Auður Magnúsdóttir Löggiltur fasteignasali, og Lind fasteignasala kynna til sölu fallega, bjarta og vel skipulagða 57,9 fm tveggja herbergja útsýnisíbúð á 1. hæð, aukin lofthæð og 26,7 fm verönd, í nýlegu lyftuhúsi við Dugguvog 7 í Reykjavík. Eigninni fylgir sérmerkt bílastæði í bílakjallara og 7,5 fm geymsla. Húsið er vandað og byggt af ÞG Verk. Byggingar ár 2021.
Frábært fyrstu kaup og möguleikar á góðum leigutekjum.
Íbúðin skiptist í forstofu, opið eldhús, bjarta stofu/borðstofu, svefnherbergi og baðherbergi með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Frá stofu er gengið út á rúmgóða verönd.
Nánari lýsing:
Forstofa: Harðparket á gólfi, fataskápur.
Eldhús: Í opnu rými með borðstofu/stofu, falleg eldhúsinnrétting með eldunareyju, innbyggð uppþvottavél, ísskápur og frystir fylgir eigninni.
Stofa: opin og björt stofa, hátt til lofts. Frá stofu er gengið út á rúmgóða verönd með fallegu útsýni yfir smábátahöfnina.
Svefnherbergi: Harðparket á gólfi, fataskápar.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum að hluta, ljós innrétting, sturta, upphengt salerni og handklæðaofn. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Bílastæði: Sér merkt bílastæði í bílakjallara fylgir eigninni, möguleiki á að setja upp rafhleðslustöð.
Geymsla: í Sameign, 7,5 fm.
Hjóla- og vagnageymsla: Er sameiginleg og er staðsett inn af bílakjallara.
Sameiginlegur garður með leiktækjum.
Hellulögð stétt fyrir framan hús með snjóbræðslu. Sameign er snyrtileg með flísum á sameiginlegri forstofu og teppi á stigagöngum. Lyklalaust aðgengi á flestum hurðum í sameign og kjallara. Nýlegt myndavélakerfi í bílakjallara. Myndavéladyrasími í íbúðum. Bílnúmeramyndavélar á innkeyrsluhurðum í bílakjallara sem lesa bílnúmer við innakstur.
Um er að ræða eftirsótta staðsetningu í góðu nýlegu fjölskylduhverfi í Vogabyggð í Reykjavík. Leikskóli í göngufjarlægð. Verslun og þjónusta í næsta nágrenni ásamt frábærum hjóla- og gönguleiðum við Elliðaárvoginn. Mikil útivist allt í kring og fallegt umhverfi. Laugardalurinn í næsta nágrenni.
Nánari upplýsingar veitir Auður Magnúsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 8482666, tölvupóstur audur@fastlind.is.
-----------------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.