Fallegt 7 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum með aukaíbúð við Þingasel 9 í Reykjavík. *
Aukaíbúð á fyrstu hæð - Útleigumöguleiki
* Fallegur pallur
* 4 svefnherbergi
* ÚtsýniSamkv. HMS er birt flatarmál eignarinnar 289,8 fm, íbúðarrými 210,5 fm og 41,7 fm bílskúr. Að auki er 40 fm óskráðir fm þannig að heildar fm fjöldinn er 330 fm.Húsið skiptist í:Neðri hæð: forstofa, svefnherbergi, snyrtingu, bílskúr. Aukaíbúð á neðri hæð með sérinngangi með forstofu, eldhúsi, stofu, svefnherbergi, baðherbergi og góðri geymslu.
Efri hæð: Eldhús, borðstofa, stofa, arinn, svalir, sjónvarpshorn, hjónaherbergimeð fataherbergi, tvö svefnherbergi, baðherbergi, hol, þvottahús og búr.
Upplýsingar veita:
Þorgeir Símonarson löggiltur fasteignasali í síma 696-6580 eða thorgeir@palssonfasteignasala.isNeðri hæð:Forstofa: Rúmgóð, Innangengt er í bílskúr frá forstofu. Flísar á gólfi.
Hol: Með fataskáp þar er einnig góður stigi upp á efri hæðina.
Svefnherbergi/Geymsla: Stórt herbergi, geymsla og svo stórt sverfnherbergi. Inn af herbergi er snyrting.
Bílskúr: Er rúmgóður. Innangengt er frá anddyri um eldvarnarhurð.
Efri hæð:Eldhús: Innrétting er endurnýjuð að hluta, tengi fyrir uppþvottavél og góður borðkrókur. Flísar á gólfi.
Stofa/borðstofa: Stór og björt stofa með glæsilegu útsýni yfir Reykjavík.
Baðherbergi: Falleg hvít innrétting með tveimur handlaugum, sturta með glerskilrúmi og upphengdu salerni. Flísar á gólfi.
Baðherbergi var endurnýjað 2016.
Sjónvarpshol: Arinn er í sjónvarpsholi. Útgengt á góðar austursvalir sem liggja svo út í garð.
Þvottahús/Búr: Rúmgott, tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Innangengt úr eldhúsi. Inn af þvottahúsi er lítið búr.
Aukaíbúð: Aukaíbúð á neðri hæð með sérinngangi með forstofu, eldhúsi, stofu, svefnherbergi, baðherbergi og góðri geymslu.
Eldhús: Með innréttingu og borðkrók. Flísar á gólfi.
Herbergi: Með parket á gólfi.
Stofa: Með parket á gólfi.
Baðherbergi: Með innréttingu, vask, sturtu og upphengdu salerni. Tengi fyrir þvottavél.
Garður: Stór garður eða í heild 859 fm lóð. Fallegur sólpallur er sunnan megin við húsið og geymsluskúr. Mikill og fallegur gróður.
Eignin er á rólegum barnvænum stað. Húsið er í enda á botnlanga- götu og er því lítil umferð.Í göngufæri er fallegt útvistarsvæði og Íþróttasvæði ÍR og stutt er í grunn- og leikskóla í hverfinu. Þá er stutt í alla verslun og þjónustu.
Upplýsingar veita:
Þorgeir Símonarson löggiltur fasteignasali í síma 696-6580 eða thorgeir@palssonfasteignasala.isEIGN SEM ER ÞESS VIRÐI AÐ SKOÐA!Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Kaupandi eignarinnar greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt sem er 0,3% af endanlegu brunabótamati eignarinnar.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra