Miklaborg kynnir: Glæsilega 52 fm stúdíóíbúð á 3. hæð á vinsælum stað við Laugaveg 27b. Íbúðin er laus til afhendingar fljótlega eftir kaupsamning. Húsið var byggt af Þingvangi árið 2019 og er fasteignamat næsta árs 59 milljónir.
***Opið hús sem átti að vera 10.12.2025 fellur niður***
Um er að ræða nánar tiltekið íbúð 318 við Laugaveg 27b, 101 Reykjavík, F2506407. Stúdíóíbúð á 2. hæð frá Laugavegi (3. hæð frá Hverfisgötu). Samkvæmt Fasteignaskrá HMS er eignin skráð samtals 52 fm, þar af er íbúðarrými 47,8 fm og sérgeymsla er 4,2 fm. Íbúðin skiptist í anddyri, opið eldhús og stofu í alrými, svefnrými í horni alrýmis, gott baðherbergi með þvottaaðstöðu og sér geymslu í kjallara. Húsið er bakhús á milli Laugavegs og Hverfisgötu og er aðgengi bæði frá Laugavegi og um opinn stigagang frá Hverfisgötu. Seljandi er fyrsti eigandi íbúðarinnar og flutti inn í íbúðina 2021
Nánari lýsing eignar
Anddyri: komið er inn í anddyri með góðum fataskápum. Parket á gólfi.
Eldhús: er opið með fallegri Arens innréttingu með ljósum neðri skápum og dökkum efri skápum. Innbyggð eldhústæki frá AEG fylgja með (bakaraofn, helluborð, ísskápur og uppþvottavél). Parket á gólfi.
Stofa og borðstofa: eru í opnu alrými með eldhúsinu. Stofan er rúmgóð og ber bæði gott borðstofuborð og stofu með sófa og stólum. Parket á gólfi.
Svefnrými: er í horni alrýmis. Möguleiki er að stúka svefnrýmið af og setja upp herbergi. Parket á gólfi.
Baðherbergi er með snyrtilegri innréttingu og góðri aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara í innréttingu. Stór sturtuklefi með rennihurð. Upphengt salerni. Flísalagt í hólf og gólf.
Sér geymsla sem tilheyrir íbúðinni er í kjallara hússins og hjóla- og vagnageymsla er í sameign í kjallara hússins. Hiti er sameiginlegur samkvæmt hlutfallstölu. Gólfhiti er í öllum rýmum. Rafmagn er á sérmæli fyrir íbúðina.
Staðsetningin er frábær og fyrir þá sem kjósa lífstíl án bíls er staðsetningin tilvalin. Fyrir þá sem þurfa bílastæði þá geta íbúar sótt um bílastæðakort hér https://reykjavik.is/bilastaedi/reglur-um-ibuakort. Laugavegur 27a og 27b er í miðpunkti verslunar, afþreyingar og þjónustu í miðbæ Reykjavíkur.
Allar upplýsingar gefa
Stefán Jóhann Stefánsson löggiltur fasteignasali í síma 659-2634 eða stefan@miklaborg.is
Bára Gunnlaugsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 899-8809 eða bara@miklaborg.is
| Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
|---|---|---|---|---|---|
| 01/03/2021 | 41.300.000 kr. | 37.000.000 kr. | 52 m2 | 711.538 kr. | Já |
| Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
|---|---|---|---|---|
101 | 43.9 | 51,9 | ||
101 | 49.7 | 52,5 | ||
101 | 52 | 51,9 | ||
101 | 49.5 | 49,9 | ||
101 | 47.9 | 52,9 |