Lind fasteignasala, Herdís Sölvína Jónsdóttir og Sigrún Ragna löggiltir fasteignasalar kynna 100,6 fm. 3ja herbergja íbúð með sérinngangi á fyrstu hæð í glæsilegu nýlegu fjórbýli við Huldubraut 7, Kársnesi, Kópavogi.
Íbúðinni fylgir stór og skjólgóð um 50 fm. verönd í suður.Eignin skiptist í anddyri, baðherbergi, geymslu/þvottahús innan íbúðar, eldhús, stofu og borðstofu í opnu rými, hjónaherbergi og svefnherbergi.
** Fyrirhugað fasteignamat 2026 er 80.050.000 **Nánari upplýsingar og bókið skoðun hjá:Herdís Sölvína Jónsdóttir löggiltur fasteignasali, sími 862 0880 eða herdis@fastlind.isNánari lýsing eignar:Anddyrið er rúmgott með flísum á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt með hvítri innréttingu, handklæðaofni, walk-in sturtu með glerþili
Eldhús með hvítri innréttingu og eyju sem hægt er að sitja við. Innfelldur ísskápur og uppþvottavél í innréttingu.
Stofa, eldhús og borðstofa í einu samliggjandi opnu og björtu rými með parketi á gólfi, aukin lofthæð og gólfsíðir gluggar. Útgengt er á um 50 fm. viðarverönd.
Viðarverönd er er um 50 fermetrar að stærð
til suðurs frá stofu.Hjónaherbergi er rúmgott með góðu skápaplássi og parketi á gólfi.
Svefnherbergi II er bjart með fataskáp og parketi á gólfi.
Geymsla/þvottahús er innan íbúðar.
Bílastæði merkt B02 fylgir eigninni.
Gólfhiti er í allri íbúðinni, harðparket á gólfum, en votrými eru flísalögð.
Hjólageymsla í sameign.
Tengi fyrir rafbíla á lóð.Staðsetning:Góð staðsetning í grónu hverfi á Kársnesinu við sjávarsíðuna sem skartar fallegri náttúru og fjölbreyttum afþreyingarmöguleikum. Úrval af leik- og útivistarsvæðum fyrir alla fjölskylduna. Spennandi hjóla-, hlaupa- og göngustígar á Kársnesinu, auk góðra samgangna við nærliggjandi hverfi.
Fyrirhugað er að taka í notkun nýjan Kársnesskóla og leikskóla í Holtagerði haustið 2025.Allir kaupendur okkar fá Vildarkort Lindar. Með því að framvísa kortinu færð þú
30% afslátt hjá 10 samstarfsaðilum:Húsgagnahöllin, S. Helgason, Flugger litir, Húsasmiðjan,Z brautir og gluggatjöld, Vídd, Parki, Betra bak, Dorma og Sýn.
** Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
** Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
** Frítt söluverðmat á þinni eign hér eða hjá Herdís Sölvína Jónsdóttir, sími 862 0880 / herdis@fastlind.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lind fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali metur eignina með sjónskoðun.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
-----------------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.