Gunnólfsgata 12 - 5-6 herbergja einbýlishús með 34,5 m² bílskúr á Ólafsfirði - Heildarstærð 193,8 m²
Eignin skiptist með eftirtöldum hætti: Neðri hæð: Forstofa, hol, eldhús, stofa, borðstofa, svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, geymsla og bílskúr. Efri hæð: Hol, þrjú svefnherbergi og tvær geymslur undir súð.
Í forstofu eru flísar á gólfi og endurnýjuð útidyrahurð. Á holi eru samskonar flísar á gólfi og þrefaldur skápur. Steyptur og lakkaður stigi er af holinu og upp á efri hæðina. Geymsla er við hliðina á forstofu, þar eru flísar á gólfi. Eldhús er með harð parketi á gólfi, snyrtilegri innréttingu, hvít sprautulökkuð og grá máluð með flísum á milli skápa. Stofa og borðstofa eru með harð parketi á gólfi og endurnýjaðri hurð út á lóð. Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, hvítri innréttingu, baðkari, sturtu og opnanlegum glugga. Svefnherbergin eru fjögur, eitt á neðri hæð með harð parketi á gólfi og stórum fataskáp og þrjú á efri hæð, öll með harð parketi á gólfi. Á holi á efri hæð er harð parket á gólfi. Þrjár geymslur eru á efri hæðinni undir súð. Þvottahús er með lökkuðu gólfi, hvítum neðri skápum og hurð út á baklóð. Bílskúr er skráður samkvæmt HMS 34,5 m² að stærð og með byggingarár 1974. Þar er lakkað gólf, rafdrifinn opnari á innkeyrsluhurð og gönguhurð til austurs. Geymsluloft er yfir bílskúrnum. Bílaplan er hellulagt og með hita í. Fyrir framan forstofu er hellulögð verönd.
Annað - Búið er að einangra og klæða íbúðarhúsið að utan. - Steypt stétt/verönd er á baklóðinni með heitum potti/skel og timbur skjólveggir. Hitalagnir eru í stéttinni. - Gólfhiti í forstofu og holi en ótengdur.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Rafmagnstafla hefur verið endurnýjuð að einhverju leiti og tenglar
Frárennslislagnir
óþekkt
Gluggar / Gler
Búið er að endurnýja nokkur gler.
Þak
Ummerki eru um leka í loftaklæðningu. Núverandi eigandi hefur átt eignina síðan í september 2020 og hefur ekki verið var við leka síðan þá.
Lóðarréttindi
Leigulóð
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita. Ofna vantar á baðherbergi og í hjónaherbergi
Inngangur
Tveir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Skemmdir eru í loftaklæðningu á efri hæð eftir leka og voru þær þegar núverandi eigandi keypti. Núverandi eigandi hefur átt eignina síðan í september 2020 og hefur ekki verið var við leka síðan þá. Sprungur eru í fúgu á baðherbergi. Eftir er að ganga frá hluta af lofti í þvottahúsi og í kringum útidyrahurð. Ofna vantar í hjónaherbergi og baðherbergi. Kominn er tími á múrviðgerðir á bílskúr og að innan eru nokkrir lausir endar.
Fasteignasalan Hvammur 466 1600
Gunnólfsgata 12 - 5-6 herbergja einbýlishús með 34,5 m² bílskúr á Ólafsfirði - Heildarstærð 193,8 m²
Eignin skiptist með eftirtöldum hætti: Neðri hæð: Forstofa, hol, eldhús, stofa, borðstofa, svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, geymsla og bílskúr. Efri hæð: Hol, þrjú svefnherbergi og tvær geymslur undir súð.
Í forstofu eru flísar á gólfi og endurnýjuð útidyrahurð. Á holi eru samskonar flísar á gólfi og þrefaldur skápur. Steyptur og lakkaður stigi er af holinu og upp á efri hæðina. Geymsla er við hliðina á forstofu, þar eru flísar á gólfi. Eldhús er með harð parketi á gólfi, snyrtilegri innréttingu, hvít sprautulökkuð og grá máluð með flísum á milli skápa. Stofa og borðstofa eru með harð parketi á gólfi og endurnýjaðri hurð út á lóð. Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, hvítri innréttingu, baðkari, sturtu og opnanlegum glugga. Svefnherbergin eru fjögur, eitt á neðri hæð með harð parketi á gólfi og stórum fataskáp og þrjú á efri hæð, öll með harð parketi á gólfi. Á holi á efri hæð er harð parket á gólfi. Þrjár geymslur eru á efri hæðinni undir súð. Þvottahús er með lökkuðu gólfi, hvítum neðri skápum og hurð út á baklóð. Bílskúr er skráður samkvæmt HMS 34,5 m² að stærð og með byggingarár 1974. Þar er lakkað gólf, rafdrifinn opnari á innkeyrsluhurð og gönguhurð til austurs. Geymsluloft er yfir bílskúrnum. Bílaplan er hellulagt og með hita í. Fyrir framan forstofu er hellulögð verönd.
Annað - Búið er að einangra og klæða íbúðarhúsið að utan. - Steypt stétt/verönd er á baklóðinni með heitum potti/skel og timbur skjólveggir. Hitalagnir eru í stéttinni. - Gólfhiti í forstofu og holi en ótengdur.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Dagsetning
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
Nothæfur samningur
10/09/2020
21.450.000 kr.
32.500.000 kr.
193.8 m2
167.698 kr.
Já
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.