Fasteignaleitin
Skráð 19. júní 2025
Deila eign
Deila

Barrholt 37

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Mosfellsbær-270
184 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
132.400.000 kr.
Fermetraverð
719.565 kr./m2
Fasteignamat
113.300.000 kr.
Brunabótamat
96.550.000 kr.
Mynd af Aðalsteinn Bjarnason
Aðalsteinn Bjarnason
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1980
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2082870
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegt - Endurnýjað að hluta 2023 og 2025
Raflagnir
Endurnýjað að hluta - rofar og tenglar (2016)
Frárennslislagnir
Upprunalegt
Gluggar / Gler
Upprunalegt - Nokkrir gluggar þarfnast viðhalds
Þak
Upprunalegt - Viðhaldið 2020 og 2025
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Hellulögð verönd
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Tveir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Móða er innan á rúðum inn í eldhúsi, þvottahúsi og á einni rúðu í stofunni. Gluggalistar eru sumir fúnir sem þarf jafnframt að yfirfara og skipta út. 
Fasteignasalan TORG og Aðalsteinn Bjarna lgf. kynna í sölu myndarlegt og vel við haldið einbýli á einni hæð við Barrholt 37 í Mosfellsbæ. Um er að ræða hús sem er skráð alls 184 m2 að stærð ásamt bílskúr sem er skráður 36 m2 að stærð. Íbúðarhlutinn skiptist í forstofu, tvær stofur, eldhús, þvottahús, 4 svefnherbergi, baðherbergi og gestasalerni. Lóðin er gróin með nýlegt grindverk á bak við hús ásamt litlum kofa. Bílskúr er afar rúmgóður með milliloft sem ekki er skráð í heildarfermetra. Húsið lítur vel út og hefur verið reglulega haldið við af eigendum undanfarin 10 ár. Húsið er staðsett í rólegu barnvænu hverfi með aðlaðandi leiksvæði í miðju þess, ásamt því að staðsetning er góð með tilliti til skóla og þjónustu í kring. Tilvalin eign fyrir stækkandi fjölskyldu.  - Allar nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Bjarnason, löggiltur fasteignasali, í síma 773-3532, tölvupóstur adalsteinn@fstorg.is.

*** SMELLIÐ HÉR TIL AÐ BÓKA SKOÐUN ***


Nánari lýsing og skipting eignarhluta:
Forstofa: Komið er í bjarta forstofu með skápum og forstofuhurð með gleri.
Gestasalerni: Inn af forstofu er salerni með vask.
Herbergi I: Inn af forstofu er herbergi með skáp og harðparketi á gólfi.
Stofur/Alrými: Inn af forstofu er afar rúmgott alrými með stofu á báða vegu með gegnheilu parketi sem lagt er í fiskibeinamynstri, annars vegar við herbergja gang og hins vegar við arinn rými með útgengi í garð. Á milli rýmanna tveggja er borðstofa með náttúrustein á gólfum.
Eldhús: Rúmgott eldhús með góðum borðkrók og viðarinnréttingu. Korkur á gólfi og flísar á milli skápa og í borðplötu. Ágæt eldunartæki og nægt skápapláss.
Þvottaherbergi: Inn af eldhúsi er rúmgott þvottaherbergi með útihurð, veggskáp með vaski og hillum á vegg.
Svalir/Verönd: Úr stofu er útgengi á hellulaggða verönd.
Herbergi II: Ágætt herbergi með harðparketi.
Herbergi III: Ágætt herbergi með harðparketi.
Hjónaherbergi IV: Nokkuð rúmgott með nægu skápaplássi og harðparketi á gólfi.
Bílskúr: Er afar rúmgóður með milliloft sem ekki er skráð í heildarfermetra. Bílskúrshurð með rafmagns opnun. 

*** SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SÆKJA SÖLUYFIRLIT ***

Um framkvæmdir og viðhald undanfarin ár skv. seljanda:
2016: Nýtt harðparket sett á öll svefnherbergin.
2017: Nýtt grindverk sett við lóðamörk á bak við hús.
2020: Þak yfirfarið, slípað upp og ryðvarið, heilgrunnað og málað með tveimur umferðum. Framkvæmt af fagmanni.
2023: Nýir þrýstijafnarar í grind í bílskúr.
2024: Hattur settur á skorstein.
2025: Nýr retúr lagður úr húsi í brunn. Öryggislokum og einstreymislokur skipt í grind í bílskúr.
2025: Þakið málað af fagmanni.

ATH. - Fasteignamat eignar árið 2026 verður 124.100.000 kr.

Allar nánari upplýsingar veita:
Aðalsteinn Bjarnason - Löggiltur fasteignasali / s.773-3532 / adalsteinn@fstorg.is
Margrét Rós Einarsdóttir - Löggiltur fasteignasali / s.856-5858 / margret@fstorg.is

*** SMELLTU HÉR FYRIR FRÍTT VERÐMAT OG SÖLURÁÐGJÖF ***

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
17/12/201543.250.000 kr.52.500.000 kr.184 m2285.326 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 1980
36.3 m2
Fasteignanúmer
2082870
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
14.000.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Bjargslundur 2A
Bílskúr
Opið hús:10. júlí kl 16:30-17:00
Skoða eignina Bjargslundur 2A
Bjargslundur 2A
270 Mosfellsbær
153.9 m2
Parhús
413
844 þ.kr./m2
129.900.000 kr.
Skoða eignina Lindarbyggð 13
Opið hús:09. júlí kl 16:30-17:00
Skoða eignina Lindarbyggð 13
Lindarbyggð 13
270 Mosfellsbær
180.2 m2
Parhús
524
727 þ.kr./m2
131.000.000 kr.
Skoða eignina Aðaltún 2
Skoða eignina Aðaltún 2
Aðaltún 2
270 Mosfellsbær
131.9 m2
Parhús
312
1001 þ.kr./m2
132.000.000 kr.
Skoða eignina Litlikriki 22
Bílskúr
Skoða eignina Litlikriki 22
Litlikriki 22
270 Mosfellsbær
164 m2
Raðhús
312
841 þ.kr./m2
137.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin