Aðalsteinn Jón Bergdal lgf. og Trausti fasteignasala kynna einstaklega glæsilegt og fjölskylduvænt endaraðhús á tveimur hæðum með sérlega fallegri aukaíbúð í kjallara og bílskúr í bílskúrslengju, á eftirsóttum stað í Árbænum. Eignin skartar stórum, 120 fm suður-sólpalli (byggður 2022) sem býður upp á fyrsta flokks aðstöðu með heitum og köldum potti, saunatunnu og garðskýli. Frábært útivistarrými sem nýtist árið um kring.
Árið 2024 fóru fram ítarlegar endurbætur þar sem allir gluggar voru yfirfarnir, skipt um gler og lista eftir þörfum og múrverk yfirfarið og lagfært. Þakkantur var endurnýjaður fyrir um 10 árum síðan og þak yfirfarið og málað árið 2023. Svalagólf og tröppur niður á sólpall, ásamt anddyri, voru endurnýjuð árið 2019.
Innandyra hefur eignin verið vandlega endurnýjuð á síðustu árum; nýleg eldhúsinnrétting og tæki, nýleg gólfefni, hurðir, baðherbergi og gestasnyrting, ásamt öflugri snjóbræðslu fyrir framan hús.Smelltu hér til að sækja söluyfirlit. Fáðu frítt söluverðmat fyrir þína eign.
Raunstærð eignar er nær 265 m², þar af eru um 20 m² óskráðir í kjallara sem auka enn við notagildi og möguleika hússins.
Nánari lýsing:
Aðalhæð: Rúmgóð og björt forstofa með flísum og
hita í gólfi.
Stórt og opið alrými með
stofu, borðstofu og glæsilegu eldhúsi með nýlegum tækjum, spanhelluborði, góðu vinnuplássi og útgengi á sólríkan pallinn.
Gestasalerni með flísum, upphengdu WC og hita í gólfi ásamt vel innréttuðu
þvottahúsi með flísalögðu gólfi.
Efri hæð: Rúmgott og bjart
hol/sjónvarpsstofa.
Hjónaherbergi með
nýuppgerðum svölum(viðargólf og glerhandrið frá 2023).
Þrjú barnaherbergi með góðu skápaplássi, þar af eitt innréttað sem
„walk-in“ fataherbergi/skrifstofa.
Baðherbergi nýlega endurnýjað með stórri „walk-in“ sturtu, flísalagt í hólf og gólf og hita í gólfi. Góður gluggi á baðherbergi.
Aukaíbúð í kjallara: Glæsileg 70 m² (skráð 53 m²) aukaíbúð með sérinngangi og möguleika á góðum leigutekjum. Íbúðin var algerlega
endurnýjuð 2022 með hita í öllum gólfum, míkrósementi, fataskápum og þvottaaðstöðu. Björt
stofa og
eldhús með nýlegri innréttingu,
baðherbergi með „walk-in“ sturtu og flísum á veggjum. Auk þess eru tvö rými án glugga (með góðri loftræstingu), annað nýtt sem
bíósalur og hitt innréttuð geymsla í dag.
Sérstakur 6 m² vínkælir/kalt herbergi innréttað fyrir allt að 300 flöskur (viðbótar óskráð rými).
Bílskúr: Bílskúr í lengju, 23 m² með
epoxy kvarts á gólfi (2022), ný bílskúrshurð og hurðaopnari (2024). Endurnýjað rafmagn,
rafbílahleðsla og netsamband lagt út í skúr. Góð lofthæð með
millilofti og mikið hillupláss, ásamt festingum fyrir fjögur hjól í lofti og
þvottaaðstöðu.
Eignin er vel tæknivædd; ljósleiðari með netsnúrur þræddar milli allra hæða, ásamt mesh-wifi kerfi sem kemur í veg fyrir dauða bletti og tryggir öflugt wifi um allt hús sem utan. Ring dyrabjalla, myndavélakerfi og snjalllæsing með lyklaborði sem gerir lykla óþarfa. Einnig er snjallstýring á heitum potti og saunu ásamt hita- og rakamælum á öllum hæðum. Allur þessi búnaður fylgir með við sölu.
Þetta er einstök eign með mikla möguleika fyrir fjölskylduna, stutt í leik- og grunnskóla (300m), matvöruverslun (200m), íþróttastarf og sundlaug (500m), og frábærar gönguleiðir inn í Elliðaárdal og víðar.
Nánari upplýsingar um eignina veitir Aðalsteinn Jón Bergdal, löggiltur fasteignasali, í síma 767-0777 eða á netfanginu alli@trausti.is.