Fasteignaleitin
Skráð 24. mars 2025
Deila eign
Deila

SPÁNAREIGNIR - Torrevieja

FjölbýlishúsÚtlönd/Spánn/Costa Blanca
110 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
39.400.000 kr.
Fermetraverð
358.182 kr./m2
Fasteignamat
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Þvottahús
Lyfta
Garður
Bílastæði
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
405220124
Húsgerð
Fjölbýlishús
Númer hæðar
0
Vatnslagnir
nýtt
Raflagnir
nýtt
Frárennslislagnir
nýtt
Gluggar / Gler
nýtt
Þak
nýtt
Svalir
Stórar svalir og möguleiki á sér þakverönd
Upphitun
Kæling/hiti
Inngangur
Sameiginlegur
SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
LAGOONS VILLAGE - *VEL STAÐSETTAR ÍBÚÐIR Í TORREVIEJA*- *NÝTT HVERFI MEÐ ÖLLUM ÞÆGINDUM*

Nýjar 3ja herb. íbúðir á frábærum stað, í LAGOONS VILLAGE, nýju hverfi í Torrevieja. Glæsilegar íbúðir með vandaðri sameign.  Íbúðirnar eru sérlega vel staðsettar þar sem þjónusta, sjúkrahús, ráðstefnu- og tónleikahöll, verslanir og veitingastaðir eru í næsta nágrenni. Einstakt tækifæri til að eignast góða íbúð í háum gæðaflokki.

Allar upplýsingar gefa:
Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali. GSM 00354 893 2495. adalheidur@spanareignir.is, 
Berta Hawkins, löggiltur fasteignasali, GSM 0034 615 112 869, berta@spanareignir.is ,
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur. GSM 00354 777 4277. karl@spanareignir.is


Nánari lýsing:
Rúmgott alrými með eldhúsi, borðstofu og stofu. Útgengi út á svalir.
Tvö svefnherbergi, bæði með fataskáp. Útgengi út á svalir frá öðru herberginu.
Tvö baðherbergi. 
Þvottahús/geymsla innan íbúðar.

Íbúðum á efstu hæð fylgir sér þakverönd.
Íbúðum á jarðhæð fylgir sér garður.

Glæsilegur sameiginlegur garður með sundlaug, heitum pottum leikaðstöðu og frábærri sólbaðsaðstöðu. 

Eignirnar eru vel staðsettar í nýju hverfi í Torrevieja, með alla þjónustu, verslanir, matarmarkaði og veitingastaði rétt við þröskuldinn. 

Verð: (gengi 1E=145ISK)
3ja herb. (2 svefnh. + 2 baðh.) Verð frá 272.000 Evrum. (39.400.000ISK) + 10% skattur og ca. 3% kostn. við kaupin.


Á sama stað er líka hægt að fá bæði minni og stærri íbúðir.
2ja herb. íbúð frá 229.000 Evrum. (33.200.000ISK) + kostn. við kaupin.
3ja herb. (2 svefnh. + 1 baðh.) Verð frá 261.000 Evrum. (37.800.000ISK) + kostn. við kaupin.
4ra herb. (3 svefnh. + 2 baðh.) Verð frá 337.000 Evrum. (48.800.000ISK) + kostn. við kaupin.

Parhús, 3 svefnherbergi + 3 baðherbergi. Verð 567.000 Evrur (82.200.000ISK) + kostn. við kaupin.

Sér stæði fylgja öllum íbúðum, ýmist á lokuðu bílastæði eða í bílakjallara.
Einnig er hægt að fá íbúðirnar afhentar fullbúnar húsgögnum, tækjum í eldhúsi og öllum húsbúnaði gegn aukagjaldi.

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.

Afhending í júlí 2025.

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.
Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með hagstæðu láni frá spænskum banka.

