SKEIFAN FASTEIGNAMIÐLUN KYNNIR: 
Tjarnabakki 8 í Reykjanesbæ. Björt og vel skipulögð 4ra herbergja íbúð á 2. hæð ( efstu ) íbúð merkt 203, ásamt bílskúr. Íbúðin skiptist í þrjú svefnherbergi, stofu, baðherbergi, eldhús, þvotthús, geymslu og bílskúr.
Sér inngangur af svölum. Vel staðsett eign í nýlegu hverfi Innri Njarðvíkur í Reykjanesbæ. 
Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er íbúðin skráð 109,8 fm, geymsla 7,1 fm. og bílskúr 23,1 fm. Alls því 140,0 fm.
Nánari lýsing :
Forstofa með skáp, flísar á gólfi.
Hjónaherbergi með góðum fataskáp, parket á gólfi.
Tvö góð barnaherbergi annað með skáp, parket á gólfi.
Baðherbergi með sturtu, innrétting, flísar á veggjum og gólfi, gluggi á baðherbergi.
Þvottahús með innréttingu undir þvottavél og þurrkara, flísar á gólfi.
Eldhús með viðarinnréttingu, góður borðkrókur, opið inn í stofu úr eldhúsi.
Rúmgóð stofa með parketi á gólfi, útgengt út á suður svalir.
Í sameign er hjóla- og vagnageymsla ásamt sér geymslu íbúðar.
Bílskúr er 23,1 fm, með hita og rafmagni og vaski.
Stór sameiginlegur garður með góðri leikaðstöðu fyrir börn.
Góð fjölskylduíbúð, leiktæki fylgja í sameiginlegum garði. Gott útsýni yfir garð frá eldhúsi. Góð staðsetning í nálægð við skóla, leikskóla, íþróttamannvirki, góð útivistarsvæði, verslunarkjarna.
Nánari upplýsingar veita Jón Þór í s. 896-1133 og Eysteinn í s. 896-6000.