Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir mikið endurnýjað einbýlishús í Garðabæ. Tveggja herbergja íbúð hefur verið útbúin í hluta af bílskúr og er í útleigu. Einnig er hægt að skipta íbúðarrýminu upp í fleiri einingar þar sem margar hurðir eru á húsinu, fjögur baðherbergi og þvottavélatengi til staðar. Í húsinu eru sex herbergi sem nýtast sem svefnherbergi. Húsið er á einni hæð og með aukinni lofthæð. Ljósastýring er í húsinu, hljóðvistardúkur er í stofu lofti og nýuppgert eldhús, stofa og baðherbergi (öll fjögur). Innbyggður tvöfaldur bílskúr, hellulagt bílaplan fyrir fimm bíla, gróinn garður og harðviðar verönd með heitum potti.
Göngufæri er í leik- og grunnskóla, íþróttamiðstöð, verslanir, veitingastaði og ýmsa þjónustu. Undirgöng og góðir hjóla- og göngustígar eru um hverfið. Græn svæði við lækinn og stutt niður að sjó.Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / sigrun@remax.is Eignir skiptist í forstofu, sex svefnherbergi, fjögur baðherbergi, stofu, borðstofu, eldhús, þvottahús, tvö geymsluloft og bílskúr. Eignin er skráð hjá Húsnæðis- og mannvikjastofnun 237,3 m2. Söluyfirlit má nálgast hérNánari lýsing:Forstofa er með ljósgráum flísum á gólfi og gólfhita. Bekkur og stór eikarskápur. Innfeld LED loftljós.
Eldhús er með nýrri hvítri innréttingu frá Fríform. Á vegg er innrétting með tækjaskáp, tveimur innbyggðum kæli-/frystiskápum og uppþvottavél. Niðurfelldur vaskur í borðplötu og eldhúseyja með spanhelluborði. Borðplötur eru með ljósum kvarts steini frá S. Helgasyni. Stofumegin við eldhúseyju eru hærri eikarskápar með heilmiklu skápaplassi fyrir leirtau o.þ.h. Innfeld LED loftljós sem hægt er að stýra með appi. Gólfhiti og ljósgráar gólfflísar.
Stofa og borðstofa er í opnu rými með eldhúsi. Ljósgráar gólfflísar, hátt til lofts og hljóðdempunar dúkur í hluta af lofti. Útgengt út á afgirta viðarverönd með heitum potti.
Svefnherbergin eru sex í dag. Herbergi næst borðstofu er hægt að útbúa sem sjónvarpsherbergi og hefur áður verið nýtt þannig. Einnig er hægt að útbúa eitt herbergið sem fataherbergi og eru til skápar inn í það rými og fylgja með. Í öllum herbergjunum er nýpússað gegnheilt eikarparket.
Herbergi I er merkt sem sjónvarpsrými á teikningu.
Herbergi II er hjónaherbergi, en innangengt er úr því í næsta herbergi (fataherbergi) og þaðan í baðherbergi sem mynda saman hjónasvítu. Skápaeiningar í fataherbergi fylgja.
Herbergi III er það sem mætti einnig nýta sem fataherbergi. Er á milli herbergis I og baðherbergis.
Herbergi IV er eins og önnur herbergi í húsinu með glugga í átt að sígrænum trjám í bakgarði.
Herbergi V er með hurð út í garð. Beint á móti herberginu er auka baðherbergi.
Herbergi VI er í 2ja herb. íbúð sem er í hluta af bílskúr.
Baðherbergin eru öll innréttuð með ljósum innréttingum og gráum gólfflísum. Gólfhiti er í baðherbergjum. Einnig eru þau öll með þvottavélatengi.
Baðherbergi I er inn af hjónaherbergi og fataherbergi. Þreplaus sturta með möttu gleri, upphengt salerni og króm handklæðaofn. Inn af er hvít innrétting og þvottavél undir hvítri borðplötu. Veggfestir speglaskápar. Útgengi út í garð.
Baðherbergi II er gegnt borðstofu. Hvít innrétting með grárri borðplötu og stæði fyrir þvottavél. Veggfestur speglaskápur, upphengt salerni, króm handklæðaofn og þreplaus sturta.
Baðherbergi III er á móti herbergi á gangi. Hægt er að loka af þeim hluta af ganginum. Hvít skúffueining undir handlaug, upphengdur speglaskápur með ljósi, upphengt salerni og þreplaus sturta.
Baðherbergi IV er inni í 2ja herb. íbúð í bílskúr. Sturtuklefi, hvít innrétting, speglaskápur og salerni.
Þvottahús er innst á svefnherbergjagangi þar sem innangengt er út í bílskúr, geymslu og geymsluloft með niðurfellanlegum stiga. Innrétting með vaski og þannig væri hægt að nota sem eldhús fyrir aðra útleigueiningu.
Aukaíbúð í bílskúr skiptist í stofu, svefnherbergi og baðherbergi. Útgengi er út í garð úr stofu. Íbúðin er í útleigu, með góðum leigutekjum og er samningurinn uppsegjanlegur með þriggja mánaðar fyrirvara.
Bílskúr er tvöfaldur en stórum hluta af honum hefur verið breytt í aukaíbúð. Góð geymsla er fremst og á millilofti ofan á íbúðinni. Bílskúrshurð er með rafmagnshurðaropnara og er 2,4 m. á hæð. Lofthæðin í bílskúr er 4 m. og því möguleiki að vera með bílalyftu. Flísar á gólfi. Fyrir framan bílskúr er hleðslustöð fyrir ragmagnsbíl. Snjóbræðsla er undir tveimur bílastæðum framan við bílskúr.
Garður er vel hannaður og mikið endurnýjaður með trjám, grasflötum, hvítri möl, steyptum veggjum, veröndum sem snúa í suður með viðhaldsfríum harðvið, heitum potti, skjólveggjum og hellulögðum stéttum. Útsýni er að Esjunni, Snæfellsjökli og til sjávar. Í Bakgarði er matjurtagarður. Garðabær sér um slátt á hólum og grassvæði bak við hús.
Endurbætur:Húsið var nýlega málað að utan, veggir, gluggar, þak og þakkantur. Aðaldyr verið pússuð upp og lökkuð. Nýlega var skipt um allar hellur og veggur við götu steyptur. Nýjar gráar (Silver) gólfflísar (Marazzi) frá Harðviðarvali, ný eldhúsinnrétting frá Fríform og kvartz steinn frá S. Helgasyni.
-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða sigrun@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-