Fasteignaleitin
Skráð 3. mars 2025
Deila eign
Deila

Álfaskeið 80

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Hafnarfjörður-220
95.6 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
59.900.000 kr.
Fermetraverð
626.569 kr./m2
Fasteignamat
57.750.000 kr.
Brunabótamat
42.800.000 kr.
Mynd af Elín Urður Hrafnberg
Elín Urður Hrafnberg
Löggiltur fasteigna- og skipasali
Byggt 1965
Þvottahús
Garður
Gæludýr leyfð
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2072948
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
3
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
gott
Raflagnir
upprunalegt
Frárennslislagnir
gott
Gluggar / Gler
Búið að skipta út á austurhlið en komin móða í stofuglugga
Þak
þarf að skipta um járn eftir nokkur ár
Svalir
Upphitun
hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gimli fasteignasala og Elín Urður Hrafnberg kynna: 
Virkilega fallega og töluvert endurnýjaða 3ja herbergja íbúð á efstu hæð með bílskúrsrétti.
Um er að ræða 95,6 fm. íbúð ásamt geymslu í sameign sem er 8,4 fm. einnig er bílskúrsréttur fyrir 23,8 fm bílskúr.
Eignin skiptist samkvæmt teikningu í forstofu, eldhús, stofu/borðstofu, herbergisgang, hjónaherbergi, baðherbergi, barnaherbergi og geymslu í sameign.


Hér eru þær framkvæmdir sem hafa verið gerðar á húsinu:
-Skipt var um glugga á austurhliðinni 2015
-Skipt var um eldhúsinnréttingu ásamt eldhústækjum í apríl 2020.
-Skipt var um baðinnréttingu 2020
-Skolp endurnyjað frá blokk og út í götu sumarið 2023 
-Skipt var um teppi á sameign og hún máluð haustið 2023
-Skipt var um ofn í eldhúsi (ekki bakaraofnin heldur ofn) vorið 2024
-Skipt var um svalahurð með hljóðeinangrandi gleri í jan 2025 
-Búið er að klæða annan gaflinn og skipta líka út gluggum á þeirri hlið.

Samþykktar fyrirhugaðar framkvæmdir sem eigendur munu greiða:
-Steypuviðgerð að framan.
-Þakkantur málaður ásamt þaki.
-Framhlið máluð.
-Stigahús (þar sem póstkassarnir eru) bræddu pappi á þakið á stigahúsinu og það málað .
-Niðurföll og rennur endurnýjaðar 
-Glerskipti í stofu (þar sem glugginn er með móðunni. 

Hér er linkur á myndband: 
https://vimeo.com/1048168384 

Nánari upplýsingar veitir: Elín Urður Hrafnberg Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 6902602, tölvupóstur elin@gimli.is eða gimli@gimli.is

Nánari lýsing:
Anddyri: með flísum á gólfi og góðum forstofuskáp. 
Eldhús: með nýlegri hvítri eldhúsinnrétting með granít borðplötu og niðurfeldum vaski með útdraganlegum krana. Gert er ráð fyrir tvöfaldur ísskáp í innréttingu og tengi fyrir uppþvottavél, nýlegum bakaraofni, örbylgjuofni í vinnuhæð og spanhelluborði. Fast eldhúsborð úr granít.
Granít sólbekkir í öllum gluggum nema á baðherbergi.
Stofa: með harðparket á gólfi, gips klæðning á veggjum, led lýsingu í lofti, sólbekk úr granít, útgengt á suðursvalir með góðu útsýni, nýbúið að skipta um extra vel einangraða svalahurð og suður-svölum.
Baðherbergi: með marmara flísum á veggjum, góðum speglaskáp, innréttingu með granítborðplötu og maramara vask ofaná. Handklæðaofn og tengi fyrir þvottavél á baði. Led ljós í lofti, nuddbaðkar, nýlegur gluggi og flísar úr grágrýti á gólfi. 
Herbergjagangur: með innbyggðum skáp beint á móti á barnaherberginu og parketi á gólfi.
Hjónaherbergi: rúmgott með góðum skápum, parket á gólfi, granít sólbekk og nýlegum glugga.
Barnaherbergi: með plastparketi á gólfi, granít sólbekk.
Geymsla: rúmgóð geymsla á jarðhæð með nýlegum glugga.
Sameign: með þvottavélum og þurrkara ásamt snúrum og vagna og hjólageymslu.
Bílskúrsréttur: fyrir 23,8 fm bílskúr

Niðurlag:
Flott eign á góðum stað í Hafnarfirði þar sem öll þjónusta er í göngufæri og fjölbreytt þjónusta í nágrenninu. Stutt er út á stofnbraut.

Gimli fasteignasala hefur stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti á fimmta áratug og er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð árið 1982. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki, traust og góð þjónusta. Gimli, gerir betur...
Gimli er staðsett á 2. hæð á Grensásvegi 13, 108 Reykjavík og á 2. hæð á Eyravegi 29, Selfoss.
Opnunartími frá kl. 10 -16 alla vikra daga, sími: 570 4800, tölvupóstur: gimli@gimli.is
Heimasíða Gimli fasteignasölu

Gimli á Facebook

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
04/08/202036.850.000 kr.40.500.000 kr.95.6 m2423.640 kr.
06/12/201216.500.000 kr.16.000.000 kr.95.6 m2167.364 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Suðurbraut 16
Skoða eignina Suðurbraut 16
Suðurbraut 16
220 Hafnarfjörður
91.1 m2
Fjölbýlishús
312
658 þ.kr./m2
59.900.000 kr.
Skoða eignina Dvergholt 25
Skoða eignina Dvergholt 25
Dvergholt 25
220 Hafnarfjörður
93.1 m2
Fjölbýlishús
312
643 þ.kr./m2
59.900.000 kr.
Skoða eignina Álfaskeið 98
3D Sýn
Bílskúr
Skoða eignina Álfaskeið 98
Álfaskeið 98
220 Hafnarfjörður
90.8 m2
Fjölbýlishús
211
682 þ.kr./m2
61.900.000 kr.
Skoða eignina Suðurhella 14 íb. 204
Suðurhella 14 íb. 204
221 Hafnarfjörður
78.4 m2
Fjölbýlishús
211
740 þ.kr./m2
58.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin