Lögeign kynnir einbýlishúsið Ketilsbraut 19, 640 Húsavík.
Ketilsbraut 19 er einbýlishús á tveimur hæðum, samtals að stærð 188,4 m2. Húsið er byggt úr steyu árið 1961 og er með sex/sjö svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum, eldhúsi, búri, stofu, holi og hitakompu,
Nánari lýsingNeðri hæð: Er með tveim inngangöngum, svefnherbergi, hitakompu, forstofu, stofu, holi, eldhúsi og baðherbergiForstofa er sunnan megin við húsið, með gráum flísum á gólfi og fatahengi. Inn af forstofu er búr.
Svefnherbergi á hæðinni er með nýlegum fataskáp.
Eldhús er með nýlegu parketi á gólfi, innrétting hefur verið endurnýjuð með hvítum skápum og gráum borðplötum.
Hol er með viðarlituðum dúk með parketmynstri. Í endanum á holi er stigi upp á aðra hæð en niðurgrafinn hitakompa er einnig í enda holsins.
Stofa Gengið er inn í stofuna úr holinu og er hún rúmgóð með dúk með parketmynstri á gólfi.
Baðherbergi á hæðinni er með sturtu og var þá sett ný baðinnrétting með vask og skáp, auk þess sem blöndunartæki og sturtuhaus í sturtu var endurnýjaður.
Þvottahús með sérinngang er inn af eldhúsinu. Þar er flísalagður gangur þar sem er baðherbergi og er tengi fyrir þvottavél við inngangshurð.
Efri hæð Gangur/hol,
sex svefnherbergi, svalir, baðherbergi og geymsluloft.Gangur/hol er með dúk á gólfi og er þar lúga sem liggur upp á geymsluloft.
Herbergi Öll herbergin eru með dúk á gólfi. Þrjú þeirra eru rúmgóð en útgengt er úr einu herberginu út á svalir.
Baðherbergi er með brúnum flísum á veggjum, dúk á gólfi, nýlegu salerni, sturtubaðkari, innréttingu, vask og veggskáp.
Verönd Mikil gróðursæld er í kringum húsið.
Annað;- Gluggar hafa verið endurnýjaðir að stórum hluta neðri hæðar.
- Nýlegar búið að skipta slauflokur og settur öryggisloki og loki á hitakerfi. Á sama tíma var salerni endurnýjað á baðherbergi efri hæðar ásamt vatnsloka. Ofnar yfirfarnir og skipt um ofnloka og hitastilla í fjórum ofnum.
- Kaldavatnslögn var endurnýjuð í garðinum.
- Nýlega var málað herbergi á efri hæð og stóran hluta af neðri hæð.
Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða í netfanginu hermann@logeign.is eða Hinrik Lund lgf. í síma 835-0070 eða netfanginu Hinrik@logeign.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á