** Hafðu samband og bókaðu tíma fyrir skoðun - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - svanthor@fastmos.is eða 698-8555 - Theodór Emil Karlsson, löggiltur fasteignasali - teddi@fastmos.is eða 690-8040 - Steingrímur Benediktsson, löggiltur fasteignasali - steingrimur@fastmos.is eða 862-9416 **Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Bjart og fallegt 168,5 m2 raðhús á tveimur hæðum og innbyggðum bílskúr við Klapparhlíð 4 í Mosfellsbæ. Eignin er skráð 168,5 m2, en þar af raðhús 146,0 m2 og bílskúr 22,5 m2. Eignin skiptist í þrjú svefnherbergi, sjónvarpshol (hægt að breyta í svefnherbergi), fataherbergi/vinnuherbergi, forstofu, baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottahús/geymslu, stofu, borðstofu, eldhús og bílskúr. Stór bakgarður með timburverönd í suðvesturátt. Hellulagt bílaplan með hitalögn og búið er að setja upp hleðslustöð. Um er að ræða fallegt raðhús á vinsælum stað í Mosfellsbæ. Stutt í skóla, leikskóla, sundlaug, líkamsræktarstöð, golfvöll og vinsæl útivistarsvæði.
Skv. upplýsingum frá seljanda var árið 2020 settur gólfhiti á báðar hæðir hússins, skipt um öll gólfefni og baðherbergi á efri hæð endurnýjað.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.
Nánari lýsing:Neðri hæð:
Forstofa er með fatahengi og parketi á gólfi. Úr forstofu er innangengt inn í
bílskúr með epoxý á gólfi. Inn af bílskúr er
þvottahús/geymsla með innréttingu og hillum, epoxý á gólfi.
Gestasnyrting er með flísum á gólfi, vegghengdu salerni og skolvask.
Stofa og
borðstofa er í opnu og björtu rými með parketi á gólfi, sem skiptist í borðstofu og stofu. Úr stofu er gengið út á
timburverönd og
bakgarð í suðvesturátt.
Eldhús er með L-laga innrétting með góðu skápaplássi og eyju. Í innréttingu er innbyggður ísskápur, innbyggð uppþvottavél, blástursofn, keramik helluborð og háfur. Marmari á borðum.
Efri hæð:Sjónvarpshol er með parketi á gólfi. Væri hægt að breyta í
auka svefnherbergi.Svefnherbergi nr. 1 (hjónaherbergi) er með parketi á gólfi. Inn af hjónaherbergi er
fataherbergi.
Svefnherbergi nr. 2 er með fataskáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi nr. 3 er með fataskáp og parketi á gólfi.
Baðherbergi er flísum á gólfi og veggjum. Á baði er innrétting með niðurfelldum vask, frístandandi baðkar og 'walk in' sturta með innbyggðum blöndunartækjum.
Fyrirhugað fasteignamat fyrir árið 2026 er kr. 116.500.000,-
Verð kr. 139.500.000,-