Fasteignaleitin
Skráð 20. mars 2025
Deila eign
Deila

Hraungata Aukaíbúð 50

ParhúsHöfuðborgarsvæðið/Garðabær-210
236.8 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
3 Baðherb.
Verð
219.900.000 kr.
Fermetraverð
928.632 kr./m2
Fasteignamat
170.300.000 kr.
Brunabótamat
127.040.000 kr.
Mynd af Ársæll Steinmóðsson
Ársæll Steinmóðsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2021
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2504533
Húsgerð
Parhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Svalir
Suðvestursvalir
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Hraunhamar fasteignasala kynna í einkasölu einstaklega vandað, glæsilegt og vel skipulagt 236,8 fm parhús á 2 hæðum við Hraungötu 50 í Urriðaholtinu. Búið er að útbúa aukaíbúð á neðri með sér inngangi. Bílastæði fyrir framan hús er hellulagt og með snjóbræðslu. Húsið er klætt og einangrað að utan og mjög viðhaldslétt. Samkvæmt birtum fm er efri hæðin 81,1 fm, neðri hæðin 126,7 fm og innbyggður bílskúr 29 fm.

Virkilega vönduð og falleg eign á góðum og rólegum stað í Urriðaholtinu þ.s. stutt er í grunn og leikskóla ásamt fjölbreyttri verslun og þjónustu í Kauptúni. Fallegar gönguleiðir m.a í kringum Urriðakotsvatn eru í nágrenninu ásamt golfvelli Odds.


Úr stofu er útgengt á sólríkar 31,6 fm suðvestur svalir með fallegu útsýni yfir hluta Urriðakotsvatns og til sjávar. Af neðri hæð er útgengt góðan og sólríkan sólpall sem er flísalagður með fljótandi flísum og í garðinum  er fallegur glerskáli með heitum potti.

Við byggingu hússins var ekkert til sparað og eru eldhús, baðinnréttingar og innihurðir (fyrir utan aukaíbúð og þvottahús) sérsmíðaðar hjá Smíðaþjónustunni ehf. Vandað parket niðurlímt á gólfum frá Ebson. Innbyggð blöndunartæki í sturtu. Hljóðdúkur er í lofti í stofu með góðri lofthæð og er hljóðvist mjög góð. Gólfhiti með sérhitastillum fyrir hvert rými er í húsinu. Gluggar eru Ál-tré gluggar frá Idealcombi. Innihurðir í aukaíbúð og flísar koma frá Birgisson ehf.

Í húsinu er free@home kerfi sem stjórnar ljósum og hitun sem gerir kleift að stjórna lýsingu og hitastigi í öllum herbergjum með einföldum hætti í gegnum snjallsíma, spjaldtölvu eða veggstýringar. Hægt er hafa mismunandi stillingar fyrir mismunandi tíma dags eða vikudaga. Þetta er fullkomin lausn fyrir þá sem vilja auka þægindi og orkusparnað á heimilinu.


Stutt lýsing: efri hæð: forstofa, gestasnyrting, bílskúr, stofa og eldhús. Neðri hæð: hol, hjónaherbergi með fataherbergi, 2 svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Aukaíbúð: Alrými með eldhúsi og stofu, svefnherbergi og baðherbergi. Gólfefni eru parket og flísar.

Nánari lýsing:
Efri hæð:
Forstofa 
er rúmgóð með fallegum flísum á gólfi og góðum fataskáp sem nær úpp í loft. Innangengt er í bílskúr.
Stofa er stór, björt og rúmgóð með gólfsíðum gluggum og mjög góðri lofthæð. Innfelld Led lýsing. Úr stofu er útgengt á 31 fm sólríkar suðsvestursvalir með fallegu útsýni. Vandað parket frá Ebson á gólfi.
Eldhús er með vönduðu parketi frá Ebson á gólfi. Sérsmíðuð innrétting með mjög góðu skápa og skúffuplássi. Borðplötur eru úr kvartssteini. Tvöfaldur bakaraofn í vinnuhæð og innfelld uppþvottavél. Helluborð er innfellt í eyju sem hægt er að sitja við. Tæki eru frá AEG.
Gestasnyrting er með fallegum flísum á gólfi og veggjum. Upph. wc. Sérsmíðuð innétting með handlaug og góðum speglaskáp fyrir ofan.
Stigi á neðri hæð er teppalagður og með gler handriði.

Neðri hæð:
Hol 
er með vönduðu parketi frá Ebson á gólfi og þaðan er útgengt á góðan og skjólsælan flísalagðan sólpall og út í garð.
Hjónaherbergi er með vönduðu parketi frá Ebson á gólfi og innaf því er gott fataherbergi.
Svefnherbergi 1 er rúmgott og með vönduðu parketi frá Ebson á gólfi.
Svefnherbergi 2 er rúmgott og með vönduðu parketi frá Ebson á gólfi.
Baðherbergi er mjög rúmgott og með fallegum flísum á gólfi og veggjum. Falleg sérsmíðuð innrétting með handlaug og stórum speglaskáp fyrir ofan. "Walkin" sturta með innbyggðum blöndunartækjum, upph. wc og handklæðaofn.
Þvottahús er með flísum á gólfi og góðri ljósri innréttingu frá IKEA með góðu skúffu og skápaplássi, tækjum í vinnuhæð og vaski. Úr þvottahúsi er innangengt í aukaíbúðina.

Aukaíbúð er með sérinngangi. Komið er inn í Alrými með harðparketi á gólfi. Falleg ljós innrétting frá IKEA með bakarofni í vinnuhæð og helluborði. Svefnherbergi er með harðparketi á gólfi. Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, ljós innrétting með handlaug og "Walkin" sturtu.

Bílskúr er 29 fm og með epoxy á gólfi, heitu og köldu vatni og skápum.

Falleg og spennandi eign í Urriðaholtinu.

Allar nánari upplýsingar veitir Valgerður Gissurardóttir löggiltur fasteignasali s.791-7500, vala@hraunhamar.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu kr.68.200.-m.vsk.

Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983.
Hraunhamar, í fararbroddi í 41 ár. – Hraunhamar.is 

Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat.

Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 2021
29 m2
Fasteignanúmer
2504533
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
02
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
9.890.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Marargrund 18
Bílskúr
Skoða eignina Marargrund 18
Marargrund 18
210 Garðabær
237.3 m2
Einbýlishús
746
843 þ.kr./m2
200.000.000 kr.
Skoða eignina Holtás 9
Bílskúr
Skoða eignina Holtás 9
Holtás 9
210 Garðabær
273.1 m2
Einbýlishús
634
820 þ.kr./m2
224.000.000 kr.
Skoða eignina Lynghólar 8
Bílskúr
Skoða eignina Lynghólar 8
Lynghólar 8
210 Garðabær
236.2 m2
Raðhús
614
845 þ.kr./m2
199.500.000 kr.
Skoða eignina Vitastígur 7
Bílskúr
Skoða eignina Vitastígur 7
Vitastígur 7
101 Reykjavík
223.9 m2
Fjölbýlishús
336
1050 þ.kr./m2
235.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin