Fasteignaleitin
Skráð 22. ágúst 2025
Deila eign
Deila

Deildarás 8

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Árbær-110
338.4 m2
8 Herb.
6 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
189.900.000 kr.
Fermetraverð
561.170 kr./m2
Fasteignamat
153.550.000 kr.
Brunabótamat
172.800.000 kr.
Mynd af Vernharð S Þorleifsson
Vernharð S Þorleifsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1982
Þvottahús
Garður
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2045961
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegar, biluð snjóbræðslulögn í bílaplani og steyptum tröppum á austurhlið.
Raflagnir
Upprunalegar
Frárennslislagnir
Upprunalegar
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Þak
Nýlega viðgert
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Margir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Punktar úr ástandsskoðun sem seljendur létu gera fyrir sölu.
1. Lekataumar á útveggjum að innanverðu í stofurými. Kemur undan loftaklæðningu. Skemmdirá loftaþiljum sökum þessa. Líklegt er að rof sé komið á rakavarnarlag. Þrjú staðbundin svæði í rými. 
2. Rakaskemmdir á loftaklæðningu í bílskúr á afmörkuðu svæði. Ekki mældist raki á svæði.
3. Búið var að fjarlægja flasningu á þakbrún sem liggur yfir þakrennu. Merkja má aðtæring/ryðmyndun á sér stað við þakjárnsenda. Huga mætti að faglegri frágangi flasninga við skorstein að þakjárni.
4. Samtengin niðurfallsrör frá þakrennu laus á suð-austur gafli.
5. Biluð snjóbræðslulögn í bílaplani og steyptum tröppum á austurhlið.
Vernharð Þorleifsson og Magga Gísladóttir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna:
Vandað 2ja íbúða hús á einstökum stað í Selásnum, örstutt er í sundlaug og íþróttaaðstöðu sem og fallegar gönguleiðir um Elliðaárdalinn, skóla og aðra þjónustu . Eignin er 338,4 fm á tveimur hæðum sem bíður upp á einstakt tækifæri fyrir stórfjölskyldur eða sem eign með góða útleigumöguleika. 
 
Frekari upplýsingar veita Vernharð Þorleifsson löggiltur fasteignasali í síma 699-7372 / venni@remax.is og Magga Gísladóttir löggiltur fasteignasali í síma 698-7494 / magga@remax.is
Kíktu í heimsókn til okkar á Facebook eða á Instagram

Nánari lýsing eignar:
Efri hæð.
 
Forstofa með vönduðum fataskápum og flísum á gólfi.
Hol er rúmgott og nýtist sem vinnuaðstaða í dag. Er með eikarparketi á gólfi.
Eldhús með nýlegri vandaðri innréttingu frá Innlifun. Borðkrókur og vinnuaðstaða við endann. Góð lýsing og gott vinnurými. Tveir ofnar í eldhúsi. Annar keyptur nýr á árinu og hinn er örbylgja og ofn í sama tæki. Spanhella og vegghengdur háfur. Eldhús sem er hannað fyrir stórar fjölskyldur og veislur.
Baðherbergi er einnig nýlega uppgert á fallegan máta. Flísalagt í hólf og gólf, flísalögð sturta með gler-skilrúmi, snyrtileg innrétting. Speglaskápur og upphengt salerni. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara þar inni.
Stofa / borðstofa er stór og björt og tengist eldhúsi, útgengi á suð-vestur svalir með tröppum niður í fallega gróinn og skjólsælan garðinn. Fallegur arinn skilur á milli stofu og borðstofu. Loftbitar sem gefa rýminu svipsterkan stíl skapa hlýlegt yfirbragð og tala vel saman við stóran arininn. Eikarparket á gólfi.
Hjónaherbergi er mjög rúmgott með innréttuðu fataherbergi innaf, parket á gólfi.
Barnaherbergi er á hæðinni en það er opið í dag og tengist holinu en einfalt er að loka því aftur. Er með harmonikku hurð.
Neðri hæð.
Sérinngangur er garðmegin og gengið er niður við hlið hússins.
Forstofa Komið er inn í rúmgóða forstofu með fataskáp.
Eldhús með nýlegri innréttingu. Innangengt er í þvottahúsið úr eldhúsinu.
Baðherbergi eru tvö. Annað er mjög rúmgott og flísalagt í hólf og gólf, baðkar og sturtuklefi. Saunaklefi sem er í fullri notkun er innaf baðherberginu. Hitt baðherbergið er með sturtuaðstöðu og þvottaaðstöðu í sama rými.
Stofa er með útgengi út í garð. Inn af stofu er gott sjónvarpsrými.
Svefnherbergi eru fjögur. Eitt nokkuð stórt og með sérinngang.

Geymslur eru tvær önnur innan íbúðar, auk þeirra er stór köld útigeymsla í garðinum.
Lóð er fallega gróin og snyrtileg, hellulögð verönd undir svölum og fram í garðinn en skjólveggir og gróður loka lóðinni umhverfis húsið. Hægt er að ganga úr garðinum á tveimur stöðum.
Fallegt hús sem hefur fengið að halda mörgum af upprunalegum einkennum sínum  í gegnum tíðina. Meðal annars ómálaðir bitar í loftinu, arininn er orginal og tíglagluggar sem gefa eigninni einkennandi útlit.

Allar nánari upplýsingar veita:
Vernhað Þorleifsson, löggiltur fasteignasali, í síma 699 7372 eða í tölvupóst: venni@remax.is
Magga Gísladóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 698 7494 eða í tölvupóst: magga@remax.is



 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
22/06/2022103.000.000 kr.34.000.000 kr.338.4 m2100.472 kr.Nei
06/07/201771.250.000 kr.86.000.000 kr.338.4 m2254.137 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Brekkubær 4
Skoða eignina Brekkubær 4
Brekkubær 4
110 Reykjavík
305.6 m2
Raðhús
925
572 þ.kr./m2
174.900.000 kr.
Skoða eignina Fálkahlíð 5 509
Bílskúr
Bílastæði
Opið hús:14. sept. kl 17:00-17:30
Fálkahlíð 5 509
102 Reykjavík
324.2 m2
Fjölbýlishús
413
586 þ.kr./m2
189.900.000 kr.
Skoða eignina Norðurbrún 22
Skoða eignina Norðurbrún 22
Norðurbrún 22
104 Reykjavík
281.9 m2
Parhús
725
663 þ.kr./m2
187.000.000 kr.
Skoða eignina Efstasund 61
Bílskúr
Skoða eignina Efstasund 61
Efstasund 61
104 Reykjavík
299.9 m2
Einbýlishús
936
650 þ.kr./m2
195.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin