Fasteignaleitin
Skráð 25. feb. 2025
Deila eign
Deila

Gunnólfsgata 12

EinbýlishúsNorðurland/Ólafsfjörður-625
193.8 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
48.900.000 kr.
Fermetraverð
252.322 kr./m2
Fasteignamat
35.900.000 kr.
Brunabótamat
86.450.000 kr.
BD
Björn Davíðsson
Löggiltur fasteignsali
Byggt 1958
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2154034
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
óþekkt
Raflagnir
Rafmagnstafla hefur verið endurnýjuð að einhverju leiti og tenglar
Frárennslislagnir
óþekkt
Gluggar / Gler
Búið er að endurnýja nokkur gler.
Þak
Ummerki eru um leka í loftaklæðningu. Núverandi eigandi hefur átt eignina síðan í september 2020 og hefur ekki verið var við leka síðan þá. 
Lóðarréttindi
Leigulóð
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita. Ofna vantar á baðherbergi og í hjónaherbergi
Inngangur
Tveir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Skemmdir eru í loftaklæðningu á efri hæð eftir leka og voru þær þegar núverandi eigandi keypti. Núverandi eigandi hefur átt eignina síðan í september 2020 og hefur ekki verið var við leka síðan þá. 
Sprungur eru í fúgu á baðherbergi.
Eftir er að ganga frá hluta af lofti í þvottahúsi og í kringum útidyrahurð.
Ofna vantar í hjónaherbergi og baðherbergi.
Kominn er tími á múrviðgerðir á bílskúr og að innan eru nokkrir lausir endar.  
Fasteignasalan Hvammur 466 1600

Gunnólfsgata 12 - 5-6 herbergja einbýlishús með 34,5 m² bílskúr á Ólafsfirði - Heildarstærð 193,8 m²


Eignin skiptist með eftirtöldum hætti:
Neðri hæð:
Forstofa, hol, eldhús, stofa, borðstofa, svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, geymsla og bílskúr.
Efri hæð: Hol, þrjú svefnherbergi og tvær geymslur undir súð. 

Í forstofu eru flísar á gólfi og endurnýjuð útidyrahurð. Á holi eru samskonar flísar á gólfi og þrefaldur skápur. Steyptur og lakkaður stigi er af holinu og upp á efri hæðina.
Geymsla er við hliðina á forstofu, þar eru flísar á gólfi. 
Eldhús er með harð parketi á gólfi, snyrtilegri innréttingu, hvít sprautulökkuð og grá máluð með flísum á milli skápa.
Stofa og borðstofa eru með harð parketi á gólfi og endurnýjaðri hurð út á lóð.  
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, hvítri innréttingu, baðkari, sturtu og opnanlegum glugga. 
Svefnherbergin eru fjögur, eitt á neðri hæð með harð parketi á gólfi og stórum fataskáp og þrjú á efri hæð, öll með harð parketi á gólfi. 
Á holi á efri hæð er harð parket á gólfi. Þrjár geymslur eru á efri hæðinni undir súð.  
Þvottahús er með lökkuðu gólfi, hvítum neðri skápum og hurð út á baklóð.
Bílskúr er skráður samkvæmt HMS 34,5 m² að stærð og með byggingarár 1974. Þar er lakkað gólf, rafdrifinn opnari á innkeyrsluhurð og gönguhurð til austurs. Geymsluloft er yfir bílskúrnum. Bílaplan er hellulagt og með hita í. Fyrir framan forstofu er hellulögð verönd.

Annað
- Búið er að einangra og klæða íbúðarhúsið að utan.
- Steypt stétt/verönd er á baklóðinni með heitum potti/skel og timbur skjólveggir. Hitalagnir eru í stéttinni.
- Gólfhiti í forstofu og holi en ótengdur.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
10/09/202021.450.000 kr.32.500.000 kr.193.8 m2167.698 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 1974
34.5 m2
Fasteignanúmer
2154034
Byggingarefni
Holsteinn
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
12.950.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Ólafsvegur 5
Skoða eignina Ólafsvegur 5
Ólafsvegur 5
625 Ólafsfjörður
172.9 m2
Einbýlishús
424
269 þ.kr./m2
46.500.000 kr.
Skoða eignina Höfðagata 3a
Skoða eignina Höfðagata 3a
Höfðagata 3a
610 Grenivík
190.9 m2
Raðhús
413
261 þ.kr./m2
49.900.000 kr.
Skoða eignina Langanesvegur 11
Bílskúr
Skoða eignina Langanesvegur 11
Langanesvegur 11
680 Þórshöfn
228 m2
Einbýlishús
514
206 þ.kr./m2
47.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin