Betri Stofan Fasteignasala og Hreiðar Levý, lögg. fasteignasali kynna góða 135,6fm, 5 herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi, suður verönd í þríbýlishúsi að Álfatúni 12, 200 Kópavogi. Íbúðin er einstaklega vel staðsett innarlega í botnlangagötu með bakgarðinn bókstaflega samvaxinn við Fosvogsdalinn, Kópavogsmegin. Beint aðgengi um stíg frá garði og í dalinn. Eignin skiptist í anddyri, hol, eldhús, 2 stofur, 3 svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Sérafnotaflötur með viðarverönd til suðurs. Möguleiki að bæta bæta við 4 svefnherberginu með því að loka sjónvarpsstofu (sjá hugmynd á teikn. í lok myndaseríu). Góð fjölskylduíbúð í afar vinsælu og fjölskylduvænu hverfi neðst við Fossvogsdalnum, Kópavogsmegin.
Klikkið hér til þess að sjá videó af eigninni!
Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý, lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða hreidar@betristofan.is
Álfatún er einstaklega barnvænt og rólegt hverfi, staðsett í botnlangagötu með fallegu útivistarsvæði við Fossvogsdalinn handan við hornið. Leik- og grunnskóli í nágrenninu ásamt fjölbreyttu íþróttastarfi HK og Víkings. Þá er stutt í afar fjölbreytta verslun og þjónustu.
Eignin Álfatún 12 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 205-7869, birt stærð 135.6 fm.Nánari lýsing:
Forstofa: Flísalögð með fatahengi.
Eldhús: Ljós innrétting með neðri skápum og skúffum. Innbyggður ofn með spanhelluborði, vaskur með 1 1/2 hólfi ásamt aðstöðu fyrir uppþvottavél. Borðkrókur. Hálf opið og í góðri tengingu við stofu. Fallegt útsýni út í garð á falleg og stór tré á sumrin, svo yfir Fossvogsdalinn og út á Esjuna á veturna.
Stofa: Rúmgóð og hálf opin við eldhús. Útgengt út á viðar verönd til suðurs úr stofu.
Herbergjagangur: Gengið í öll herbergi, sjónvarpsstofu og baðherbergi af gangi. Góður og stór fataskápur með spegla rennihurðum.
Svefnherbergi I: Rúmgott með góðu skápaplássi.
Svefnherbergi II: Gott barnaherbergi
Svefnherbergi III: Gott barnaherbergi. Möguleiki á að stækka stofu á kostnað herbergis. Léttur veggur á milli.
Sjónvarpsstofa: Við enda gangs. Rúmgóð sjónvarpsstofa. Möguleiki á að loka og útbúa 4 svefnherbergið.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Ljós baðinnrétting með skúffum, vask og efri speglaskáp.Baðkar með sturtuaðstöðu. Innaf baðherbergi er þvottahús og geymsla eignar.
Þvottahús: Ljós innrétting með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara, efri skápum og skolvask. Upphengdar hillur. Flísar á gólfi.
Lóð: Falleg og gróin sameiginleg lóð með grasi og stórum fallegum trjám. Viðarpallur sem snýr til suður er sérafnotareitur íbúðar. Garðskúr í bakgarði í sameign með efri hæðinni. Fossvogsdalur tekur við af garðinum.
Húsið stendur við gönguleiðir í Fossvogsdal, sem liggja í Elliðaárdal, Nauthólsvík og Kársnes. Frábær staðsetning í barnvænu og rólegu hverfi.
Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson löggiltur fasteignasali, í síma 661- 6021, tölvupóstur hreidar@betristofan.is.