-------------EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA, OPIÐ HÚS FELLUR NIÐUR AF ÞEIM SÖKUM----------------------
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali og Domusnova fasteignasala kynna:
Virkilega fallega og mikið endurnýjaða jarðhæð í suðurhliðum Kársness í Kópavogi.
Eignin er í tvíbýlishúsi, sérinngangur, byggð 1966 og hafa núverandi eigendur búið í eigninni síðan 2004.
Íbúðin samanstendur af forstofu, þvottahúsi, geymslu, fjórum svefnherbergjum, baðherbergi, eldhúsi, borðstofu og stofu ásamt stórri verönd með heitum potti og geymsluskúr á lóð, stórt bílastæði.
Helstu uppfærslur og endurnýjun síðustu ára:
2004 - Eldhús og búr sameinað í eitt rými, sett ný eldhúsinnrétting, öll tæki og flísar á gólfið.
2004 - Allar flísar í íbúðinni (utan baðherbergis) voru lagðar þegar núverandi eigendur fluttu inn.
2021 - Skipt um nánast allt gler, við inngang, þvottahús, eldhús, svalahurð og hjónaherbergi. Bara norðurhliðin eftir með herbergjunum og geymslunni.
2022 - Innihurðir og parket í öllu húsinu (þar sem er parket).
2022 - Eldhúsinnrétting uppfærð, microsement sett ofaná borðplötu og upp á veggina.
2022 - Baðherbergi endurnýjað, skipt um lagnir og tæki, allt flísalagt nýtt og settur rafmagnshiti undir flísarnar á baðinu.
2022 - Þvottahús fékk upplyftingu, allar flísar í húsinu eru síðan 2004.
2022 - Allir tenglar og rofar settir nýir í íbúðinni.
2022 - Stormjárn endurnýjuð í öllum gluggum.
2022 - Verönd smíðuð í garðinum og heitur pottur settur upp.
Nánari lýsing á eign:
Forstofa - með fatahengi og flísum á gólfi.
Þvottahús - er innaf forstofunni, tengi fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.
Geymsla - er innaf þvottahúsinu.
Hol/svefnherbergisgangur - er flísalagt, hvítmálað og bjart.
Svefnherbergi - eru þrjú svipað stór, öll rúmgóð, parket á gólfi og fataskápur.
Hjónaherbergi - mjög rúmgott, parekt á gólfi og stór fataskápur.
Baðherbergi - endurnýjað 2022, flísar á gólfi með hitalögn undir, "walk-in" sturta, veggir í sturtu klæddir með microsementi, upphengt salerni, vaskur í innréttingu og góðar hirslur.
Eldhús - var tekið 2004 og sameinað með vinnuherbergi/búri í eitt stórt eldhús, stór innrétting í U með miklu geymslu- og vinnurými, öll tæki voru endurnýjuð 2004. Borðkrókur með háu borði og barstólum.
Stofa/borðstofa - saman í opnu björtu rými, fallegt útsýni til suðurs úr stórum gluggum, parket á gólfum.
Lóð - farið út af svefnherbergisgangi á stóra suðurverönd, heitur pottur og u.þ.b. 6,5 fm geymslukúr á lóð.
Bílastæði - eru mjög rúmgóð, hvor íbúð hefur rúmlega bílbreidd lengju meðfram húsinu og inn, jarðhæðin á nær húsinu. Skv. teikningum var gert ráð fyrir bílskúr á lóðinni.
Virkilega vel skipulögð og falleg íbúð á vinsælum stað á Kársnesinu í suðurhlíðum Kópavogs með fallegu útsýni móti suðri. Stutt í margar fallegar gönguleiðir og útivist, stofnbrautir liggja stutt frá, sundlaug, skólar og ýmis þjónusta í göngufæri.
Núverandi eigendur geta mælt með nágrönnum sínum í húsinu, verið mjög góð samskipti milli aðila. Eigendur beggja eigna í húsinu hafa skipt með sér garðinum eins og sést við skoðun. Ekki er búið að ganga frá nýrri eignaskiptayfirlýsingu á eignina skv. þessu.
Upplýsingar gefur:
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali
Sími: 899 0720
Netfang: hrannar@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.