketi á gólfi. 
Þvottahús: Sameiginlegt þvottahús í sameign. Gengið inn af forstofugangi.  
Geymsla: Útigeymsla undir tröppum fylgir þessari íbúð. 
Garður: Sameiginlegur garður.  
Viðhald: Fyrir nokkrum árum var þakjárn endurnýjað og farið yfir tréverkið eins og þurfa þótti. Þakrennur voru yfirfarnar í leiðinni. Frárennslislagnir undir húsinu voru endurnýjaðar fyrir tveimur árum, sem og brunnur úti í lóð. Húsið steinað að utan fyrir árið 2002 og árið 2018 var gerð úttekt á múr hússins og hann metinn í lagi. Íbúðin sjálf var endurnýjuð að hluta, bæði eldhús og bað í kringum 2010 og enn frekar fyrir tveimur árum þegar allar lagnir á baði voru endurnýjaðar,gólf flísalagt,  settur nýr sturtuklefi og innrétting við vask.
Töluvert endurnýjuð fjögurra herbergja íbúð í fallegu fjórbýli í Hlíðunum þaðan sem stutt er í skóla og alla helstu þjónustu.  Allar nánari upplýsingar veitir Jóhanna Kristín Tómasdóttir, lgfs., s. 837-8889 og johanna@fstorg.is.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald kr.  2.700.- kr. af hverju skjali.  
3. Lántökukostnaður lánastofnunar - mismunandi eftir lánastofnunum.  
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. samningi.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sanneynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
04/10/201218.150.000 kr.23.000.000 kr.86 m2267.441 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Fasteignasalan TORG
https://www.fstorg.is

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Bólstaðarhlíð 68
Bólstaðarhlíð 68
105 Reykjavík
86.9 m2
Fjölbýlishús
312
747 þ.kr./m2
64.900.000 kr.
Skoða eignina Eskihlíð 16a
Skoða eignina Eskihlíð 16a
Eskihlíð 16a
105 Reykjavík
81.3 m2
Fjölbýlishús
312
798 þ.kr./m2
64.900.000 kr.
Skoða eignina Skipholt 7
Skoða eignina Skipholt 7
Skipholt 7
105 Reykjavík
69.1 m2
Fjölbýlishús
211
925 þ.kr./m2
63.900.000 kr.
Skoða eignina Bogahlíð 17
Skoða eignina Bogahlíð 17
Bogahlíð 17
105 Reykjavík
85 m2
Fjölbýlishús
312
775 þ.kr./m2
65.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin