Einstök eign við sjávarsíðuna í Garðabæ með óhindruðu útsýni út á sjó þannig að einstök náttúrufegurð blasir við úr stofugluggum.
** LAUS VIÐ KAUPSAMNING **
* Sérlega stór stofa * Yfirbyggðar svalir * Bílakjallari * Einstakt útsýni * Lítið mál er að bæta við svefnherbergi nr 3.
Yfirbyggðar svalir sem færa þig enn nær sjónum!
Lýsing á eign; Gengið er inn í parketlagt alrými sem flæðir um alla íbúðina. þegar að inn er komið er þvottahús á vinstri hönd, þar er skápur, skolvaskur og tengi er fyrir þvottavél. Við tekur eldhúsið með fallegri eikar innréttingu með góðu skápaplássi og innbyggður ísskápur, nýleg uppþvottavél er innbyggð í innréttinguna. Fallegur glerskápur er í eyju sem skilur að eldhús og borðstofu. Stofan er opin og björt með einstöku útsýni út á sjóinn, stofan er sérlega rúmgóð, lítið mál að bæta við svefnherbergi nr. 3 á kostnað stofunnar. Baðherbergið er með sturtu, innréttingu með vask og upphengdu salerni. Hjónaherbergið er rúmgott með fataherbergi innaf. Barnaherbergi er með eikar skáp. Möguleiki er að bæta við herbergi nr. 3 á kostnað stofunnar.
Íbúðin er sérlega opin og björt, það er einstakt að finna sjávarlyktina frá svölum eignarinnar. Merkt bílastæði er í bílakjallara, þar er einnig aðstaða til að þrífa bíla. Sér geymsla er í sameign hússins.
Vart var við þakleka, gert var við og greitt í nr. 11, en eitthvað á eftir að laga inni og yfirfara fyrri viðgerð. Hafa verið fengnir aðilar til að vinna það sem metið er óverulegt. Vart var einnig við leka í nr. 9, en búið að finna út úr honum og verður gert við, ekki er um að ræða verulega viðgerð. Ekki er þó ljóst hver kostnaðurinn verður. Samþykkt var á aðalfundi nú í janúar 2025 að fara í framangreindar viðgerðir.
Einstök eign við sjávarsíðuna í Garðabæ með óhindruðu útsýni út á sjó þannig að einstök náttúrufegurð blasir við úr stofugluggum.
** LAUS VIÐ KAUPSAMNING **
* Sérlega stór stofa * Yfirbyggðar svalir * Bílakjallari * Einstakt útsýni * Lítið mál er að bæta við svefnherbergi nr 3.
Yfirbyggðar svalir sem færa þig enn nær sjónum!
Lýsing á eign; Gengið er inn í parketlagt alrými sem flæðir um alla íbúðina. þegar að inn er komið er þvottahús á vinstri hönd, þar er skápur, skolvaskur og tengi er fyrir þvottavél. Við tekur eldhúsið með fallegri eikar innréttingu með góðu skápaplássi og innbyggður ísskápur, nýleg uppþvottavél er innbyggð í innréttinguna. Fallegur glerskápur er í eyju sem skilur að eldhús og borðstofu. Stofan er opin og björt með einstöku útsýni út á sjóinn, stofan er sérlega rúmgóð, lítið mál að bæta við svefnherbergi nr. 3 á kostnað stofunnar. Baðherbergið er með sturtu, innréttingu með vask og upphengdu salerni. Hjónaherbergið er rúmgott með fataherbergi innaf. Barnaherbergi er með eikar skáp. Möguleiki er að bæta við herbergi nr. 3 á kostnað stofunnar.
Íbúðin er sérlega opin og björt, það er einstakt að finna sjávarlyktina frá svölum eignarinnar. Merkt bílastæði er í bílakjallara, þar er einnig aðstaða til að þrífa bíla. Sér geymsla er í sameign hússins.
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.