Miklaborg kynnir til sölu: 183,2 fm efri sérhæð í tvíbýli við Dverghamra 24 í Grafarvoginn. Húsnæðið skiptist í stofu, borðstofu, sjónvarpsstofu(mögulega svefnherbergi), 3 svefnherbergi, nýlegt eldhús, nýlegt baðherbergi, þvottahús og rúmgóðan bílskúr. Út frá stofu er sólpallur með skjólveggjum. Falleg eign með góðu útsýni í barnvænu umhverfi. Laus við kaupsamning.
Nánari lýsing eignar:
Komið inn í forstofu með flísum á gólfi og fataskáp.
Falleg stofa og borðstofa með mikilli lofthæð. Útgengi er úr stofu út á stórar svalir og sólpall við enda hússins.
Sjónvarpsstofa sem gæti verið fjórða svefnherbergið. ,
Rúmgott nýlegt eldhús með góðu skápaplássi ásamt eyju. Flísar eru á gólfum og granítt á borðum, góð lofthæð.
Baðherbergi er flísalagt með rúmgóðri sturtu og baðkari.
Hjónaherbergi er parketlagt með góðum fataskápum.
Tvö svefnherbergi með parketi á gólfium.
Inngengt er úr eldhúsi inn í sér þvottahús.
Innbyggður bílskúr með rafdrifnum bílskúrshurðaopnara.
Gott útsýni er frá eigninni, staðsetning er góð með tilliti til skóla og leikskóla.
Nánar upplýsingar veitir Svan Gunnar Guðlaugsson löggiltur fasteignasali í síma 697 9300 eða svan@miklaborg.is
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
112 | 225.6 | 149,9 | ||
112 | 180.2 | 144,9 | ||
112 | 187.2 | 139,9 | ||
112 | 196 | 127,9 | ||
112 | 228.2 | 147,9 |