LIND fasteignasala og Helga Pálsdóttir löggiltur fasteignasali kynnir vandað og vel skipulagt einbýlishús á tveimur hæðum með glæsilegu útsýni á einstökum friðsælum stað innst í botnlanga við Deildarás 21 í Selásnum, örstutt er í sundlaug og íþróttaaðstöðu sem og fallegar gönguleiðir um Elliðaárdalinn, skóla og aðra þjónustu. Eignin er skráð 221,9 m2 í fasteignaskrá, þar af er bílskúr 29 m2. Gott hús fyrir stórfjölskyldur með fimm svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum í rólegu barnvænu hverfi. Stórt alrými á efri hæð með rúmgóðu eldhúsi og stofu með fallegum arni. Eignin getur verið tilbúin til afhendingar fljótlega.Neðri hæð. Forstofa er mjög rúmgóð með fataskápum og flísum á gólfi (hiti í gólfi).
Mjög stórt herbergi með parketi á gólfi - og flísum að hluta. Gluggar á tvo vegu.
Baðherbergi er með flísalögðu gólfi, innrétting með efri og neðri skápum, flísalagt gólf og að hluta til veggir, upphengt salerni, handklæðaofn og opnanlegt fag.
Bílskúr er með hurðaopnara og er skráður 29 m2 að stærð með flísalögðu gólfi. Hitagrind hússins er í bílskúr og þar má komast í heitt og kalt vatn. Nýleg bílskúrshurð ásamt gönguhurð. Rafhleðslustöð.
Geymsla er í enda bílskúrs með góðum hillum.
Efri hæð.Viðarstigi með glerhandriði - Lokuð geymsla er undir tröppum. Eldhúsið er mjög rúmgott með flísalögðu gólfi með gólfhita og veglegri sérsmíðaðri Brúnas innréttingu með góðu skápaplássi, tveir bakaraofnar, innbyggð kaffivél, innbyggð hitaskúffa, innbyggður ísskápur, stór tækjaskápur ásamt búrskáp. Stór eyja með steini og að hluta til viðar borðplötu, span helluborð með viftuháf yfir. Útgengi út á svalir til vesturs með glæsilegu útsýni.
Stofa/borðstofa með parketi á gólfi og fallegum arni, þakgluggi yfir stiga sem gefur fallega birtu í rýmið. Frá borðstofu er útgengi út í skjólgóðan garð til suðvesturs með timburverönd með skjólveggjum. Steyptur pottur með viðarloki. Glæsilegt útsýni til vesturs.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með gólfhita. Baðkar og walk-in sturta, sérsmíðaðar Brúnás innréttingar, upphengt salerni og handklæðaofn, led lampar í lofti og fallegur loftgluggi sem gefur fallega birtu í rýmið.
Herbergjagangur leiðir til fjögurra svefnherbergja, yfir svefnherbergisálmu er geymsluloft.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi og fataskáp með rennihurðum.
Barnaherbergi með parketi á gólfi og útgengi út á verönd.
Barnaherbergi með parketi á gólfi og innbyggðum fataskáp.
Barnaherbergi með parketi á gólfi.
Þvottahús með innréttingu með skolvaski, tengi fyrir þvottavél. Flísalagt gólf.
Lóð er fallega gróin og snyrtileg með steyptum heitum potti, stór timburverönd með skjólveggjum þar sem ríkir mikil veðursæld og hægt er að njóta sólar allan daginn. Um 8 m2 köld útigeymsla frá Völundarhúsum er á lóðinni ofan hússins.
Aðkoma hússins að framan er mjög snyrtileg með gróðurbeði ásamt steyptu plani með snjóbræðslu.
Þakjárnið var yfirfarið 2023 þar sem m.a. upphaflegum nöglum var skipt út fyrir skrúfur, þakkið hreinsað, pússað, málað og skipt um báða þakgluggana. Rafmagnstaflan var endurnýjuð á þessu ári, ásamt ljósum á efra baðherbergi og útiljósum. Útidyrahurð var endurnýjuð 2011, bílskúrshurðir voru endurnýjaðar 2021. Búið er að endurnýja allt gler í svefnálmu ásamt gleri að hluta til í eldhúsi.
Allar upplýsingar um eignina veitir Helga Pálsdóttir fasteignasali í síma 822 2123 eða helga@fastlind.is