Helgafell fasteignasala ehf. og Gunnar Sv. Friðriksson lögmaður og löggiltur fasteignasali kynna fallega, vel staðsetta og bjarta íbúð á 4. hæð í góðu fjölbýli við Stigahlíð 18 miðsvæðis í Reykjavík. Sameign öll hin snyrtilegasta sem og annað umhverfi hússins.
Búið er að samþykkja framkvæmdir vegna múrviðgerðar á húsinu. Þessar framkvæmdir verða greiddar af seljanda og eru áætluð verklok 2025 samkvæmt samningi við verktaka. Gólefni á alrými og herbergjum frá árinu 2022. Fyrirhugað fasteignamat ársins 2026 er kr. 61.750.000.
BÓKIÐ SKOÐUNSMELLTU HÉR TIL AÐ OPNA SÖLUYFIRLITForstofa - plastparket - fatahengi.
Eldhús - plastparket - góð innrétting - flísar milli efri og neðri skápa - búrskápur - keramikk helluborð - vifta - innbyggð uppþvottavél og ísskápur - eldhúss endurnýjað að hluta árið 2022.
Stofa - tvær samliggjandi stofur - plastparket - mjög bjartar - útgengt á svalir sem snúa inn í sameiginlegan garð - ný svalahurð sett í árið 2018.
Svefnherbergi - plastparket - góður fataskápur.
Herbergi - plastparket.
Baðherbergi - nett innrétting - flísar í hólf og gólf - sturta - gluggi - t.f. þvottavél - upphengt salerni - handklæðaofn - baðherbergi tekið í gegn árið 2019.
Geymsla - sérgeymsla á jarðhæð - gluggi - hillur.
Tvö sameiginleg
þvottahús og tvö
þurrkherbergi í sameign. Sér tengill fyrir hverja íbúð.
Hjóla- og vagnageymsla í sameign á jarðhæð með útgengi út í garð.
Sameignin er öll hin snyrtilegasta - nýjir gluggar í stigahúsi.
Stutt er í almenningssamgöngur, skóla og leikskóla.
Framkvæmdir við sameign hússinsi síðustu 10 ár:Þakjárn hefur verið endurnýjað. Árið 2018 voru endurnýjaðir einhverjir gluggar í íbúðinni. Árið 2017 var stétt hellulögð og hitalögn lögð undir stétt. Árið 2016 voru frárennslislagnir endurnýjaðar. Þá var einnig lagt nýtt dren meðfram húsinu og einhverjar múrviðgerðir fóru fram.
Allar frekari upplýsingar veitir Gunnar Sv. Friðriksson lögmaður og löggiltur fasteignasali í síma
842 2217 / gunnar@helgafellfasteignasala.is