*FALLEGT OG BJART EINBÝLI Á EINNI HÆÐ Í SUÐURHLÍÐUM GRAFARVOGS*
*FJÖGUR RÚMGÓÐ SVEFNHERBERGI*
Lögheimili eignamiðlun og Eggert Ólafsson lgf. kynna fallegt og bjart 6 herb. einbýli á einni hæð, á skjólgóðum stað í enda botnlanga, í suðurhlíðum Grafarvogs. Eignin er skráð í fasteignayfirliti HMS samtals 187,2 fm og er sérstæður bílskúr þar af 43,5 fm. Hellulagt bílaplan er með lögn fyrir snjóbræðslu. Stór lóð og útgengt frá stofu á afgirta verönd. Í næsta nágrenni er m.a. sameiginlegt leiksvæði með rólum og rennibraut, grunnskóli, leikskóli, golfvöllur, kvikmyndahús, sundlaug og skemmtilegar gönguleiðir við ströndina o.fl.
Endurnýjað og viðgert m.a.: Þakkanntur var klæddur og járn á þaki yfirfarið og viðgert fyrir 3-4 árum. Gler hefur verið endurnýjað að mestu undanfarin ár. Innihurðar voru endurnýjaðar.
Nánari upplýsingar veitir: : Eggert Ólafsson, löggiltur fasteignasali, sími: 893 1819, eggert@logheimili.is
Eignin skiptist í: Forstofu, 4 herbergi, stofu, borðstofu, eldhús, baðherbergi, gang, þvottaherbergi og sérstæðan bílskúr.
Nánari lýsing:
Forstofa er með góðum fataskáp. Björt og rúmgóð stofa og borðstofa er með útgengt á afgirta verönd með hellum og grasteppi. Í eldhúsi er innrétting með viðaráferð, eldavél með viftu yfir, tengi fyrir uppþvottavél, góður borðkrókur og innangengt í þvottaherbergi. Þvottaherbergi er með innangengt í eldhús, rúmgott með góðu skápaplássi, skolvask og útgengt í garð. Í svefnherbergisgangi eru fjögur rúmgóð herbergi: hjónaherbergi með fataskáp og þrjú barnaherbergi, þar af eitt með fataskáp. Í baðherbergi er hvít innrétting, baðkar, sturtuklefi og flísar kringum baðkar. Parket er á stofu og borðstofu, á herbergjum er plastparket, en á forstofu, eldhúsi, gangi, baðherbergi og á þvottaherbergi eru flísar.
Sérstæður bílskúr: Rúmgóður, með geymslulofti, geymslu, góðum hillum, gluggum, heitu og köldu rennandi vatni, epoxy á gólfi og áfastri kaldri útigeymslu.
Annað: Samkvæmt fasteignayfirliti HMS er einbýlishúsið 143,7 fm. og bílskúr 43,5 fm., eða samtals 187,2 fm., byggt úr timbri árið 1987. Sömu eigendur hafa búið í húsinu frá upphafi.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Lögheimili eignamiðlun því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4 til 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.