Sérlega falleg 2ja herbergja endaíbúð með miklu útsýni á 5. hæð í vönduðu lyftuhúsi með stæði í bílageymslu í húsi fyrir 55 ára og eldri. Stórar þaksvalir með fallegu útsýni. Eignin er mjög vel staðsett í göngufæri í verslun, skóla, leikskóla, Kórinn íþróttamiðstöð HK, hesthús, fallegar gönguleiðir, útivistarsvæði og á golfvöll. Einnig er í næsta nágrenni félagsmiðstöðin Boðinn þar sem hægt er að sækja tómstundir, mötuneyti, sundlaug og aðra þjónustu fyrir eldri borgara. Eignin er laus við kaupsamning.
Eignin skiptist í anddyri / hol, eldhús, stofu/boðrstofu, svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, geymslu sem staðsett er í sameign, stæði í bílageymslu og sameiginlega vagna- og hjólageymslu.
Nánari lýsing:
Forstofa með fataskáp og parket á gólfi.
Stofa/borðstofa björt með parketi á gólfi. Útgengt er út á stórar þaksvalir með fallegu útsýni úr stofunni.
Eldhús er með fallegri innréttingu með efri og neðri skápum, helluborð og viftuháf yfir, ofn, ísskæapur getur fylgt og uppþvottavél í innréttingu og parket á gólfi.
Hjónaherbergi er rúmgott með góðum fataskápum og parket á gólfi. Útgengt er út á þaksvalir íbúðarinnar úr herberginu.
Baðherbergi er rúmgott með góðri innréttingu, walk-in sturta, upphengt salerni, handklæðaofn og flísalagt í hólf og gólf.
Þvottahús er rúmgott með vinnuborði, innrétting fyrir vélar í vinnuhæð, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, flísar á gólfi.
Geymsla íbúðar er á 1 hæð skráð 8,5 fm.
Húsið Boðaþing 18-20 er glæsilegt og vandað fjölbýlishús var byggt af Húsvirkja. Húsið er á 5 hæðum ásamt inngang og bílageymsla á jarðhæð, alls 36 íbúðir. Tveir stigagangar og lyftur í þeim báðum. Húsið er byggt úr steinsteypu, einangrað og klætt að utan með áli og timburklæðningu. Þak er viðsnúið þak, slétt með þakdúk og einangrað ofan á plötu með þéttri rakaheldri plasteinangrun a.m.k. 250 mm, fergri með perlumöl og hellum. Gluggar eru álklæddir trégluggar með tvöföldu einangrunargleri (K-gleri). Útihurðir, ásamt innri hurðum í anddyri eru með rafrænum opnunarbúnaði. Á gólfum stigahúsa og í sameign, að undanskildum anddyrum, sorpi hjól og vagnageymslum, geymslugöngum og brunastúkum inn í bílageymslu er teppi, en flísar á anddyri. Allar hurðar í sameign eru með rafmagnsopnara. Útveggir eru ýmist múrhúðaðir að innan eða sandspatlaðir og innveggir eru ýmist hlaðnir og múrhúðaðir eða léttir gifsveggir. Innréttingar eru frá GKS, hurðir eru frá Birgisson, gólfefni eru frá Birgisson, loftræstikerfi í hverri íbúð, tæki í votrými frá Tengi, sturtugler frá Glerborg, gluggar og gler frá Glerborg, brunakerfi frá Nortek.
Húsið er á reit þar sem eru almennar íbúðir, þjónustuíbúðir, hjúkrunarheimili og þjónustumiðstöð aldraða. Skipulag hverfisins myndar þannig kjarna í kringum hjúkrunaríbúðir og þjónustumiðstöð aldraða á vegum Kópavogsbæjar og Hrafnistu DAS.
Umhverfi þar sem er stutt að fara til að njóta náttúrunnar í fallegu umhverfi við Elliðavatn og í Heiðmörk þar sem eru margar góðar gönguleiðir.
Allar upplýsingar um eignina veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 899 5949 eða gudbjorg@trausti.is