CROISETTE – KNIGHT FRANK kynnir í einkasölu glæsilegt einbýlishús við Skeljatanga 9 í Reykjavík.
Húsið stendur á sjávarlóð innst í rólegri botnlangagötu þar sem náttúran nýtur sín og óhindrað útsýni út á sjó. Arkitekt hússins er Hjörleifur Stefánsson og var húsið reist árið 2008.
Heildarskráning eignarinnar er 508 fm samkvæmt Þjóðskrá Íslands, þar af er bílskúr 66,6 fm. Lóðin er 1.258 fm eignarlóð sem liggur að sjó með skjólgóðu útisvæði og einstöku útsýni.
Eignin er einungis sýnd samkvæmt samkomulagi í einkaskoðun. Þrívíddarmyndataka er aðgengileg fyrir áhugasama.
SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA SÖLUYFIRLITAÐALHÆÐAnddyri: Gengið er inn í húsið um tvöfalda stóra viðarhurð inn í rúmgott anddyri með náttúrusteini á gólfi, innbyggðum fataskáp og stórum loftglugga sem gefur mikla birtu.
Úr anddyrinu er gengið niður nokkur þrep inn í aðalrýmið, til hægri er gengið inn í þvottahús og hliðarinngang, og til vinstri inní aukastofu, gestabað og svefnherbergi með vinnuaðstöðu og baðherbergi.
Aðalrými: Í þessu rými er stórt eldhús, borðstofa, kaffistofa og aðalstofa.
Tveir útgangar út í garð.
Eldhús: Opið og stílhreint eldhús með sérsmíðuðum hvítum innréttingum og eldhúseyju með nýlegri marmaraplötu frá október 2024.
Eldhúsið er búið tvöföldum ísskáp frá Liebherr, gaseldavél frá Smeg og uppþvottavél frá Miele.
Borðstofa: Hægra megin við eldhúsið er rúmgóð borðstofa. Þaðan er útgengt á viðarpall með grillaðstöðu og borðaðstöðu.
Kaffistofa: Vinstra megin við eldhús er lítil setustofa sem snýr út að sjó með bogalaga glugga sem nær frá gólfi upp í loft.
Aðalstofa: Stór stofa með útsýni yfir sjóinn, tvöföld lofthæð og gluggar frá gólfi að lofti sem gefur mikla birtu. Innbyggt hljóðkerfi frá Bose er í stofum, eldhúsi og borðstofu.
Aukastofa: Önnur rúmgóð stofa er í opnu rými með mikilli lofthæð, gler handriði skilur að þessar tvær stofur.
Gestasnyrting: Á þessari hæð er salerni með vaski úr svörtum granítsteini.
Svefnherbergi: Á þessari hæð er eitt mjög rúmgott svefnherbergi með góðu skápaplássi, stórri vinnuaðstöðu sem er auðveldlega hægt að breyta í annað svefnherbergi og baðherbergi með sturtu.
Hliðarinngangur / Þvottahús / „mudroom“: Vel skipulagt rými með sérsmíðuðum fataskápum og góðu geymsluplássi. Þaðan er innangengt beint í bílskúrinn.
Gólf eru flísalögð með náttúrusteini.
EFRI HÆÐ Hjónasvítan: Á efri hæð er hjónasvíta sem spannar alla hæðina. Svefnherbergið er rúmgott með gólfsíðum bogaglugga og útsýni til suðurs.
Fataherbergi: Fataherbergið er staðsett á milli svefnherbergis og baðherbergis og er með sérsmíðuðum hnotuinnréttingum. Gólf er með kalksteini.
Baðherbergi: Baðherbergið er með frístandandi baðkari, salerni, stórri sturtu og góðum skápum. Stór þakgluggi er í baðherberginu sem gefur góða náttúrlega birtu.
Gólf er með kalksteinsflísum á allri hæðinni og gólfhiti.
Aðgengi út á þaksvalir frá fataherbergi.
NEÐRI HÆÐHeilsurými: Á neðstu hæð er spa-rými með niðurgröfnum sérhönnuðum heitum potti og setusvæði sem nýtist sem lounge-rými. Gólf og hluti veggja eru lögð norskum náttúrusteini og pottur er flísalagður.
Líkamsrækt: Sér líkamsræktarsalur með aðstöðu fyrir helstu æfingatæki og innbyggðu hljóðkerfi frá Bose.
Gufubað: Gufubað er inn af líkamsræktarsalnum, klætt norskum náttúrusteini og flísum.
Vínherbergi: Vínherbergi er með innréttingum úr eik og gólfin eru úr norskum náttúrusteini. Rýmið er vel skipulagt með hillum og geymsluplássi fyrir fjölbreytt vínsafn.
Fjölnota rými: Stórt rými sem getur nýst sem sjónvarpsstofa, tómstundaherbergi eða svefnherbergi. Hægt að ganga út á steinpall úr þessu rými.
Svefnherbergi: Rúmgott svefnherbergi með fataskápum og vinnuaðstöðu.
Gólf er úr gegnheilli hnotu. Lagnir eru fyrir baðherbergi í þessu herbergi.
Auka herbergi: Inn af svefnherberginu er gluggalaust herbergi á neðra plani sem nýtist sem sjónvarpsrými, tómstundaherbergi eða geymsla.
Baðherbergi: Baðherbergi með sturtu og salerni er milli vínherbergis og heilsurýmis.
Tæknirými: Á gangi á neðri hæð er stórt tæknirými sem er utan skráðra fermetra. Þar er staðsettur búnaður og stýringar fyrir helstu kerfi hússins. Rýmið er vandað og hannað með aðgengi og viðhald í huga.
LÓÐ OG ÚTISVÆÐIEignin er á 1.258 fm eignarlóð sem liggur að sjó. Við austurhlið hússins er pallur með heitum potti og útisturtu. Pallurinn er í góðu skjóli og nýtur útsýnis til suðurs. Vestan megin við húsið er stór viðarpallur með grillaðstöðu, útiborði og útihúsgögnum. Ofan á bílskúrnum er þakverönd sem býður upp á aukið útisvæði sem er aðgengileg út frá fataherbergi í hjónasvítu.
Á baklóðinni er mjög stór grasflötur og viðarstígur sem gengur í átt að sjó.
Þar er einnig steypt eldstæði.
Framan við húsið er hellulögð aðkoma með upphituðu plani að bílskúr.
Lóðin er skjólgóð og afmörkuð með limgerði og veggjum og nýtur fallegs útsýnis út á sjó.
EFNISVAL OG INNRÉTTINGARGegnheilt hnotugólf var slípað í október 2024. Gólfhiti í öllu húsinu.
Hurðir og innréttingar eru einnig úr hnotu. Kalksteinsflísar eru í hjónasvítu, þar með talið í svefnherbergi, fataherbergi og baðherbergi.
Öll baðherbergi í húsinu eru flísalögð og búin vönduðum innréttingum og blöndunartækjum.
Innbyggt hljóðkerfi er í stofum, eldhúsi, borðstofu og líkamsræktarsal.
Lýsing er hönnuð með áherslu á náttúrulega birtu.
Nánari upplýsingar:Styrmir Bjartur Karlsson, lgf , styrmir@croisette.is S: 899 9090
Eva Margrét Ásmundsdóttir, lgf, eva@croisette.is, S: 822 8196Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette home fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: - Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.