Fasteignaleitin
Skráð 4. apríl 2025
Deila eign
Deila

Bjarmaland 16

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Háaleitis- og Bústaðahverfi-108
503.7 m2
7 Herb.
6 Svefnh.
4 Baðherb.
Verð
365.000.000 kr.
Fermetraverð
724.638 kr./m2
Fasteignamat
225.500.000 kr.
Brunabótamat
122.800.000 kr.
Mynd af Hörður Björnsson
Hörður Björnsson
Sölustjóri - Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja og skipasali.
Byggt 1968
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2037321
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
nýjar að hluta
Raflagnir
nýtt að hluta
Frárennslislagnir
nýtt að hluta
Gluggar / Gler
nýtt gler að hluta
Þak
skipt um þak 2005
Svalir
pallur
Upphitun
hitaveita
Inngangur
Margir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
REMAX og Böddi kynna Glæsilegt ca 500 fm einbýlishús á frábærum stað í Fossvogsdal. Húsið stendur á flottri gróðursælli lóð sem snýr í suður og er með góðum sólpalli sem gengið er út á úr borðstofu. Húsið hefur verið endurbyggt að hluta . Búið er að skipta um gler að hluta í hæðinni. Í risi er svefnherbergi með baðherbergi inn af, góðu skápaplássi og útgengt út á suðursvalir. (gæti einnig verið skrifstofa)
Í kjallara er flott tómstundar rými sem samanstendur af  stúdíóíbúð, bíósal, snyrting, líkamsrækt, pool-herbergi, eldhús/bar o.fl.
þetta er hús sem lætur lítið fyrir sér fara að utan en er miklu stærra að innan en það lítur út fyrir að vera .


Hér má sjá video af eigninni að innan

Samkvæmt skráningu fasteignaskrá er húsið skráð 256,2 fm.
Heildarstærð hússins með kjallara skv. teikningum Jóns Guðmundssonar arkitekts dags. 20.05.2024.
1. hæð 239,2 fm.
Bílskúr 25,3 fm.
Kjallari 239,2 fm. ( óskráður )
Samtals 503,7 fm.
Búið er að fá samþykktar breytingar á þakrými og að byggja yfir bakinngang.
Stækkun þakrými: 24,8 fm., 56,2 rúmm.
Stækkun 1. hæð: 8,9 fm., 37,7 rúmm.
Heildarstærð eftir stækkun: 289,3 fm. fyrir utan kjallara.

Nánari lýsing: 

Aðalhæð:

Forstofa: Flísalögð með hvítum skápum; þar er einnig baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með upphengdu salerni 
, handklæðaofni og steyptri sturtu. Herbergi inn af forstofu með parketi.
Alrými:
Frá forstofunni er komið í parketlagt miðrými hússins/borðstofu þaðan er gengið inn á herbergisgang, eldhús, stofu og frá miðrýminu er gengt út um stóra rennihurð út á pall í glæsilegan garð. Stofan er parketlögð með vönduðu niðurlímdu stafaparketi með fiskabeinamunstri, Frá stofunni er gengið tvö þrep upp til rúmgóðrar sjónvarpsstofu með sams konar parketi.
Frá sjónvarpsstofu er gengið til eldhúss. Eldhúsið er parketlagt, snyrtileg hvít innrétting og góður borðkrókur.
Frá herbergisgangi er gengið til þriggja herbergja, baðherbergis og þvottahúss.
Herbergin eru þrjú, tvö þeirra parketlögð, eitt með korkflísum og tvö þeirra með skápum. Herbergin voru fimm á ganginum en fjórum herbergjum var breytt í tvö mjög rúmgóð herbergi; einfalt er að breyta þeim til baka. Aðalbaðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, með góðri innréttingu, tveimur vöskum, hita í gólfi, upphengdu salerni, handklæðaofni, baðkari og steyptum sturtuklefa.
Þvottahúsið er dúklagt með góðri innréttingu, skápum og vaski. 
Risið var innréttað árið 2021. Svefnherbergi/skrifstofa  með góðum skápum og útgengi út á suðursvalir/þaksvalir, inn af herberginu er baðherbergi með baðkari. Gólfefni, parket og

Kjallari:
Skv. teikningu er kjallari hobbýrými, en hann var endurnýjaður árið 2023. Kjallarinn var endursteyptur. Allt rafmagn er nýtt. Allar lagnir eru nýjar. Innréttingar, ljós og fl. er endurnýtt.
Búið er að útbúa stúdíó-íbúð með flísalögðu baðherbergi með sturtu, eldhúsi með vönduðum tækjum, ísskáp og uppþvottavél.
Í miðrými er líkamsræktaraðstaða, inn af því er eldhús/bar með innbyggðum ísskáp.
Við hlið þess er Pol/billiard-herbergi og það er útgengt um kjallaratröppur.
Norðan megin í kjallara er fullkominn bíósalur með 6 st rafknúnum lazyboy/biostolum, góðu hljóðkerfi og sjónvarpi.
Þar er líka snyrting, geymsla og tæknirými. 

Eigninni fylgir 42 fm bílskúr með heitu og köldu vatni og skápum. Búið er að skipta bílskúrnum upp og hægt að nýta aftari hlutann sem skrifstofu/geymslu eða þvottahús. Glæsilegur skjólsæll garður til suðurs.
Þak var endurnýjað 2005.

Nánari upplýsingar :

Böddi 8216300
boddi@remax.is 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (einstaklingar) 1,6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús. kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.

 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
20/04/201699.950.000 kr.126.000.000 kr.256.2 m2491.803 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 1968
41.7 m2
Fasteignanúmer
2037321
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
14.900.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Svæðisupplýsingar

Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin