BYR fasteignasala kynnir í einkasölu HRAUNBÆR 56 - ÍBÚÐ 303, 3.HV, 110 Reykjavík. Þriggja herbergja íbúð á efstu hæð í fjölbýlishúsi, tvennar svalir.
Stutt í alla almenna þjónustu, stutt í náttúru og útivistarsvæði s.s. Elliðaárdal. Smellið hér fyrir staðsetningu.Húsið er steypt byggt árið 1967. Eignin skiptist í íbúð 75.8 m² og geymslu 5.9 m², samtals 81.7 m². samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag íbúðar: Anddyri, eldhús, stofa og borðstofa, tvö svefnherbergi og baðherbergi.
Í sameign: Tvö anddyri, stigahús, sér geymsla, hjóla- og vagnageymsla.
Nánari lýsing: Anddyri með flísum á gólfi, þrefaldur fataskápur.
Stofa og borðstofa í opnu rými parket á gólfi, útgengt er úr stofu út á
svalir (vestur), veggföst eining í stofu fylgir.
Eldhús, flísar á gólfi, U-laga innrétting, helluborð, vifta, AEG ofn í vinnuhæð, gluggi.
Hjónaherbergi með fjórföldum fataskáp, parket á gólfi
Barnaherbergi, parket á gólfi, útgengt út á
svalir(austur). Baðherbergi, flísar á gólfi, sturta, upphengt salerni og vaskinnrétting, handklæðaofn. Fiboplötur á veggjum sturtuhorns, tengi fyrir þvottavél er á baðherbergi.
Sér geymsla er á jarðhæð í sameign, málað gólf.
Í sameign eru tvö anddyri, stigahús, þvottahús, inntaksrými, hjóla- og vagnageymsla og sorpgeymsla.
Hraunbær 56 er steinsteypt, fjölbýlishús á fjórum hæðum, þ.e. kjallari með gólf við jörð, 1. hæð, 2. hæð og 3. hæð. Húsið var sprunguviðgert og málað árið 2018.
Hraunbær 56 telst eitt stigahús í húsasamstæðunni Hraunbær 36-60, Hraunbær 56 telst matshluti 11.
Á fyrstu og annarri hæð eru tvær íbúðir, á þriðju hæð eru þrjár íbúðir, ein íbúð er á jarðhæð.
Að auki er á jarðhæð inngangar um tvö anddyri, annað á vestuhlið og hitt á austurhlið, sameiginlegt þvottahús, sorpgeymsla, hjóla- og vagnageymsla ásamt sér geymslum hverrar íbúðar.
Snyrtileg sameign, stigahús með þakglugga.
Lóð er sameiginleg fullfrágengin, hellulögð stétt er að inngöngum hússins.
Sérmerkt bílastæði á bílastæðalóð. Bakinngangur (vestur) liggur að sameiginlegri lóð með leiktækjum.
Skráning eignarinnar hjá HMS:
Fastanúmer 204-4686.Stærð: Íbúð 75.8 m². Geymsla 5.9 m². Samtals 81.7 m².
Brunabótamat: 37.600.000 kr.
Fasteignamat: 51.800.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat 2025: 52.200.000 kr
Byggingarár: Íbúð 1967.
Byggingarefni: Steypa.
Séreign: 11.0303- Séreign. Rými 11.0008 Geymsla 5.9 Brúttó m². 11.0303 Íbúð 75.8 Brúttó m². 11.0307 Svalir 8.8 Brúttó m².