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.
Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: www.spanareignir.is

Meira um LAGOONS VILLAGE hverfið:
Frábær staðsetning við náttúrulegu saltvötnin í Torrevieja. Heilsusamlegt loftslag og góð tenging við helstu samgönguleiðir, N332 strandveginn og A-7 hraðbrautina. Ca. 40 mín akstur í suður frá Alicante flugvellinum. 
Í næsta nágrenni er fjölbreytt úrval verslana og veitingastaða, Habaneras verslunarmiðstöðin, stærsti götumarkaðurinn í Torrevieja (á föstudögum), ráðstefnu- og tónleikahöll og alþjóðlega einkasjúkrahúsið Quiron. Gott aðgengi að íþróttasvæðum, skólum og stutt á ströndina. Við uppbyggingu LAGOONS VILLAGE  er mikil áhersla lögð á fallegt og afslappað Miðjarðarhafsumhverfi.
Í LAGOONS VILLAGE  verða byggðir um 264.000 fm. af íbúðarhúsnæði ofanjarðar eða um 1.800 íbúðir ásamt sameiginlegum rýmum. Lögð er áhersla á sambland náttúru og bæjarstemmingu, fyrir þá sem velja þægilegan lífsstíl og heilsusamlegt líferni.
Íþróttaaðstaðan gerir ráð fyrir bæði inni- og útiaðstöðu fyrir margvíslegar íþróttir, td. fótbolta, körfubolta, tennis, paddle tennis, petanga og fl. Upphitaðar sundlaugar, heitir pottar, stutt á strönd og frábær sólbaðsaðstaða fyrir sólardýrkendur. Einnig verða í boði sameiginleg vinnurými með góðri nettengingu, spa og aðstaða fyrir snyrtistofur og sjúkraþjálfun. Fjölmargir góðir golfvellir í næsta nágrenni, iðandi mannlíf Torrevieja með skemmtilegu "promenade" meðfram ströndinni og við bátahöfnina.
Í LAGOONS VILLAGE finnur fólk nánast allt sem er á óskalistanum þegar velja á íbúð í Spánarsólinni.

LAGOONA ROSA er fyrsti íbúðakjarninn sem rís í LAGOONS VILLAGE.  
Þar verður blanda af 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðum, sér hæðum, einbýlis- og parhúsum með glæsilegu útisvæði, heitum pottum, sundlaugum, leikaðstöðu fyrir börn og fullorðna, heilsuræktar- og íþróttaaðstöðu. Einnig verða þar fallegar göngu- og hjólaleiðir með hvíldarbekkjum, grænum svæðum þar sem bæði er hægt að njóta sólar og skugga, pálmatré, blómabeð ofl.

Við hönnun á íbúðum er lögð áhersla á stórar svalir, gott skipulag, vandaðar innréttingar og auk þess fylgir sér garður með íbúðum á jarðhæð og sér þaksvalir með íbúðum á efstu hæð. Geymsla og þvottahús innan íbúðar fylgir flestum íbúðum og möguleiki er á stæði í bílakjallara og aukageymslu gegn aukagjaldi. Sérgarður fylgir öllum sérbýlum, og auk þess möguleiki á þaksvölum.

Traustur byggingaraðili með áratuga reynslu. 
Hér er um að ræða metnaðarfullt stórverkefni í að byggja upp glæsilegt hverfi við Miðjarðarhafsströndina, þar sem tekið er tillit til kröfu viðskiptavina um nútímaþægindi, fallega náttúru og aðstöðu til heilsusamlegs lífsstíls.
Lagoons Village er vel staðsett á Nýja Torrevieja svæðinu, þar sem verða byggð 7-8.000 ný heimili.

Við mælum svo sannarlega með þessum íbúðum og nú er tækifæri til að tryggja sér góðar íbúðir á kynningarverðum.

Eiginleikar: ný eign, svalir, air con, sameiginleg sundlaug, strönd, miðbær, sauna, sér garður, þakverönd,
Svæði: Costa Blanca, Torrevieja,
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignanúmer
405220124

Sambærilegar eignir

Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Santa Rosalia Resort
SPÁNAREIGNIR - Santa Rosalia Resort
Spánn - Costa Blanca
88 m2
Fjölbýlishús
322
467 þ.kr./m2
41.100.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Los Alcazares
Bílastæði
SPÁNAREIGNIR - Los Alcazares
Spánn - Costa Blanca
78 m2
Fjölbýlishús
322
518 þ.kr./m2
40.400.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Dona Pepa
SPÁNAREIGNIR - Dona Pepa
Spánn - Costa Blanca
79 m2
Hæð
322
511 þ.kr./m2
40.400.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Los Altos
Bílastæði
SPÁNAREIGNIR - Los Altos
Spánn - Costa Blanca
75 m2
Fjölbýlishús
322
525 þ.kr./m2
39.400.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin